Andleg fróun vitsmuna-apans

Að fróa sjálfum sér er göfug og falleg athöfn í lífi sérhverrar manneskju. Hins vegar á sama tíma mikið feimnismál. Það er hverri manneskju feimnismál að þurfa frekar að fróa sjálfri sér en finna sér mótleikara:

Ef enginn vill leika með manni, þá er það ávísun á að vera lúser.

Við erum apategund sem nefnist „Homo Sapiens Sapiens“. Já við erum dýr – en okkur finnst við ekki vera dýr. Okkur finnst við vera hin upplýsta kynslóð! Við vitum að jörðin er ekki flöt heldur hnöttur, að hún er ekki flöt miðja alheimsins heldur smápláneta langt í útjaðri hins óþekkta geims.

Við höfum sjónvarp og síma, við höfum bíla, flugvélar og smokka: Já við getum iðkað kynlíf út og suður án þess að bera ábyrgð á afleiðingunum. Við erum fyrsta kynslóð í sögunni sem getur allt sem hún vill, og veit meira en allir aðrir í sögunni.

Samt erum við vanþróuð í augum næstu apategundar! Homo Sappapiens, sem kemur á eftir okkur. Þú trúir mér ekki?

Hér kemur bómullarprófið: Prófaðu í næsta samkvæmi að færa umræður frá „Desperate Housewives“ yfir á uppgötvanir Giordano Bruno’s og hvaða áhrif þær höfðu á upplýsingaöldina.

 

This entry was posted in Orðastungur and tagged , , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.