Ég hugsa, ég skynja

Ég las einu sinni bók sem heitir „Orðræða um aðferð“ eftir Belgísk-Franskan heimspeking, hvers nafn skiptir ekki máli hér. Bókina las ég á Íslensku en hún er fáeinna hundrað ára gömul og mjög virt. Nafn hennar á frummálinu man ég ekki lengur.

Mér þótti bókin vera helber vitleysa, en ég var líka hrokafullur fyrir tuttugu árum, eða svo. Úr þessari bók er vel þekktur frasi sprottinn sem hljóðar svo: „Ég hugsa þess vegna er ég“ en oft er vitnað í hann á latnesku sem hljóðar, að mig minnir, á þessa leið: „Cogito ergo sum“.

Lesandi kannast vafalaust við þessi orð enda vel þekkt og að mörgu ágæt. Mér finnst bókin sosum ekkert vera neitt rugl, en hún er um heimspeki og ég hef oft reynt að lesa heimspeki. Það er bara svo leiðinleg þraut.

Ég hef aldrei verið sammála þessari fullyrðingu, „ég hugsa því er ég“. Ég sé býflugur vita að þær séu til, en hvort þær hugsa eða bara skynja veit ég ekki um. Ég skynja að ég er, það dugar mér.

 

 

This entry was posted in Orðastungur and tagged . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.