Meðlimir elítunnar eru ekki fólk heldur sálarlaus skrímsli. Aðeins sálarlaust skrímsli sendir „Fulltrúa valdstjórnar“ til að bera barnafjölskyldur út af heimilum sínum.
Aðeins sálarslaus skrímsli leiða heiðarlegt fólk inn í dómssal til þess að rífa af þeim heimilið og færa það opinberri stofnun sem gleymt hefur tilgangi sínum.
Elítu pakk sem heldur að fólkið í samfélaginu séu sauðir og kyngi endalaust setningum á borð við „þetta eru lögin“ eða „þetta var í smáa letrinu.“
Vinsælasta vörnin í stríðsglæpa réttarhöldunum í Nürnberg var „þetta voru reglurnar“ og „ég fylgdi skipunum.“
Þá var dæmt eftir hugtakinu „glæpur gegn mannkyni“ en hvar er lagaleg skilgreining á hugtakinu „glæpur gegn þjóð“ og hvers vegna er hvergi birt umfjöllun um slík fræði? Hvers vegna komast slík fræði hvergi á blað. Hvorki hér né erlendis má ræða erfið viðfangsefni og þó það sé ekki auglýst þá má dæma þig fyrir setningar á öllum vesturlöndum, en það er kallað hatursglæpur.
Er það hatursglæpur að hata elítuna? Ekki má vitna í Jesú í samtímanum en hann sagði „dæmdu tréð af ávexti þess.“ Hver er ávöxtur elítunnar í framkomu hennar við þjóð mína? Ég sé glæp gegn þjóð og fullkomið hatur á okkur sem sauðum.
Fólk er þó ekki sauðir. Það er þolinmótt, umburðarlynt, úthaldsgott og hugsandi. Þess vegna er samfélagið jafn sterkt og raun ber vitni. Þess vegna borgar það fimmfalt til áttfalt verð fyrir heimilin sín, þess vegna mætir það í vinnuna á morgun og þess vegna kennir það börnum sínum góða siði.
Fólk trúir á hvort annað og góð gildi, hvað svo sem spuni meginmiðla heldur fram.
Stundum fær maður á tilfinninguna að þeir sem eru ráðnir í störf hjá meginmiðlum sé fólk með öfluga málgreind en óstyrkt siðferði og án sýnar. Hugsanlega sálarlaus kvikdindi eins og elítan sem ræður þau í vinnu. Kannski er það rétt að líkur sæki líkan heim en við sjáum ekki alltaf í gegnum yfirborð fagurgala, klæðnaðar og fallegra eigna.
Sístækkandi hluti fólksins er tilbúið til róttækra aðgerða og svar sálarlausra skrímsla sem trúa á ólög er að vopnvæðast. Sem sýnir sálarleysi þeirra. Þegar rýnt er í hegðun Fulltrúa valdstjórnarinnar – sem eitt sinn var nefnt Lögregluþjónar og Sýslumenn og þá með virðingu en ekki lengur – þá sést vel hver vilji valdstjórnar er: vald, stjórn.
Þegar einkennisbúnir þjónar fólksins úða eitri í augu fólsk, ber virta öldunga eins og ribbalda utan úr náttúrunni sem við öll elskum og skutlar í fangaklefa, þegar fólk er dæmdir glæpamenn fyrir að standa með náttúrunni sem við viljum rukka útlendinga fyrir að horfa á, þegar við leyfum starfsmanni valdsins að myrða veikt fólk og komast upp með það, þá er í gangi Vald og Stjórn.
Hugtakið Lýðveldi stendur fyrir Lýður, Vald, en þetta er orðið blótsyrði hugsandi manna. Elíta stendur fyrir þá sem standa á toppi valds og maka þar krókinn og stjórna þeim sem neðar standa. Lýðveldiselítan er því orð sem skýrir sig sjálft.
Margir sem ég hef rætt við vilja ekki ræða við mig hugtakið Þjóðveldi því þeir sjá eitthvað gamaldags. Flestir þeirra hvá þegar ég bendi þeim á staðreyndir um hið eldra Þjóðveldið, því þar eru þekkingarmolar sem Lýðveldiselítan óttast af ástæðu.
Ég nefni þettas hér því bæði orðin Lýðveldi og Þjóðveldi eru þýdd sem Republic á ensku. Elítan hefur hins vegar reynt að klína orðinu Commonwealth á Þjóðveldið, en það orð táknar á ensku Samveldi breskra nýlendna og Englands annars vegar og nýlendurnar 13 sem stofnuðu Bandaríkin hins vegar.
Í mínum huga táknar Þjóðveldi því beint lýðræði og hef ég útskýrt það rækilega á hreinberg.is og endurreist.not.is. Á ég þar við að hugsjón beins lýðræðis er hvorki mín né þín heldur okkar og þeirrar arfleiðar sem fyrstu Íslendingarnir byggðu upp handa okkur, en sé hún úr augsýn er hún úr hugsýn.
Úti á netmiðlum, á kaffistofunum og í biðröðunum er sístækkandi hópur fólks sem er að reyna að róa vini sína og félaga. Hugsandi fólk vill ekki byltingu heldur umbreytingu. Þó eru margir vel hugsandi sem eru svo fjúkandi reiðir að þeir skrifa um byltingu og eru suma daga til í hana, en þegar við hugsum okkur um, þá viljum við öll umbreytingu. Stóra spurningin sem við erum þó ekki farin að ræða; er hvernig?
Umbreyting er þegar ný hugsun blandast við gömul viðhorf, stundum yfir langan tíma, og skyndilega umbreytist gamli hugurinn yfir í nýjan. Þegar slíkt gerist meðal fjölda fólks er betra að það gerist með friðsamlegri og óbifanlegri afstöðu frekar en
sprengikrafti.
Í báðum tilfellum neyðast sálarlaus skrímsli til að umbreytast eða berjast, en Lýðveldiselítan byggir tilveru sína og stjórnkerfið á ótta, vantrausti, kvíða, þöggun og útskúfun en ekki virðingu, samræðu og samvinnu eins og þjóðin sem hún situr ofaná. Þess vegna er elítan að vígbúast og þess vegna passa meginfjölmiðlar að þagga stóru málin.
Vissir þú að hugsanlega er gufan á Suðurnesjum aftur komin í eigu Íslenskra aðila? Getur verið að útrásarprinsar séu komnir að kötlunum á Drekasvæðinu? Getur verið að gleymst hafi að fjalla um snjóhengjuna síðust 24 mánuði? Getur verið að gleymst hafi að fjalla um vogunarsjóðina sem eiga bankana síðustu tvö ár? Getur verið að það se viljandi að við vitum ekki hver margir eru á vonarvöl eða hverjir hafi grætt á því?
Nóg er samt af alls kyns hávaðaspunum í meginmiðlum. Er ég að bulla? Er allt að fara að reddast? Það er kerfisbundið beitt blekkingum og spunum. Börnum er ekki kennt að hugsa heldur að muna og fylgja; okkur var kennt það líka. Lestu mannkynssöguna, tengdu punktana, líttu í kringum þig. Við erum ekki frjálst fólk í frjálsu landi, við erum hænur í búrum – svo ég vitni í frelsiTV.
Hvað er til ráða? Samræða og sniðgengi. Ég er ekki að grínast og ég er vissulega reiður. Ég hef sjálfur misst allt nema heilsuna í froðuspuna síðustu ára. Ég er hvorki viðkæmur né blíður, heldur vilji. Þegar ég skrifa Ást og Friður, þá er það afstaða.
Ég var eitt sinn reiður og ég hef beytt ofbeldi. En ég vann úr því og ég komst að því að reiði er myndbirting innri vanlíðunar en ekki afstöðu. Ég vann úr vanlíðan hjartans og fann eitthvað sem er margfalt öflugra en spuni elítunnar og mig langar að fá fleiri með, ekki til að rugga bátnum heldur smíða nýjan og betur haffæran.
Nú mætti spyrja hvort ég sé að mæla með því að sleppa mótmælum. Ég get auðvitað ekki mælt með að fólk geri eitt eða annað því virðing fyrir vilja og afstöðu annarra er hornsteinn virðingar og beins lýðræðis.
Mín persónulega skoðun er þó sú að stjórnkerfi endurspegli þá vitund sem býr með hópnum sem er stjórnað. Meðan hópurinn er upptekinn í athugasemdakerfum, reiðiskrifum og mómælum er hópurinn ekki að breyta heldur bíða þess að þeir sem stjórna breyti sínum háttum.
Þannig séð já, ef við viljum eitthvað nýtt þá verðum við að beita aðferð sem er ný, en hún þarf einnig að vera kraftmeiri en það sem stjórnar okkur og á sama tíma að vera eins og vatnið. En til þess að finna eitthvað nýtt þurfum við að virkja hugmyndaflug og samræðu.
Ennfremur vil ég undirstrika rauða þráðinn í öllum Þjóveldisskrifum mínum, að þú lagar ekki þá skútu sem Lýðveldið er, því hún hefur afsannað sig, heldur tekurðu höndum saman við aðra og eyðir orku og tíma í að skapa það samfélag sem þig dreymir um í stað þess að krefja faglygara stjórnmála og siðlausa bankastjórna um að laga það fyrir þig.