Sé prúttað við Guð kemur verðið á óvart

Ég man ekki hvort það var í Kóraninum eða Biblíunni. En það var útskýrt fyrir trúuðum að ástæða þess að Hebrear urðu að flakka í eyðimörkinni í eina kynslóð var aðeins að hluta til sú að þeir reistu skurðgoð (Gullkálfinn) meðan Móse var á Sínaí fjallinu.

gudjon-img--0305Hin ástæðan var mun áhugaverðari. Hún var sú að kynslóðin sem kom út af Egyptalandi – eða út úr hinu táknræna heimskerfi ótta og haturs – kunni ekki að höndla þá hreinu sýn sem spámaðurinn bar þeim.

Því var sú kynslóð látin flakka um eyðimörkina, frjáls úr viðjum Egypta en ekki tilbúin í þá miklu umbreytingu sem spáð var að yrði. Því þyrfti ný kynslóð að rísa og alast upp í því millibilsástandi sem þarna var búið til.

Það er eins á okkar tímum. Kynslóðin sem sá endurkomu þess frelsara sem hún ákallaði, hvorki sá táknin né var tilbúin til að opna augun fyrir þeim þegar þau voru rekin framan í hana. Synir hennar og dætur hafa í eitt spádómstímabil (eins og það er skilgreint af spámanni Guðs, Benjamín H. J. Eiríkssyni) beðið umbreytingarinnar og samfélag heimsins verið í undirbúningi fyrir umbreytinguna.

Þessi undirbúningur hefur þegar verið útskýrður og birtur í kjölfar þess að höfðingi föllnu englanna hefur verið fangaður og varpað í dýflissu á síðustu tveim árum. Allt sem hér kemur fram á sér stuðning i Biblíunni, sem er einn hornsteinn þeirrar menningar sem við erum sprottinn úr.

Hinn hornsteinninn er sú djarfa hugsun sem höfundar Íslensku þjóðarinnar bjuggu yfir fyrir 1.200 árum; hugsun sem einnig hefur verið útskýrð. Nær enginn nútímamaður, með allar sínar prófgráður og árafjölda í skóla hefur nokkra hugmynd um það hvað hér er ritað.

Sem er einmitt það sem spámaðurinn mikli Jósúa Maríu- og Jósepsson átti við þegar hann fyrst sagði „þú ótrúa og blinda þjóð sem grýtti spámenn sína“ og síðan „ég kem eins og þjófur á nóttu, verið vel á verði til að sjá þegar ég kem,“ og síðar „þið munuð leita mín en ekki finna.“

Eitt af því sem er átakanlegast í þessu er að þeir sem ákalla hinn svonefnda frelsara eru að ákalla skurðgoð sem sett var á stall af Konstantín keisara, höfundi Kaþólsku kirkkjunnar.

Þetta er ekki ritað með ádeilu í hjartanu heldur trega.

Abraham þráttaði við Guð og bað Sódómu og Gómorru vægðar ef fimmtíu réttlátir byggju í þeim. Prúttinu lauk á því að borgunum yrði þyrmt ef 10 réttlátir menn og fjölskyldur þeirra fyndust í borgunum. Einn fannst.


Inntakið er ekki hvort núverandi heimsk
erfi muni brenna upp í “hugarfarslegu báli” heldur því hvenær menn og konur hætti að biðja því vægðar og ennfremur hve lengi það ætlar að sífra yfir hvernig ástandið er eða hefjast handa við umbreytinguna miklu. Hve margir muni ganga inn um þær dyr, eða það sem ég óttast af innstu hjartarótum; hve fáir?

Abraham mátti prútta við skapara okkar, þá má það hver sem er, ekki satt? Nær allir sem ég hef kynnst, sem trúa á spádómana miklu, trúa þeim af hatri á heimskerfinu. Þeir þrá og spá miklum eyðileggingum. Slíkt er fyrra.

Heimsendir er endir hugsunar, umbreytingin er þegar hugsunin umturnast til lífs og hverfur frá hatri og reiði. Fólk gleymir stundum að skaparinn er áhugasamur um kærleika og sköpun. Nokkuð sem fylgjendur Múhameðs hafa margir gleymt einnig.


Ég vona að það séu fleiri sem hafa áhuga á kærleika og sköpun.

 

 

 

This entry was posted in Heimssýn and tagged , , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.