Þau sem göldruðu fram samtímann

Aldous Huxley, George Orwell og Ayn Rand voru ekki að vara við komandi tímum heldur að gefa þeim sem gátu framkvæmt, hugmyndir til að koma á því sem þau vildu sjá.

Þér er hins vegar sagt, og þau studdu það viðhorf, að þau væru að vara við svo þú treystir þeim frekar og læsir hugmyndir þeirra og þannig subliminally myndir hjálpa til að koma þeim á. Því sköpunarkraftur mannsins er sá að það sem þú trúir á, hvort heldur í neikvæðu samhengi eða jákvæðu getur ræst.

Rétt eins og sagt er „varastu hvað þú óskar þér því það getur ræst.“ Allt er ímynd, sum öfugsnúin.

Alan Watts var mikill vinur Huxley og var á sínum tíma einn færasti orðsnillingur sem verið hefur til varðandi andlega þekkingu og innsæi.

Greinilegt er þegar maður fer á kaf niður í kennslu Watts að hann hafði misst trú á bæði sjálfum sér og alheiminum; hann sá ekki í gegnum eigin sorta. Sumir sjá samsæri í því hversu skyndilega hann dó og hve ungur en ég held að blekkingin sé sú að hann drap sig.

Fólk er stundum svo upptekið af samsærum að það sér ekki samsærið sem er beint fyrir framan nefið. Skuggavaldið sem skipuleggur heimsmálin og dáleiðslu mannshugans þarf spámenn. Annars hefðu þeir ekkert til að mata mannshugann á.

 

 

httpv://www.youtube.com/watch?v=pOq4J88Ab4w

Fræðslumyndskeið um Aldous Huxley

 

httpv://www.youtube.com/watch?v=s42V8BGBvTk

Einn af frábærum fyrirlestrum Alan Watts

 

httpv://www.youtube.com/watch?v=7XiBU8geK08

Síðasti fyrirlestur Ayn Rand

 

 

httpv://www.youtube.com/watch?v=EuVYvkdTYWc

Fræðslumynd um George Orwell

 

Því meira sem þú lest og því meira sem þú tengir punkta, því dýpra ferðu. Egóið hins vegar hefur enga dýpt, aðeins sálin hefur dýpt. Þegar þú tengir egóið við sálina – og gefur þar með sálinni vald yfir huganum – opnar þú dyrnar fyrir innsæi. Það tekur hins vegar tíma að ríða þeim frá fáki í gegnum þokuna á heiðinni.

Bækur mínar „God’s Will“ og „The Process of Positive Willpower“ innihalda ágætis leiðbeiningar um hvernig egóið er tengt við sálina og útskýringu á hvers vegna. Hægt er að nálgast þær frítt á shop.not.is.

Mundu að orð eru álög og góð orð framkalla góð álög.

 

 

 

This entry was posted in Samsæriskenningar. Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.