Samfélag óttans og vindar hugans

Þegar við tökum okkur vald yfir eigin huga og síðan sál, þá meinum við rjómatotturunum að leiða huga okkar áfram í blindni.

img-coll-0286Við tökum í raun vald yfir þeim; því sá sem leiðir okkur beitir óhjákvæmilega þeim refsivendi sem hann óttast sjálfur.

Ef sá vöndur er þér merkingarlaus, því þú hefur vald yfir afstöðu þinni, þá brýturðu vald hans á bak aftur og þar með sigrar þú heiminn.

Þetta er hvergi kennt í samfélagi myrkurs; að þú hafir vald yfir huga þínum og afstöðu.

Hins vegar er mikið hlúð að tilfinningasemi og skoðunum, sem hvorutveggja er stormur í klósettskál. Stundum þarf að kúka upp í vindinn, af ákveðni og festu.

Það kemur í hugann eitt sem ég mætti minna oftar á, að lýðurinn sjálfur er sá siðlausi.

Elítan sem heldur huga skrílsins uppteknum í spunum og dáleiðslu heldur því fram – og notar hálfguð sinn vísindin sem enginn má efast um – að hinn siðlausi sé sá sem ekki hafi samkennd með öðru fólki, og bendir á ýmis dæmi og jafnvel káragen máli sínu til stuðnings.

Sannleikurinn er sá að hinn siðblindi (eða samkenndarlausi) sé laus við tilfinningasemi sem hægt sé að meðhöndla með dáleiðslu og spunaþvættingi. Taktu eftir hvernig elítan stýrir tilfinningalegri afstöðu fólks í gegnum fyrirsagnir, fréttablekkingar og aðra hugarstorma.

Taktu því næst eftir því hvernig hatursáróður er ólöglegur víða í heimi lýgvelda og tengdu það saman við lagabundinn eignarétt. Því hatursáróður er verkfæri elítunnar og vei þeim sem gæti notað það tól á annan hátt en hún er að móta.

Þetta tengist vilja; því sá sem er ekki háður melódramatískri afstöðu, er sá sem mótar vilja sinn.

Þegar sá aðili tekur þá ákvörðun að breyta skoðun sinni í afstöðu, og notar reynslumótlæti til að meitla þessa afstöðu; þá mótar hann vilja og tekur vald yfir sjálfum sér og heiminum.

Enginn getur stjórnað slíkum huga né hjarta nema eigandinn og slíkt er eitur í beinum elítunnar. Snákurinn er því ekki djöfullinn eins og prestarnir ljúga í þig, heldur þinn eigin vilji. Því eitrið bítur á elítuna en ekki þig.

Taktu eftir því að þeir hafa aldrei útskýrt hvaða guð gekk um í paradís og rabbaði við andlegan forföður okkar. Kannski var sú guðlega vera bara hátt settur ljósengill og kannski var snákurinn að vara við uppreisn hans.

Mundu að öll hugarkerfi eru verkfæri Satans og föllnu englanna hans, hvort sem þau eru yfirskilvitleg eða verlaldleg, ætluð til að múlbinda sál þína.

 

 

This entry was posted in Heimssýn and tagged , , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.