Stutt hugleiðing um réttindi

Sönnun þess að við erum dáleiddir þegnar valdakerfis er augljós, því blekking (illusion) er ávallt ofin úr því sem annars lægi í augum uppi.

Ef við hugleiðum andartak öll okkar réttindi; og stígum því næst úr úr rammanum:

Hver gefur frjálsu barni náttúrunnar réttindi?

Þegn er hugtak sem merkir manneskju sem tilheyrir ríkiskerfi og er undir valdkerfi þess sett. Borgari hins vegar merkir frjálsa manneskju sem á hlut í eigin valdakerfi og kerfið er undir lýðræðið sett.

Í raunlýðræði hlýðir valdakerfi því borgaranum en ekki öfugt. Í slíku kerfi væri gegnsæi hafið upp yfir alla umræðu og talið nauðsynlegt stjórntæki borgarans til að móta valdkerfið að neðan í stað þess að kjósa misvitra fulltrúa til að móta valdkerfið að ofan.

 

 

This entry was posted in Þjóðveldi and tagged . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.