Fréttir af nýja tíuþúsund króna seðlinum voru uppfullar af tvennu, Jónasi Hallgrímssyni (sem var fórnarlamb hálfdansks stjórnkerfis Íslandselítunnar) og þjóðlegu mynstri.
Þegar Íslenzka lýðveldið hampar hinu þjóðlega virðist það gleyma hvernig lýðræði fæddist á Íslandi sama dag og nýbúar á landinu breyttust í þjóð.
Því vaknar stóra spurningin: Hverju er þagað yfir?
Þegar hagkerfi setur nýja seðla í umferð er það yfirleitt vegna verðbólgu og oft dulinnar. Venjan er, ekki bara hér heldur allsstaðar erlendis, að þegar nýir seðlar koma fram er þagað yfir bólunni á bak við og einblýnt á hönnun, útlit og merkingu myndar.
Nokkuð er dregið fram í umfjöllun sú breyting á verðgildi sem orðið hefur síðustu þrjátíu árin, því að fimmhundruð kallinn (Jón Sigurðsson) var jafn mikils virði fyrir þrjátíu árum og þessi nýi er nú.
Það sem þagað er yfir er augljóst ef þú lest á milli línanna, spyrð fólk, fylgist með, og athugar hegðun fólks í samfélaginu. Fyrsta merkið er þegar hraðbankar settu færslugjöld. Bankastarfsmenn segja að þau séu til að koma á móti kostnaði við rekstur hraðbanka en við vitum að það er þvætttingur – eða orðgagjálfur.
Færslugjöld hraðbanka voru sett á því þjóðin er byrjuð að spara. Fólk veit að betra er að hamstra fé til að spara og á hverjum mánuði fjölgar þeim sem vita að bankakerfið er ofþanið og vill því frekar hafa fé milli handa en geymt inni í bólunni. Þetta er ástæðan fyrir nýja seðlinum.
Með hverjum mánuði sem líður frá hruni fjölgar þeim Íslendingum sem velja reiðufé umfram plast.
Sífellt meira af peníngum Íslendinga er nú í geymslu á heimilium og því fækkar seðlum í umferð innan bankakerfisins. Höfum í huga að kerfið átti fyrir tíu árum að geyma 17% af geymslufé í reiðufé. Rétt fyrir hrun var vörsluskyldan komin í 11% vegna bólunnar. Nú er vörsluskyldan í kringum 8%. Þó heyri ég raddir í viðskiptalífinu sem segja að raunveruleg varsla sé komin að 5% markinu.
Þetta merkir að bankakerfið á ekki seðla fyrir 95% af því fé sem það geymir og Seðlabankinn er hér að minnka hættuna á nýju bankahruni, að ekki sé talað um bankahlaup.
Fyrir þá sem ekki vita hvað bankahlaup er, þá er um að ræða ástand sem myndast þegar fólk tekur peníngana sína alla út og geymir þá heima.
Ef tíu þúsund Íslendingar tækju allt sitt út úr einum stóru bankanna á morgun, færi sá banki á hausinn sama dag nema Seðlabankinn sprauti í hann nokkur þúsund tíuþúsundköllum.
Það eru margir fyrirboðar þess að nýtt verðbréfahrun sé í uppsiglingu. Allt frá Gjaldeyrishrunininu haustið 2008 hefur fjármálakerfi heimsins verið að mestu handstýrt í gegnum Seðlabanka heimsins undir stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (imf.org). Eins og þeir vita sem grúska í bankahagkerfinu þá er því að mestu stjórnað af hinni auðugu Rothschildfjölskyldu (rothschild.com).
Sú fjölskylda er sú sama og hefur fjármagnað stofnun og viðhald Ísraels ríkis og græðir til hægri og vinstri á bólum, stríðum og miðstýringu fjölþjóðasamsteypa (Multinational corporations). Meginfjölmiðlar fjalla lítið um þetta en ef gúglað er um þessi mál kemur í ljós að hagfræðingar og efnahags ráðgjafar um allan heim ganga mjög varlega um gleðinnar dyr á þessu sviði.
Það er margt sem kemur í hugann þegar maður hugleiðir þessa hluti. Stærst fyrir Íslendinga er líklega sá furðulegi sjóndeildarhringur sem blasir við í dag.
Örfáir aðilar sópa til sín þúsundum íbúða og húsa þjóðarinnar – bæði iðnaðarhúsnæðum og íbúðarhúsnæðum. Fjölmiðlar þaga um ógæfu tugþúsunda fjölskyldna og löggjafinn virðist siðblindari en nokkru sinni fyrr. Á heimsvettvangi virðast svipaðir hlutir vera að gerast.
Lögregluliðin eru vopnaðri en áður, Bandaríkin viðhalda tugum eingangrunarbúða sem tilbúnar eru til að taka við stórum hópum uppþotafólks. Meiri miðstýring fer fram en á sama tíma virðast hræringar á sviði alþjóðastjórnmála í miklu uppnámi. Slíkt fer saman, að valdakerfið – sem er mun miðstýrðara en haldið er að þér – sér fram í tímann hvað gæti gerst.
Ef verðbréfahrun verður munum við sjá tífalda kreppu á við það sem hrundi 2008. Mundu að síðast þegar heimskreppa fór af stað fór af stað heimsstyrjöld aðeins áratug síðar.
Kann að hljóma svartsýnt en ef kvöldstund er varið í að rýna í stöðu heimsmála, undiröldur meðal fólks hvarvetna á vesturlöndum sem í þriðja heiminum og ef staðan í umhverfismálum er skoðuð; þá var áratugurinn 1929 til 1939 verulega stöðugur í samanburði.
Grunnur þessar greinar var ritaður þegar 10.000 kallinn kom út og fyrst birt á gudjonelias.blog.is.