Eiðsvarinn offiser

Ég hef skoðað sögu Bradley Manning og sögu Julians Assange. Enda ávalt gert mér far um að lesa um málefnin og kynna mér þau. Ég vil vita meira en fjölmiðlar matbúa mér.

Þessi maður var eiðsvarinn foringi í her og misnotaði aðstöðu sína. Sértu eiðsvarinn, þá sverðu við heiður þinn. Nú er heiður úreltur á sjónvarpsöld en þó held ég að hann hafi enn merkingu.

Ef maður er eiðsvarinn foringi í her, þá stendur maður fyrir eitthvað. Ef maður bregst því málefni þá er maður án heiðurs. Þetta er dálítið svarthvítt viðhorf en ég get ekki heiðrað þennan mann fyrir að svíkja sína eiðstafi og vinna gegn þeim her sem hann var hluti af.

Vissulega fletti hann ofan af atriðum sem mátti vel fletta ofan af. Ég sé marga samlanda mína hér á landi styðja þennan mann opinberlega, sérstaklega á Vefnum. Eins og þeir myndu hafa kjark til að gera hið sama og hann? Þeir dást að svik hans við þau málefni sem  hann hefur svarið að standa fyrir. Ekki bara samlandar mínir, heldur ýmsir menn sem ég þekki vel og veit að eru réttsýnir menn að upplagi.

Hvað með málefni á okkar eigin landi?

Margir Íslendingar í dag eru vælandi útaf því hvernig samfélag okkar og stjórnkerfi hagar sér. Þeir sömu nenna hvorki né þora ekki að standa upp og gera eitthvað í málum! Þeir frekar vilja miðjumoðast í kjörklefa á fjögurra ára fresti og velja besta loforðabelginn. Þess á milli hanga þeir með athugasemdum (eða athugasemdaleysi) á Vefnum og tala mis greindarlega. Um leið eru þeir aðgerðalausir andlegir geldingar sem sitja tjóðraðir við sjónvarpsfjarstýringar og Facebook rúnk og bylur í þeim eins og galtómri tunnu.

Við nútímamenn, háheilagt fólk á vesturlöndum erum hætt að standa fyrir þau gildi sem við eitt sinn trúðum á. Við erum fyrirlitin af heimi múslíma. Múslimar eru þúsund milljónir eða fleiri. Þeir munu ekki spyrja um siðferði þegar þeir valta yfir okkur. Ef við heiðrum menn sem haga sér eins og Bradley Manning mun herstyrkur vesturlanda (og siðferðisstyrkur) bregðast þegar á reynir.

Það eru mjög virk öfl í múslímaheimum sem vilja sameina múslímaríki til þess að valta yfir vesturlönd. Það sem meira er – og mannkynssagan er stútfull af dæmum þessa – að þeim mun takast það ef við stöndum ekki með því sem við trúum á.

Að standa með einhverju er dálítið stærra fyrirbæri en að hafa skoðanir.

Við vesturlandafólk erum hætt að sjá veröldina eins og hún er. Herjir okkar þurfa stundum að beita meðölum sem við erum ósátt við. Við búum á vernduðu lúxussvæði 25% jarðarbúa, og hin 75% vilja koma til okkar. Hluti þeirra vill innræta okkur gildi sinnar trúar.

Ef herjir okkar mega ekki beita þeim meðölum sem duga, þá mun þeir skíttapa fyrir þessu liði sem fyrirlítur okkar vestrænu hætti eða vill komast í kjötkatlana okkar.

Sjónvarpsáheyrendur og morgunkornsætur gleyma – oft og líklega að fullu – að daglega er staðinn vörður um okkar lífsstíl og rotnandi gildi. Megnið af fólki heimsins býr ennþá í veröldinni.

 

*

 

This entry was posted in Heimssýn and tagged , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.