Var að lesa mér til um orðið „Fjörbaugsmaður“ og fann grein frá 1907.
Óvart var mér – sem les ekki ljóð – litið á langt kvæði á síðunni og rakst þar á hendingu sem varð mér samstundis kær.
Mér hafa landsvættir verið hugleiknir undanfarið ár. Skoðun mín er sú að fjallkonan sé landvættur sem tengi aðra landvætti við þjóðarsálina, okkur. Ég sé vættina sem feiknamikinn landvilja og orku sem taka þarf tillit til við mótun samfélags okkar og sambýlið við landið. Í því tilliti er mikilvægt að átta sig á því að umbreyta má því hvaða sýn við höfum á myndbirtingu landvætta í veraldar rýminu.
Hver veit nema Eyjafjallajökull hafi gosið að tilstuðlan landvætta, og hver getur túlkað þann vilja þeirra sem þar birtist? Gæti það reiðigos hafa verið blessunargos fyrir okkar áttavilltu þjóð? Getur verið að landvættur sem þar stóð á bak við hafi sagt „sjáðu hvað í þér býr, kæra þjóð!“
Vættir okkar vaka tíðast hljóðar, vini kjósa, ráða landsins trygð: Einars fylgja' er útnessvörður þjóðar, aðrar skima hver úr sinni bygð. Sá er boði fyrstur fastra trygða fólksins eftir næturmyrkrin löng, þegar vættir vorra fósturbygða vakna til aðhefja morgunsöng.
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=168454&lang=1