Hitt hef ég mann sem hafði lítið að gera á vinnustað. Hann tók til þess ráðs að ganga mikið um vinnustaðinn með klemmuspjald.
Í hvert sinn sem hann var tekinn tali lauk hann samtalinu á orðunum „best að þjóða, svo manni verði eitthvað úr verki.“
Fljótlega tók fólk að ráðleggja honum að taka það rólega, hann legði of mikið á sig.
Hver sá sem starfað hefur á hjá ríkisstofnun hefur hitt þennan mann. Áhugavert er hversu hratt og hátt hann rís í metorðum.