Tíminn er spírall

Önnur stærsta uppgötvun í hugarlandi mannkynsins er tíminn. Við ráðum ekki við tímann því við getum ekki flýtt honum, hægt á honum né ferðast um hann. Þó dreymir okkur um að geta það.

Þegar við nálgumst þá hugmynd, hvort hægt sé að ferðast í tíma, vakna spurningar á borð við hvort við viljum nokkuð vita hvað sé í framtíðinni og hvernig myndi líf okkar vera, eða myndum við yfir höfuð vera til, ef við gætum ferðast til fortíðar.

Niðurstaðan er yfirleitt sú að við viljum ekki ferðast um tíma. Þó er tíminn viðfangsefni sem lætur okkur ekki í friði. Eina nothæfa nálgunin á þessar pælingar er mælieining tímans, sem við yfirleitt tökum sem gilda. Mælieningin sekúnda eða mínúta eignast svo raunverulegt gildi í huga okkar að við yfirleitt lítum á þær sem raunveruleg fyrirbæri.

Ekkert er eins takmarkandi í hjólfari hugans eins og þegar huglægt gildi verður okkur raunverulegt, en um leið er það einmitt viðhorfið sem við byggjum veröld okkar á. Tökum tvenns konar dæmi: Hugtök á borð við þjófnaði, morð, spillingu og annað slíkt eru hugtök sem við viljum sniðganga í verki, en kærleikur, umburðarlynd og fyrirgefningu viljum við rækta.

Mín niðurstaða um tíma er þessi:

  • Tíminn er ekki lína.
  • Tíminn er ekki hringur.
  • Tíminn er ekki tröppugangur.
  • Tíminn er spírall.

Þú getur ferðast um tímann ef þú sérð spíralinn, en ekki breytt honum. Þú getur skoðað DNA en ekki breytt því, og rétt svo lesið það. Þannig geturðu nýtt þér tíma á margvíslegan máta. Þú getur gægst inn í framtíðina en aðeins sé þér sama um hvað þú sérð. Þú getur skoðað tímaspíral þinnar eigin sögu, bæði þína persónulegu sögu, sögu sálar þinnar og sögu forfeðra þinna. Þannig geturðu sótt í þekkingu, skilning og visku fortíðar, ef þú vilt.

Stóra spurningin er alltaf, þegar rýnt er í svona hluti, hvernig nýta skuli. Þú munt fljótt rekast á við svona leikfimi að egóið þvælist fyrir þér. Þannig er það reynsla flestra sem hafa náð árangri á þessu sviði að klifurskórnir eru trú, innsæi og ególeysi.

 

 

 

This entry was posted in Heimssýn and tagged , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.