Bann við Umskurði eða trúarleg botnlangabólga

Samkvæmt áróðri húmanistavísinda, sem aðhyllast þróunarkenningu Darwins þá er botnlanginn óþarfur. Satt að segja getur hann verið stórhættulegur. Hið sama á við um forhúð getnaðarlimsins.

img-coll-0719Fólk gleymir stundum, bæði þeir sem eru dáleiddir af ríkisheilaþvætti og „allir vita visku“ að í húmanistavísindum er ekki alltaf veðjað á hlutlægt eða Objective mat, heldur huglægt eða Subjective mat.

Sannleikurinn er sá að sé hin óþarfa forhúð fjarlægð þá bæði eykst ánægja af ástaleikjum og hreinlæti eykst sem aftur minnkar hættu á sjúkdómum. Þetta hefur trúað fólk vitað í þær þúsundir ára sem umskurður hefur tíðkast.

Ennfremur er engin vísindaleg niðurstaða til (Peer-Review) sem bendir til þess að umskurður vikugamalla drengja sé að einhverju leiti þeim skaðleg. Hins vegar hentar vel húmanismanum að reyna að gefa í skyn að svo sé.

Auðvelt er að sýna fram á að húmanisminn er hugmyndafræði sem trúir á alvald frumspekilegra (Metaphysical) hugmynda.

Þetta sést vel t.d. á trúnaðartrausti sem fylgjendur húmanismans bera til bjúrókratískra reglugerðra og blindu trausti til trúlausra kennimanna í hvítum sloppum sem „allir vita“ að oft eru falir eða auðsveigðir af hagsmunum og stjórnmálaskoðunum.

Þegar lög eru sett til að meina fólki að iðka trú sína af heilindum, þá eru í gangi trúarofsóknir með lögum.

Þegar slíkt er gert í trássi við stjórnarskrá, þá er ríkið í raun fallið. Hér liggur einmitt hundurinn grafinn; Húmanistaklerkar vita að trúað fólk tilbiður ekki rökvillur þeirra heldur eitthvað djúpvitra og að trúaðir vita að ríki er ástand, að ríkisform birtist þegar ástandinu er trúað. Nokkuð sem ríkisheilaþvottur meinar gáfnaljósum að skilja.

Húmanisminn ásamt tilbeiðslu sinni á mannlegar rökvillur hefur nú haft fimm aldir til að sanna gildi sitt. Mig grunar að óþarfi sé að orðlengja það frekar, en á sama tíma og reynt er að meina sérhæfðum rabbínum og – öðrum álíka – að iðka trú sína, eru húmanistabörnin að hópast í aðgerðir til að láta skera af sér kynfærin og endurskrá lagalegt kyn sitt útaf tilfinningum sem væru flokkaðar sem hreinræktuð geðbilun ef húmanistavísindin væru heiðarleg.

Með fullri virðingu fyrir því ágæta fólki sem ég hef kynnst og upplifir sig sem rangt kyn; Ég sé ekki að geðbilun sé eitthvað sem fólk þarf að skammast sín fyrir. Ég er sjálfur haldinn ítarlega greindum sjúkdómi og enginn þarf að skammast sín fyrir að vera veikur.

Sem dæmi um hvernig húmanisminn hefur afbakað sýn fólks á sjálft sig og umheiminn, þá sér maður á hverju ári hópa fólks slá um sig með yfirlýsingum á borð við að Einelti sé ofbeldi. Sama dag leggur það svo annað fólk í einelti með ruddaskap og yfirlýsingum á Netinu fyrir að viðra rangar skoðanir.

Taktu eftir einu, svona rétt til gamans.

Í fyrirsögn þessa erindis nota ég orðið trúvillingur, og flestir sem lesa orðið finna tilfinningu, frekar neikvæða, sem viðbragð við orðinu. Enda hefur húmanisminn bannað í tvær aldir að slíkt orð sé notað. Þó líður ekki dagur án þess að heimsfjölmiðlun hins trúlausa húmanisma móðgi trúaða með aðdróttunum, aðfinnslum, áróðri og annarri neikvæðni.

Tökum sem dæmi hin frægu trúarbragðastríð, sem nær öll voru pólítísk og fáir muna með heiti. Sé farið ofan í þessi stríð enduðu þau nær öll í friðarsamningum þar sem sigruðu ríkin fengu að halda sjálfsvirðingu sinni og nærri því án undantekninga voru engin fjöldamorð framin.

Nær öll stríð húmanismans rústa þeim ríkjum sem eru sigruð, búta þau í sundur, og milljónir stráfelldar; Síðan eru lög reist til að meina fólki að gagnrýna áróður sumra þessara stríða.

Þessa dagana fer fram umræða um frumvarp að svokölluðum umskurðarlögum. Held að þeim leðjuslag sé nú svarað.

Á sama tíma er fólk að rífast um styrki til kjörinna fulltrúa sína á þingi, sem er einskonar botnlangabólga Húmanismans. Enginn minnist á að í vetur var stórt landsvæði á hálendinu afhent UNESCO, áður hafa aðrar spildur verið gefnar og brátt fer hálendið allt til Parísar, frítt. Eigum við að sálgreina árangurinn af ríkisuppeldinu?

 

 

This entry was posted in Heimssýn. Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.