Saga síðustu aldar er blekking djöfulsins

Lýgin byrjaði sem mjög einföld lýgi til að drífa áfram eitt stykki stríð. Svo kom í ljós að lýgin var dáldið stór en það var leyst með snilldar bragði. Tveim áratugum síðar fór að bæra á fólki sem fattaði lýgina og þorði að fletta ofan af henni.

img-coll-0218Þá var brugðist við því með öðru snilldar bragði. Þá vandaðist málið.

Aðgangur fólks að þekkingu jókst hröðum skrefum og geta fólks til að eiga opinská samskipti og þekkingarmiðlun milli landa og heimsálfa jókst enn meir.

Svo ekki bara lýgin eina vatt upp á sig heldur opnaðist fyrir hugargátt fólks til að rýna í fleiri lygar.

Þá var búinn til skugginn af áróðrinum, því góður áróður tekst ekki nema sá dáleiddi eigi val á öðru sjónarhorni og því var ákveðið að ljúga þar líka. Smám saman stækka lygavefirnir, dáleiðsluaðferðirnar og sjálfsblekkingarnar þar til veröldin er orðin verri en yfirfullt haughús af lygum.

Þetta er ástæðan fyrir tölvunjósnum á borð við tölvustýrðar hleranir, miðstýrða samfélags- og leitarvefi sem í orði kveðni tilheyri frjálsum markaði, eða öðrum aðferðum til að skanna fólk. Það er ekki til að gægjast í einkamálin þín eða til að finna terrorista eða eitthvað annað sinister fávitafyrirbæri; heldur hrein og klár sálfræði.

Hvað er fólk að hugsa, hvernig er það að hugsa, hvernig nær það í upplýsingar og hvernig vinnur það úr upplýsingum, svo hræra megi meira upp í huga fólks til að leiða hugana áfram. Jafnvel þegar þú telur þig sjá í gegnum fléttuna bíður þar tilbúin ein eða fleiri fléttur til að leiða þig þar áfram og festa þig þar í feni sjálfsblekkinga.

Þú getur treyst því að ef ómenntaður bjánahugur af mínu tagi sér í gegnum þrefalda til fjórfalda fléttuna þá sér skuggavaldið í gegnum hana, því skuggavaldið hefur hag af að sjá í gegnum hana, hefur lært að vinna með hana og veit hvað vald er.

Skuggavaldið er ekki samsett úr fávitunum sem röfla hring eftir hring í stjórnamálum eða innihaldslausum og grunnhyggnum rottum bankanna sem ekki geta tekið smádómi eins og menn. Það er heldur ekki samsett úr málhórunum í meginmiðlum eða svínunum í embættunum.

Skuggavaldið eru þeir sem eiga hjörðina sem þjónar því og þeir sem halda þar um þræðina eru hvorki fæddir í gær né heilaþvegnir plebbar með tvær til þrjár fínpússaðar háskólagráður í að hugsa rétt. Þegar nýr meðlimur kemur inn í skuggavaldið er hann þjálfaður upp af eldri og reyndari.

Hann kemst inn því hann hefur sýnt afbragðs þekkingu og innsæi, ásamt réttu siðferði og þannig hefur það gengið mann fram af manni um aldir.

Ýmislegt fleira þarf hann til að bera sem ekki er vert að útskýra. Aðalatriðið er að hann veit hvað þú ert að pæla áður en þér dettur það í hug og tilvera hans og skuggavaldsins þrífst á því. Aðeins ein leið er til að losna úr ægivaldi blekkingarvefsins sem stýrir hugarkerfunum sjö. Aðeins ein.

Nei, ég ætla ekki að segja þér leiðina. Þú getur fundið hana sjálf(ur). Ég ætla út að viðra hundana mína og gera eitthvað af viti.

 

 

 

This entry was posted in Heimssýn and tagged , , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.