Í dag sá ég frétt, núna í ársbyrjun 2020, að í maí næstkomandi yrði þrjátíu starfsmönnum sagt upp hjá Póstinum. Ég votta þessum hópi samúð mína, því um þessar mundir er erfitt ástand á atvinnumarkaðnum. Vonandi tekst öllu þessu fólki að finna ný störf, ef því verður þá sagt upp.
Fyrir fáeinum dögum sá ég frétt um að hótel sem var að hluta í eigu Skúla Mogensen lokaði skyndilega. Fréttin var frekar snubbótt og tónninn klaufalegur, eins og svo margar fréttir sem snúa að Skúla síðustu tvö til þrjú árin.
Enginn sem rýnir í fjölmiðlaverkfræði og þjóðfélagshönnun með gagnrýnu auga, þarf að efast um að Hreppstjórafélaginu (sem ég kalla svo) virðist vera illa við Skúla og vill að almenningsálit Gáfnaljósa (sem ég einnig kalla svo) kinki kolli við því.
Um þessar mundir skella plastskeiða-lögin inn – og þó ég vilji tjá mig um það hef ég enn ekki lesið þau – en ég renni yfirleitt augum yfir lög sem ég gagnrýni, öfugt við Gáfnaljós. Byrjum á að útskýra þessi tvö hugtök hér – áður en lesandinn hverfur á braut vegna þess hroka sem notkun þeirra gætu gefið í skyn, en sá hroki hefur sínar ástæður.
Hreppstjórafélag og Gáfnaljós eru hugtök sem ég hef notað í myndskeiðum mínum síðustu misseri.
Rétt er að skilgreina þau svo lesandinn sjái að ekki er hroki á ferðinni heldur menningarlega skilgreind hugtök sem hafa mótaða merkingu. Fyrrnefnda hugtakið táknar lítt áberandi hluta elítunnar sem haldið hefur um stjórnartauma landsins – á bakvið framhlið stjórnmála – í það minnsta frá Kópavogsfundinum 1662 og jafnvel aftur til elleftu aldar.
Gáfnaljós er fólk sem einungis fylgist með fyrirsögnum meginstraumsmiðla – og trúir í blindni því sem kennarinn þeirra útskýrði í grunnskóla – og fussar við öllu sem er utan við þann hugarramma sem þau búa innan við og er ramminn þeim ósýnilegur.
Þetta er hópurinn þar sem allir vita hvað er rétt og að allir eru vondir sem ekki samsama sig þeim samhljóm. Án tillits til merkingarfræði.
Einkahúmorinn sem var kveikjan að nafngiftunum er eftirfarandi: Þegar Noregur og Danmörk voru blórabögglar alls sem misfórst í stjórn landsins, voru það Íslenskir hreppstjórar sem fóru með hið raunverulega vald, og hönnuðu þeir bæði Konungsríkið 1920-1944 og Lýðveldið 1944. Gáfnaljós missa ekki af einum einasta Kastljós þætti hjá RÚV og móta sér rétt viðhorf (með og á móti) eftir því sem þeim er sýnt.
Hvorki Hreppstjórafélagið né hópur Gáfnaljósa tiltekur einhvern aldurshóp eða samfélagslega samsetningu, skiptir þar engu hver heimsmyndin er eða stjórnmálaskoðun en heimssýnin er oft óskilgreind. Best er að skilja bæði hugtökin sem frumspekilegar táknmyndir sem taki sér mismunandi form eftir aðstæðum og tíma.
Þetta er fullkomlega í anda vestrænnar heimspeki og leyfi ég mér að fullyrða að þrír stærstu heimspekingarnir, Hegel, Nítsje og Platón myndu kinnka hér kolli. Sjáum til með Heidegger, en hann var ekki allra.
Lítum sem snöggvast á Heimsmynd og Heimssýn.
Til að búa við heimsmynd sem er – eins og orðið bendir til – áþreifanleg og hlutgerð mynd, þarf oft heimssýn sem lýsir upp og hvetur myndina. Segja má að sýnin sé frumspekileg og myndin sé fýsísk. Nær allir hafa einhverja frumspekilega heimssýn sem hjálpar þeim að glæða tilveru sína merkingu en yfirleitt treystir fólk einhverjum öðrum (og þá gjarnan elítu kverúlöntum) til að glæða sýnina lífi og breyta henni í mynd.
Þetta má útskýra þannig að kristinn maður sem er utan trúfélaga hefur kristilega heimssýn en þegar hann fer að samsama sig t.d. Kaþólskum sið leyfir hann lærðum og leikum kaþólskra að glæða sýnina lífi og gera hana að heimsmynd.
Ég er eftir því sem ég kemst næst eini heimspekingur samtímans – þó dýpra væri grafið í sögu merkingarfræðinnar – sem geri greinarmun á heimssýn og heimsmynd. Það er frekar stutt síðan ég lærði að sjá og útskýra mun á þessu en árum saman hafa lesendur mínir (og hlustendur) vanist orðinu heimsmynd sem ég hef iðulega notað.
Finnist fólki þetta flókið – sem ég get vel skilið – þá mæli ég með að það samtvinni hvorutveggja undir hatti heimsmyndar og haldi því einföldu.
Snúum okkur sem snöggvast að tveim vestrænum þjóðfélagsverkfræðingum (Social Engineers) – Walter Lippmann og Edward Bernays – sem voru vel þekktir á fyrri hluta tuttugustu aldarinnar. Voru þeir áhrifamiklir og viðurkenndir á sínum tíma og eru að mörgu leyti enn.
Lippmann var mjög aðsópsmikill þegar kom að greiningum á stjórnmálum síns tíma og voru skrif hans misvinsæl og misumdeild. Enginn efaðist um að sem stjórnmálagreinandi var hann mjög áhrifaríkur enda margir stjórnmálamenn sem nýttu skilgreiningar hans ýmist sem tól eða til andstöðu við.
Bernays var minna þekktur meðal almennings en vel þekktur meðal elítunnar. Ættartengsl hans við Sigmund Freud og notkun hans á greiningum frænda síns eru oft gerð að umtalsefni en hann vann beinilínis að því að markaðssetja þau fræði og þróa praktíska notkun þeirra.
Lippmann gaf út bókina „Public Opinion“ (að mig minnir) 1922 og greinir þar hann með hlutlægum hætti hvernig þjóðfélagsverkfræði mótar hug almennings og þá yfirleitt án þess að almenningur eða sá hluti elítunnar sem er í skilunum á milli hreppstjórafélags og almennings séu sér meðvituð um.
Sýn hans t.d. á hvernig elítan blekkti almenning í „Stríðinu mikla“ frá 1914-18 er mjög áhugaverð.
Bernays gaf út bókina „Propaganda“ aðeins fimm árum síðar (að mig minnir) og þar fer hann ofan í sambærilega hluti en rýnir meira í sálfræðina. Hann nýtti Freudiskar hugmyndir til að finna út hvernig hafa mætti áhrif á hugmyndir hins almenna mans án þess að hann gerði sér ljósa grein fyrir hvaða dulímyndir væru notaðar eða hvers vegna.
Þegar fólk vitnar í Göbbels, áróðursmeistara Nasista, til að rökstyðja eitthvað um illsku hans í áróðursbrögðum, er það yfirleitt að vitna í ábendingar Göbbels um hversu rotinn Bernays var í því að töfra fram múgsefjun og dáleiðslu en Þjóðarnissósíalistar fyrirlitu þessar aðferðir og beittu allt annarri nálgun. Þessu neita Gáfnaljós að trúa, enda vita þau betur.
Eftir síðari heimsstyrjöldina unnu Bernays og frænka hans Anna Freud saman að því að hanna hvernig sigurvegarar hildarleiksins gætu endurforritað almenningsvitund frá grunni, án þess að almenningur (eða framhliðselítan) gerði sér grein fyrir því og tryggja þannig „Nýjan heim og Nýja jörð“ hvort sem fólk myndi velja það eða ekki né vita af því.
Þetta er vel útskýrt í heimildamyndinni “The Century of the Self.”
Löngu síðar greindi fræðimaðurinn Noam Chomsky þetta ítarlega og bæði skrifaði um það og hélt fjölda fyrirlestra sem voru mjög vinsælir. Nú er kynslóð liðin frá helstu störfum Chomsky á því sviði en það starf fór mest fram í Bandarísku þekkingarlífi.
Með þekkingarlífi á ég við að helst voru það nemendur vinstri-akademíunnar sem voru meðvitaðir um starf hans. Nemendur sem í dag stýra vitundarþróun og þekkingarþroska almennings vestra og uppfræðir framhliðarelítuna þar í landi.
Þó þetta fólk léti sér vel líka greiningar Chomsky, þá voru þau undir áhrifum þeirrar síu (Filter) að það væru hinir vondu kapítalistar sem beittu þessu og að ef þau myndu beita þessu þá væri það í lagi því þau væru svo góð.
Ég vil taka skýrt fram að ekkert mat er hér lagt á stjórnmálaskoðanir manna eða hvort þeir hafi gert rétt eða rangt í einu eða neinu. Markmiðið er hlutbundin greining á hvað þeir skilgreindu.
Skrif og ræður Chomsky um þetta efni bera yfirskriftina “Manufacturing Consent.”
Reynsla mín af að ræða við fólk á Íslandi um þekkingu og þjóðfélagsmál – sem er ekki hið sama og samfélagsmál – er sú að fólk veit yfirleitt ekki að þessir menn hafi verið til, hvað þá heldur hvað þeir hafi skrifað og skilgreint. Ef ég ræði við þetta sama fólk um hvaða Fíra við Íslendingar eigum frá árunum 1910 til dagsins í dag, sem hafi skilgreint málefni og málefnafræði, og þar með varpað ljósi á samfélags- og þjóðfélagsverkfræði, er hið sama uppi á tengingnum.
Gáfnaljós vita ekkert og skilja enn minna. Hreppstjórafélagið er þeim ósýnilegt. Á sama tíma hefur elítan logið því í almenning, áratugum saman, að við séum vel upplýst og að menntun hérlendis skari framúr. Fáir benda t.d. á að George Soros er einn mesti snillingur síðustu fjögurra áratuga í að fjármagna Astroturf starfsemi vesturlanda (Gervigrasrót) og að nær allar alþjóðafréttir fara í gegnum vélabragðaklíku hans Project Syndicate áður en þær berast Gáfnaljósum. Nefni ég hann á nafn við nútíma Íslending, spyr hann hver það sé, ef það.
Hversu margir Íslendingar tóku eftir þegar fjölmiðlaelítan hóf að leggjast á eitt að varpa skugga á Skúla og þann rekstur sem hann var að byggja upp eða hversu mikið kapp hann laggði á að sá rekstur yrði Íslendingum til sóma? Hversu margir tóku eftir smáfréttum hér og þar sem vörpuðu ljósi á að öflugir aðilar innan stjórnkerfisins lögðust á sömu árina, eins og það væri búið að ákveða löngu fyrirfram að starf hans yrði skotið á flugi?
Hversu margir eru að taka eftir því að framfarasinnaður rekstur í fiskveiðum, fiskvinnslu, tæknilegri getu, hugviti og ferðamálum (sem sækir út fyrir landsteinana og miðar að því að auðga samfélag okkar) er ýmist skotinn á flugi hérlendis eða gert erfitt um vik að komast á flug? Hversu mörg Gáfnaljós sjá hvernig Hreppstjórafélagið sem mergsaug þjóðina öldum saman stendur henni enn fyrir þrifum?
Hversu margir eru færir um að skilgreina þetta og útskýra? Fremur en að rífast í áratugi um flugvöllinn í Vatnsmýri, með eða móti.
Þarf ég að endurtaka listann; „fiskveiðum, fiskvinnslu, tæknilegri getu, hugviti og ferðamálum“ og nefna nöfn eða tíunda ferla? Eigum við kannski að taka fyrir ýmsa spuna sem gerast nær árlega (í misstórum skyrkerjum almannavitundar), hvernig ýmsir menningarfrömuðir og tengt áhrifafólk er kerfisbundið eyðilagt?
Skiptir þá engu hvort þjónar Hreppstjórafélagsins eru vinstra megin eða hægra megin. Raunverulegt vald hefur engan áhuga á hugmyndafræði. Ef samsetning valdakerfisins er rýnd síðustu fimmtíu árin, sérstaklega með áherslu á mannabreytingar síðasta áratuginn, og nánar greind, þá kemur í ljós að vinstri og hægri framhliðarelítan byggir sama húsið en rífst um hver eigi að vera brytinn á bænum og hverjir mega vera fremstir þegar kemur að hlaðborðinu.
Heiðarleiki, skilningur hugtaka og hvernig þau hafa áhrif á tilfinningar og samfélagssamsetningu, hvernig fólki vegnar án tillits til persónulegra skoðana á mönnum og málefnum; Skiptir engan máli, hvort heldur sé skuggavaldið, almenningur, elítan eða framhliðarelítan.
Hver sá sem vogar sér að kafa dýpra ofaní hlutina og greina hlutbundið (sem er einnig hlutlaust í vissum skilningi), er bara skrýtinn og erfiður. Ef hann þráast við – og ekki einu sinni það – er honum ýtt út í horn af öllum sem taka þátt í partýinu.
Á þessum tímapunkti bendi ég gjarnan á bækur mínar Varðmenn kvótans og Bréf frá sjálfsmorðingja, sem eru í skugganum á Íslandi (Shadowbanning), eða Endurreist Þjóðveldi 2013.
Almenningur fær reyndar ekki að taka þátt í partýinu heldur er honum haldið frammi í forstofu eða á dyrastéttinni og leyft góðfúslega að rétta helminginn af öllu sem hann á innum dyrnar þar sem prúðbúnir elítuþjónar taka við öllu saman, og eigna sér allan heiður án minnstu ábyrgðarkenndar (Accountability).
Örfáir virðast taka eftir því síðustu tvö árin að Íslenskt efnahagslíf stendur á brauðfótum og í rauninni er það glöggum rýnendum óskiljanlegt hvers vegna það stendur ennþá. Fjölda uppsagnir hjá vel reknum fyrirtækjum er nær daglegt brauð.
Ástand á verðbréfa og bankamarkaði er nánast hrein upplausn og hefur verið frá áramótunum 18/19. Á meðan fitnar ríkiskerfið, belgir sig út, rukkar og rúir inn að skinni og sjálfsréttlætir sig eins og því sýnist með samþykki fjölmiðla.
Fjöldi fyrirtækja, stundum með mörghundruð manns á launum, er nánast ýtt útaf hengifluginu og í leiðinni svert (Demonized). Gáfnaljós horfa á flotta elítuframhlið í Kastljós þáttum stærstu ljósvakamiðla á sama tíma. Rétt eins ogþegar presturinn í púltinu á miðöldum, var að benda á hver væri norn eða galdrakarl hvers tíma, hverjum skuli fleygt í ána, hver skuli enda á bálinu og hverjum skuli fyrirgefið, og allir jánkuðu með og mættu glaðir (með eða móti) á aftökustaðina.
Lítum aftur á plastskeiðalögin og starfsmennina þrjátíu.
Fyrir þrem vikum keypti ég útvarpstæki á þrettán dollara (eða 1.600 krónur) á vinsælli kínverskri netverslun, ásamt sendingarkostnaði. Þegar pakkinn kom hingað heim, lagði Lýðveldið og Pósturinn 1.850 krónur ofaná. Varan kostaði mig 47% af því sem Feitríki kommúnismans rukkaði. Þegar þú tekur við pakka, hvort heldur innanlandssendingu eða erlendri sendingu, er þrennar upphæðir lagðar ofaná, hjá stofnun sem er beint eða óbeint hluti af Feitríkinu og starfar í sama hugarfari.
Þetta dugar þó ekki feitríkinu til! Fyrir aðeins tveim áratugum – eða hálfri kynslóð – hefðu Íslendingar ekki látið bjóða sér það siðleysi sem kommúnistaríkið beitir í dag. Með hugtakinu kommúnistaríki á ég við refsigleði og reglugerðafjall sem stjórnar hegðun og hugsun fólks, rúir það inn að skinningu, ákveður hver má lifa mannsæmandi lífi og hver skuli í útlegð, og getur sjálfumglatt réttlætt allt sem það gerir, svo fremi að ríkisguðinn fitni.
Enginn er fær um að hugsa út fyrir þann ramma sem ríkiskennarinn hefur þegar innprentað, nema þá með og móti eftir fyrirfram gefnum uppskriftum vélunarinnar.
Kunna Gáfnaljós að greina þetta? Ef marka má athugasemdaþræði og vanþóknun þeirra á nær öllu sem þau túlka sem rangt (en er í raun skilningsskortur) mætt halda að þau kunni skil allra hluta. Þau hin sömu halda að það sé vitsmunamerki að slengja fram einhverju sem allir vita að sé rétt (en vita ekki hvernig var innprentað) þegar einhver getur sannanlega rökstutt aðra vitneskju.
Núna máttu ekki nota innkaupapoka, samkvæmt einhverji kommúnistarökfræði og er búið að setja það í lög ríkisins. Enginn áttar sig á gildi eftirfarandi spurningar: Hver er skylda ríkisins, réttindi og takmörk? Innkaupapoki er 17 til 22 grömm, skyrdós er einnig 17 grömm þegar hún er tóm. Engin lög ná yfir allar þær plastdósir undan skyri, hrásalati og öðrum matvælum sem fólk tekur með sér heim og hendir í ruslið.
Nánari upplýsingar um plast og plastþyngt má finna í tveim greinum mínum á gudjonelias.blog.is – Af Plast vitleysu.
Enginn þarf að hugsa, sérfræðingur feitríkisins sér um það, og þar er tekist á um hver stjórnar samhljóm (Consensus) þjóðarinnar þennan áratuginn eða næsta, til skiptis.
Hins vegar skiptir miklu máli að nú sé bætt við þeim lögum hjá ríkisguðnum og framfylgt af Feitríkinu, hvernig þú notar einnota plastskeiðar og sogrör. Fólk erlendis er á sama tíma að birta allskyns greiningar sem benda til þess að lausnirnar sem koma í staðinn, útheimta fyrir vikið meira af plasti!
Allir sem setja sig inn í notkun á rafhlöðum fyrir rafbílalausnir vita hvaða ógeðsmengun fylgir því og hversu langvarandi mörg eiturefnin sem því fylgja, í samanburði við bensín og dísel. Hversu margir meðal Gáfnaljósa vita að kommúnistar hafa eyðilagt heilu skógana af pálmalundum til að dísel innihaldi 20% af hugmyndafræðilegri pálmaolíu?
Á sama tíma birta fjölmiðlar þær yfirlýsingar að farfuglum fækki um þriðjung og að það hljóti að vera vegna hamfaraveðurs meðan allir sem nenna að rannsaka nánar vita að það eru vindmyllugarðar sem eru að slátra fuglum í þúsundatali.
Nú má ekki fá lítinn gegnsæjan poka undir epli eða utan um sápu í innkapapokann, til að kommúnistar geti með reglugerðarefsingum og rukkunarálögum „vakið fólk til virðingar um náttúruna“ að þeirra mati, og byggt á yfirlýsingum frá stofnun sem heitir International Panel on Climate Change eða IPCC.
Enginn meðal Gáfnaljósa áttar sig á því að vísindamenn sem starfa að greiningum á jarðarvísindum (s.s. loftslagsmálum) hafa stofnað aðra stofnun sem einskorðar sig við að vinna með mælingar og að þeir gera grín að IPCC sem notar eingöngu tölvulíkön til að rökstyðja áróður sinn (sem eru þjóðfélagsfræði en ekki vísindi).
Engar mælingar styðja fullyrðingar um CO2 eða um súrnun hafs, og ópólitískir raunvísindamenn benda á að CO2 vinnur gegn loftslagsvá og að súrnun hafs er efnafræðilega útilokuð.
Í apríl 2014 benti ég á trúarlega útskýringu á þeirri sturlun sem hefur margfaldast meðal mannkynsins á síðustu árum. Ég efaðist þá um hvort ég gæti leyft mér fullyrðinguna en síðustu sjö sex ár sé ég að árinni var aðeins lauslega dýft og í dag er hún mælanleg.
Grein mín er rituð til að benda á að hægt er að fara með fræðilegum hætti ofaní sturlun þessarar aldar og vafalaust hægt að fara enn dýpra í forsendur hennar. Ég veit ekkert hvort mínar trúarlegu útskýringar (sem eru annarsstaðar) eigi við eða ekki, mér er slétt sama.
Niðurstaðan er augljós, Húmanisminn er ekki bara úrvinda sem heimssýn, heldur stórhættuleg sturlun og algjörlega óraunhæf, því hún byggist á tilbeiðslu mannlegrar rökhugsunar en ekki yfirvegaðri og frumspekilegri raunhyggju.
Hið furðulega er (því Húmanisminn er í rauninni kaþólskur, sem er ekki hið sama og Kaþólskur) að enginn nútímahúmanisti virðist vita að hann sé það, né heldur hvað hugtakið kaþólskur merkir. Þó veit hann vel, sem vandlega uppfrætt Gáfnaljós, að allt sem ég læt frá mér er bera eintóm vitleysa.
Líklega er það rétt hjá gáfnaljósum. Ég hef fyrir löngu sannfært sjálfan mig um að þó greiningar mínar standist rýni frá hlutbundinnar þekkingarfræði, þá sé það bara vitleysa að vera sá eini sem mótmælir þegar allir vita hvað sé rétt.
Eitt að lokum – þó ef til vill sé óþarfi að taka það fram: Hrokinn er vel meintur og er beint til vonda tvíburans fremur en lesandans.
Hugtakið Gáfnaljós, sem fyrr segir, er frumspekileg táknfræði og lýsir viðhorfi og þá um leið að viðhorfið sé val. Stundum er ég Gáfnaljós, þegar hugsun mín ásamt orðum og athöfnum er á þá leið. Ég hins vegar veit hvað það er að vera Gáfnaljós og reyni að aga huga minn og vitund svo að G’ið verði að g.