Aldur jarðar

Alheimurinn er talinn vera 13.77 milljarða ára. Það útleggst sem  13.770.000.000 ár! Jörðin er talin vera 4,54 milljarða ára, sem úttleggst sem 4.540.000.000 ár!

Jörðin hefur því lifað í 32% af aldri alheimsins!

Sólin okkar er talin um 60.000.000 árum eldri en jörðin, sem gerir hana 4,6 milljarða ára. Tja, jafngamlar! Sólin er bara 22ja ára, þó er hún miðaldra. Þannig að við höfum allavega milljarð ára til að finna og kolonísera aðra jörð! Er það fráleitt?

Vetrarbrautin er talin vera 13.2 milljarða ára. Sem útleggst sem 13.200.000.000 ár!

Almeimurinn var því nýfæddur þegar okkar vetrarbraut fæddist, en hvað verður þetta gamalt í allt? Hvað höfum við langan tíma? Að því gefnu að við ætlum að leggja undir okkur vetrarbrautina og helst næstu líka. Að því gefnu að við – sem mannkyn – viljum lifa af þegar sólin okkar deyr.

Það er eðli mannsins að víkka út takmörk sín og ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Rökstuddu takmörk þín og þau eru þín.

Eina ástæða þess að við erum ekki lögð af stað, er sú að við trúum ekki að við munum nokkru sinni geta ferðast á hraða ljóssins, jafnvel ekki hálfum. Einu sinni trúðum við því að jörðin væri flöt, og ennfremur að við myndum aldrei geta flogið til tunglsins. Svo hví skyldum við trúa því að hálfur hraði ljóssins sé utan getu okkar?

 

 

This entry was posted in Heimssýn and tagged , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.