Author Archives: Guðjón E. Hreinberg

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Að mennta í hugsun eða kenna hugsunarhátt

img-coll-0079

Ég var alinn upp í menntakerfi sem gerði hiklaust grín að þeim nemendum sem hugsuðu út fyrir þann ramma sem meginstraumur hinna krakkanna og kennarans þóttu við hæfi. Þetta kerfi mældi gáfur nemenda sinna eftir minnisgetu sinni á prófum sem í raun mældu aðeins tvennt. Annars vegar hversu vel var tekið eftir í leiðinlegri og niðurdrepandi skólastofu þegar áhugaverðara var að horfa út um gluggann og láta sig dreyma um … Lesa meira


Skyggnusýning hins tvívíða heims

img-coll-0147

Fyrir fáeinum vikum tók ég eftir því að ég var orðinn háður Facebook, ekki að ég yrði að vera tengdur og tékka á veggnum daglega, ekki heldur að ég yrði að tékka oft á dag; ég var með tvo prófíla opna allan daginn, annan í Chrome og hinn í Firefox. Allir vafrar leyfa í dag svonefnt Tabbed Browsing eða Flippað vafstur – svo notað sé slangur. Þú getur í dag … Lesa meira


Nýtt heimsskipulag er tálsýn

img-coll-0178

Hugmyndin að „The New World Order“ (NWO) og endurtekning þessarar hugmyndar í gegnum söguna er blekking. Í fáein ár hef ég bara haft þetta á tilfinningunni en ekki séð hvernig ég gæti rökstutt það. Þetta hugtak er vel þekkt í gegnum nær allar mýtur síðustu sex þúsund ár. Hún er ekki ótengd þrá fólks í breytingar. Þrá sem oft er óraunhæf því sjaldan er rætt eða hannað hvernig breytingarnar eiga … Lesa meira


Egó er atóm í sameind rotnandi heims

tviburar

Samfélag án innihalds veit ekki hvaðan það kemur, hvar það er, hvert það stefnir, né heldur hvers vegna. Það hefur enga getu til að skapa sér ríkan tilgang og ef það reynir það mun það valda meiri skaða en venjulega. Nóg er hve miklum skaða það veldur venjulega. Sem betur fer eru atóm slíks samfélags á sama róli nema dreift skipulega um greinar trésins, upptekin við að rífast um hver … Lesa meira


Plöntugull er dulið þeim sem það stjórnar

img-coll-0183

Vissir þú að hér áður fyrr var megnið af Heróíni heimsins framleitt úr Ópíum frá Afganistan? Vissir þú að Talíbanar bönnuðu framleiðslu á Ópíumi og framfylgdu því? Vissir þú að Ópíumframleiðsla og Heróínsala er milljarða viðskipi og er komin aftur í gang? Er þetta lykt af samsæri? Sumir segja það en ég ætla að trúa Mogganum og Kastljósi um þetta enn um sinn. Læt hér inn til gamans tengil yfir á … Lesa meira


Veruleiki er þversnið af dulhyggju allra samtímis

img-coll-0136

Það er sterk tilhneiging meðal fólks að trúa því að „þú sért það sem þú trúir” og einnig að sú sýn sem þú hugsar mest um sé sú sýn sem þú dregur fram í dagsljósið. Sé þetta rétt hugnast mér lítt hvað fólk er mest að hugsa um. Alls staðar virðist spilling, eigingirni, þröngsýni, ofbeldi í orði og æði, ábyrgðarlausar ástir og umfram allt taumlaus sjálfselsk græðgi og sinnuleysi. Það … Lesa meira


Vertu vatnið vinur minn

img-coll-0108

Síðan ég tók við God’s Will og opnaði fyrir það sem hún stendur fyrir, hefur streymt til mín innsæi á hluti sem ég hef hvergi séð ritað um eða neina halda fram. Svo fór ég að rannsaka netið. Þar sá ég að undir teppi meginmiðlunar og hins lögleidda „menntakerfis” var straumur af fólki að segja sömu hluti, segja frá sams konar innsæi, ekki bara í okkar samtíma heldur í samtíma … Lesa meira


Hinn siðprúði múgur er stýrður lýður

img-coll-0306

Ef megnið af fólki hefur misst tökin á innihaldi siðferðis og er tilbúið að gefa öðrum vald yfir mælikvarða eigin siðferðis, og ef iðkendur frjálsrar hugsunar eru „útsendarar kölska“ þá sér enginn þegar nornaveiðar og dáleiðsla miðalda er enn að verki. Ef það er rétt sem trúarbrögðin segja beinlínis og Samsæris kennismiðir rökstyðja ítarlega, að samfélag fólks sé miðstýrt í gegnum blekkingar skuggavalds, þá væri rökrétt að efast um allan … Lesa meira


Þrír ógleymdir stríðsglæpir

img-coll-0271

Dagana 13. til 15. febrúar árið 1945 flugu nokkur hundruð flugvélar yfir borgina Dresden í Þýskalandi og breyttu borginni í eldhaf. Yfir hundrað þúsund óbreyttir borgarar létust þessa dagana og þúsundir vikurnar á eftir. Hundruðir óbreyttra borgara báru örkuml fyrir lífstíð. Svo öflugt var eldhafið að margir köfnuðu úr hita og súrefnisskorti þó þeir væru í öruggu skjóli. Engin hergagnaframleiðsla var í borginni. Nær engar loftvarnir voru við borgina né … Lesa meira


Blekkingin í París sjöunda janúar

img-coll-0167

Veröldin er á hvolfi út af morðum 12 einstaklinga og fáir virðast taka eftir að morðingjarnir voru greinilega vel þjálfaðir sérsveitarmenn og hegðuðu sér á allan hátt eins og fagmenn Þeir skutu vopnaða öryggisverði sem komu ekki einu skoti að til varnar, eftir að hafa hlaupið með látum upp þrjár hæðir í gegnum vandað öryggiskerfi. Einnig skutu þeir vopnaðan lögregluþjón úti á götu eins og ekkert væri og óku síðan … Lesa meira


Hin kristna menning tapaði sálu sinni og fangaði þína

img-coll-0256

Þegar fylgjendur Jósúa Maríusonar týndu lífi sínu fyrir trú sína þótti þeim það fagnaðarefni, enda hafði forsprakki þeirra sjálfur týnt lífi fyrir trú sína og þeir trúðu að sálarlíf sitt væri eilíft en egóið forgengilegt. Þegar Míþras dýrkandinn Konstantín keisari umbreytti Míþras trú sinni í ríkistrú og skipti um nafn á henni þá umbreyttist og útþynntist boðskapur spámannsins. Enda stendur boðskapur hans ekki fyrir það sem hin svonefnda Kaþólska Kirkja … Lesa meira


Staðið á breiðum herðum Vilmundar og Benjamíns

img-coll-0195

Ég hef lesið „Hér og nú“ eftir Benjamín H. J. Eiríksson, best menntaði og færasti hagfræðingur sem þjóðin hefur átt og að auki spámaður Guðs. Maður sem var hátt settur í erlendum gjaldeyrisbanka áður en hann varð háttsetttur í Íslenzka fjármálakerfinu. Maður sem var innvígður í valdakerfið um árabil, vel lesinn, vel sigldur og verulega djúpur að innsæi í alþjóðamál iðnveldanna, samsetningu innlenda valdakerfisins og ekki síst í mannlegt eðli. … Lesa meira


Eyðimörk hugans og blindur áttaviti

tviburar

Sú veröld sem þú lifir í er borin á borð fyrir þig. Þær myndir sem þú sérð, þær hugmyndir sem þú lest, eru allar vottaðar fyrir þig. Enginn hefur kennt þér að fara út fyrir rammann og votta þær af sjálfsdáðum. Heimsmyndin er smíðuð handa þér og enginn munur er á þeirri heimsmynd sem þú trúir í dag og þeirri sem forfeður okkar trúðu; því allar heimsmyndir eru háðar sama … Lesa meira


Innri styrkur mun ávallt sigra valdboðun

tviburar

Allar byltingar hafa gert nákvæmlega tvennt. Annars vegar skipt um yfirborðsvaldhafa en ekki skriffinnakerfið eða efnahagskerfið – sem eru þeir einu sem hafa völd. Byltingar hafa hins vegar eyðilagt helling fyrir fullt af fólki og sjaldan neinum verið til góðs ef nokkru sinni. Í öllum tilfellum situr almúginn eftir með dáleitt ennið og bíður þess að Jesú afmái ábyrgð þess á syndum sínum sem aðallega eru sinnuleysi, afstöðuleysi og forpúkun. … Lesa meira


Um endurvakinn útlegðardóm

img-coll-0326

Útlegðardómur Þjóðveldis getur aðeins verið framkvæmdur gagnvart fólki sem brotið hefur af sér gegn öðru fólki án tillits til veru sinnar í ríkiskerfi. Þjóðveldi getur ekki dæmt nokkurn mann fyrir að brjóta lög Lýðveldis frekar en Þjóðverjar geti dæmt mann fyrir lögbrot í Frakklandi eða öfugt. Hins vegar er til skilgreining á hugtakinu glæpur til mannkyni og að sama skapi er óhjákvæmilegt að til sé hugtakið glæpur gegn þjóð. Slíkt … Lesa meira


Skapandi hugsun í Hraunbænum

tviburar

Samsæriskenning ársins: Var myrti maðurinn í Hraubæ þjálfuð leyniskytta? Hafði símahlerun leitt í ljós að hann ætlaði ekki að framfylgja skipunum sem hann kom með að utan heldur ætlaði að snúast gegn stjórnendum sínum. Hið hleraða símtal var við mann sem hann var byrjaður að þjálfa til að taka þátt með sér. Allar skýrslur um geðbilun hans voru hluti af *cover* hans hér heima og allar skýrslur af að hann … Lesa meira


Vindmyllur hugans og útvíkkun á vitund

img-coll-0165

Í skammtatilveru þá er allt vitund. Atómið hefur vitund rétt eins og blómið, sólin eða ég – þú. Þegar þú neytir einhvers tekur þú þátt í vitund þess. Því getur vitund hveitijurtar – og frumuminni hennar – haft áhrif á þína vitund, og tilfinningar eða greind – þegar hennar er neytt. Skynjunarlyf eru með vissar ábendar varðandi þetta eins og Terence McKenna hefur margbent á og bókin “The Doors of … Lesa meira


Þegar Þýskir stríðsfangar greiddu skuldir sínar

img-coll-0177

Samsæri: 1948 þegar Sameinuðu Þjóðirnar gáfu Zíonistum Palestínu þá höfðu þeir engan her og engin vopn gegn innrás vel vopnaðra Arabaríkja sem réðust inn í Palestínu til að reka Zíonista burt. Spurning: hvaða herdeildir vesturvelda voru fluttar með leynd til Palestínu árið áður og héldu uppi vörnum og síðan sókn? Hvaðan komu vopnin sem notuð voru næstu tvo áratugi? Svar: Rommels Afrika korp og þýskt herfang. Það sem meginmiðlar og … Lesa meira


Þau sem göldruðu fram samtímann

tviburar

Aldous Huxley, George Orwell og Ayn Rand voru ekki að vara við komandi tímum heldur að gefa þeim sem gátu framkvæmt, hugmyndir til að koma á því sem þau vildu sjá. Þér er hins vegar sagt, og þau studdu það viðhorf, að þau væru að vara við svo þú treystir þeim frekar og læsir hugmyndir þeirra og þannig subliminally myndir hjálpa til að koma þeim á. Því sköpunarkraftur mannsins er … Lesa meira


Sé prúttað við Guð kemur verðið á óvart

gudjon-img--0305

Ég man ekki hvort það var í Kóraninum eða Biblíunni. En það var útskýrt fyrir trúuðum að ástæða þess að Hebrear urðu að flakka í eyðimörkinni í eina kynslóð var aðeins að hluta til sú að þeir reistu skurðgoð (Gullkálfinn) meðan Móse var á Sínaí fjallinu. Hin ástæðan var mun áhugaverðari. Hún var sú að kynslóðin sem kom út af Egyptalandi – eða út úr hinu táknræna heimskerfi ótta og … Lesa meira


Viljirðu Noreg geturðu flutt til Noregs

tviburar

Ég trúi því ekki að það séu tæplega sex þúsund manns í umræðuhóp þeirra sem vilja aftur skófla landinu okkar til að verða 20sta fylki Noregs. Sveiattan fyrir fólki sem ekki hefur neina trú á því sem í þjóðinni býr. Ykkur væri nær að sinna því að endurbyggja landið okkar og endurreisa beint lýðræði hér. Þið getið bara flutt til Noregs og haft ykkar drama þar! Við hin höfum ennþá … Lesa meira


Alheimur er mældur með ljósi sem gæti blekkt hugann

img-coll-0157

Fyrir aðeins fjórum öldum vorum við að byrja að skilja að jörðin snýst í kringum sólina. Við erum alin upp við að það sé staðreynd og að það hljóti að vera augljóst. Ef við hins vegar leggðumst út undir beran stjörnuhiminn þá er það engan veginn augljóst. Til að sjá það þarf maður að eyða nótt eftir nótt úti að horfa, skrásetja, miða út, reikna út, og horfa betur. Ekki … Lesa meira


Lakota lýðveldið og Lakota bankinn

tviburar

Lakota Republic Lakota þjóðarinnar er ein skemmtileg tilraun til beins lýðræðis. Russell Means var hugsanlega besta röddin um þau mál. Rithöfundur, baráttumaður, heimspekingur – og afbragðs maður. Hann er nýverið látinn en arfleifð hans mun lifa áfram. Fyrir áhugasama skrifa ég minna og set meira af tenglum í efni sem tengist bæði Means og Þjóðveldis hugsjóninni. Free Lakota Bank Russel Means final interview Meira um fyrrgreindan banka Frábær viðtalsþáttur Alex … Lesa meira


Dáleiddur lýður þekkir ekki eigið vald

tviburar

Veturinn 2008 til 2009 voru íslenskir borgarar meðhöndlaðir eins og glæpamenn þegar þeir kröfðust lýðræðis og að ríkiskerfið stæði við samning sinn við þjóðina – eða stjórnarskrána. Nokkrar glerrrúður í húsi með erlendu skjaldarmerki þóttu nógu merkilegar til að sprauta piparspreyi í augun á heiðarlegu fólki sem fór fram á það eitt sem þeim bar: Að Lýðveldið sýndi fólki landsins lágmarks virðingu. Sumir réttlæta ofbeldi löggæslunnar á þann veg að … Lesa meira


Virk samskipti við fólk eða tvívíða merkimiða

gudjon-img--0308

Áðan tók ég rútu í fyrsta sinn í tólf ár. Það var alveg eins og í fyrsa skipti og dálítið gaman að fylgjast með fólkinu raða sér um borð. Þar sem ég sat gat ég horft á fólk rétt áður en það kæmi um borð. Fyrir utan innganginn var par í faðmlögum og átti greinilega erfitt með að skiljast að. Hugurinn hvarflaði til þeirra skipta í fortíðinni sem ég hafði … Lesa meira


Jólasamsærið mikla

tviburar

Jólin eru samsæri til að fólk gleymi að fylgjast með og hætti að fræða sig. Skuldirnar sem stofnað er til halda fólki uppteknu fram að páskum. Páskarnir eru sams konar samsæri, sömu skuldir vegna ferminganna. Þá kemur að sumarleyfum sem eru augljóst samsæri til að láta fólk halda að það sé frjálst. Þess vegna er öllum smalað í skóla á haustin því það vantaði samsæri þá. Líttu bara á námsskránar; … Lesa meira


Falklandseyjastríð var fjölmiðlaspuni

img-coll-0009

Falklandseyjastríðið var tvöfalt samsæri. Skuggavaldið í Argentínu sem er angi af Rothschild skrímslinu – eins og skuggavaldið í öllum löndum, ásamt okkar – hvatti hægristjórnina þar til að ráðast á Falklandseyjar og mokaði til þeirra fölskum njósnum um hernaðargetu Breta og loforði um að Bretar myndu semja. Hægristjórnin í Argentínu gleypti við þessu en sá ekki að markmiðið var að knýja Argentínu á hausinn og þar kemur hitt samsærið í … Lesa meira


Alþingi Lýðveldis hefur leyfi til landráða

img-coll-0107

Samkvæmt grein 21. í Stjórnarskrá Lýðveldis frá 1944 er bannað að gefa afsal eða kvaðir á landinu nema Alþingi samþykki það sérstaklega. Við fyrstu lesningu mætti skilja þetta sem svo að bannað sé að gefa öðrum vald yfir landinu. Við nánari rýni í setninguna sést að leyfilegt er að gefa öðrum vald yfir landinu ef Alþingi samþykkir svo. Einnig er ljóst af grein 26. í sömu stjórnarskrá að Forseti Lýðveldisins … Lesa meira


Endir Þjóðveldis

tviburar

Ég er í óða önn að hætta öllum greinakornum í tengslum við Endurreist Þjóðveldi. Ástæðan er persónuleg og engin ástæða til að útlista hana frekar. Ég er búinn að eyða úr blogginu þeim greinum sem voru kjarninn í bók minni Endurreist Þjóðveldi 2013 enda sú bók skilmerkilega frágengin og til í PDF sniði og hljóðupptökum annars staðar á Netinu. Á næstu dögum og vikum munu aðrar tengdar greinar verða fjarlægðar … Lesa meira


Samsæri aldarinnar um rafbylgju dávald

tviburar

Leynileg rannsókn á Thetabylgjum leiddi í ljós að sé ákveðin tíðni send út með sjónvarpinu eða gsm síma, gerðist tvennt. Manneskjan yrði háð útsendingunni (tækinu) og móttækilegri fyrir hughrifun sem mótar hugsun hennar. Þetta er notað á mjög einfaldan máta. Lýðurinn (þú) er mótaður í að nálgast umræður um reiði gegn málefnum sem halda því kyrru (Hanna B, byssur) en forðast málefni sem vekja afstöðu (trúmál, stjórnarskrá). Auðvelt er að … Lesa meira


Að totta sannleikann blandaðan spýtti

tviburar

Ef Bandaríska byltingin er skoðuð ofan í kjölinn, forsendur hennar, aðstæður og sú stjórnarskrá sem var rituð í tilefni hennar, birtist eitt flottasta samsæri sem sagan á. Hrein og tær hugarblekking sem er augljós um leið og réttu punktarnir eru tengdir. Ég trúi varla að ég hafi komið auga á það, en útskýringin er flóknari en stöðuuppfærsla leyfir. Hins vegar, sé samsæriskenningin rétt, þá birtast önnur samsæri sem eru dálítið … Lesa meira


Þegar menning verður einskis virði innan frá

img-coll-0170

Í rauninni hefur enginn áhuga á breytingum til batnaðar. Engar fréttir eru sagðar af þúsundum landsmanna á vergangi. Enginn þrýstingur á valdakerfið að hlýða þjóðinni. Fólk í sama kaupæðis og afþreyingar algleymi og áður, fljótandi áfram bíðandi þess að sér sé reddað. Hið eina sem blífur er reiðigjóstur athugasemda til hægri og vinstri á síðum fréttamiðla og stöðulínum á samfélagsmiðlum. Reiðin er alls ráðandi, ýmist hjá þeim sem hafa tapað fé … Lesa meira


Heiður er horfinn úr tísku en líður aldrei úr gildi

tviburar

Við getum ekki tapað. Þjóðveldið ríkti í fjórar aldir og fólk trúði svo sterkt á frelsi sitt og samábyrgð að þó þjóðveldið hefði engan her þá barðist fólk hiklaust í fjóra áratugi fyrir að halda því. Þetta var fólk sem trúði á sjálft sig, heiður, og „hið góða óútskýranlega.“ Hver trúir á Lýðveldið? Hvað stendur það fyrir? Á hvað trúir lýðveldiselítan annað en spillingu og einkavinahagsmuni? Munt þú verja lýðveldiselítuna … Lesa meira


Elítan forðast að rýna í skattaskjólin

img-coll-0174

Skattaskjól eru blekking elítunnar – eða skuggavaldsins í elítunni. Engin færsla getur farið inn á bankareikning í skattaskjóli án þess að skilja eftir sig slóð. Alltaf er hægt að rekja slóð. Þegar nöðrur embættiselítunnar væla um að skjólin gefi engar upplýsingar er um blekkingu að ræða. Þær eru að lýsa því yfir – án þess að segja það beint – að þær vilji ekki rekja sýnilegar slóðir sín megin; með … Lesa meira


Blindur er taminn sauður

img-coll-1023

Það er búið að spá verðbréfahruni frá því gjaldeyrishrunið átti sér stað haustið 2008. Meginmiðlar snerta ekki þetta efni, það hefur enginn nein svör, engar lausnir, engin úrræði. Ennfremur myndi slík kreppa verða fimmfalt verri. Þú fengir ekki réttar gallabuxur í langan tíma og þyrftir að nota gamlan Android eða úreltan iPhone allt að hálfu ári lengur en viðunandi. En það er ekkert mál að afgreiða svona kreppur, hafi samfélagið … Lesa meira


Innihald menningar er styrkur hennar

img-coll-0148

Fyrsta merkið um að menning hafi glatað innri meiningu sinni og styrk sést á því þegar hún byrjar að mæla alla skapaða hluti. Líttu á fjölmiðlun, allt er framsett í mælanlegum málum. Annað merki er þegar samfélagið, í öllum lögum þess, missir getuna til að viðurkenna innihald hvors annars og sameinast um innihald. Þá upphefst mikið af reiði, tilfinningadrama, skeytingarleysi, fordómum eða dómhörku jafnhliða dómgreindarleysi en umfram allt mikilli ásókn … Lesa meira


Þjóðarauðlindin er ekki sú sem þú heldur

tviburar

Sönnun á dáleiðslu lýðsins. Þjóðarauðurinn er hvorki fiskurinn né rafmagnið. Heldur er það hugvit og vinnukraftur þjóðarinnar sjálfrar. Líttu í kringum þig; hverjir eru að mjólka þjóðina? Hverjir hafa hið raunverulega vald? Hvaða auðlindir eiga Þjóðverjar? Sagt er að þeir séu ríkasta þjóð jarðar og borgi 80% af ESB.  


Heimsendir var daginn fyrir sjálfsmorð

img-coll-0292

Heimsendir hófst með iðnbyltingu og lauk með Tunglferðunum. Endirinn á heimsendi átti sér stað árin 1965 til 1975. Þessu spáðu Vottar Jehóva um árabil út frá Biblíu útreikningum. Þeir sjálfir misskildu hins vegar eðli, tilgang og framgang heimssendis eins og flestir Biblíu rýnendur. Með orðunum eðli, tilgang og framgang þá var átt við sýn. Þegar við lifum í persónulegri heimssýn en lítum á hinn ytri veruleika sem raunveruleika þá mun … Lesa meira


Að sjá rétt er val viljans

tviburar

Við eigum það til að gleyma hversu lífið er gott. Við sjáum oft fyrst þá sem ullu okkur vonbrigðum og munum oft vel þá sem gerðu okkur mein. Svo stórt verður það í huga okkar að skuggi ber af og hylur hina. Því þeir eru fleiri sem gera okkur gott, tala vel um okkur, og styðja við okkur á farvegi lífsins, en við gleymum að sjá það, gleymum að þakka … Lesa meira


Endurvakinn útlegðardómur

hvitblain-kort-temp

Þegar Þjóðveldið verður fullrisið verður lagt fram til Alþingis Þjóðveldis sú tillaga að allir embættismenn Lýðveldis sem borið hafa vopn gegn þjóð sinni eða staðið að því að svipta fjölskyldur heimilum sínum verði gerðir útlægir í tvo áratugi að fornum sið. Mun það ná fram að ganga? Munum að merking útlegðardóms er sú að þú nýtur ekki verndar lagakerfis ríkisins.      


Áhorfandi eða virkur þáttakandi

hvitblain-kort-temp

Ef einhver gengur til þín og býður þér eitthvað, hvað hangir á spýtunni? Nú útbýr viðkomandi fyrir þig eitthvað úr téðu einhverju, alveg frítt. Hvaða góðmennska er það? Hvað gengur viðkomandi til? Það er eins með atkvæðið þitt, kjörklefann, og þingið. Sama má spyrja varðandi Þjóðveldið; hvað gengur okkur til? En ef þú spyrð í alvöru þá hefurðu ekki lesið stjórnarskrána sem við höfum samið. Því hún tryggir þér valdið … Lesa meira


Dáleiddur ríkissauður

tviburar

Vantar þig sönnun fyrir því að þú ert dáleiddur þegn ríkis sem notar orðið lýðræði með áróðurslegum orðhengilshætti? Þarftu sönnun fyrir að fulltrúalýðræði er blekking siðlausrar elítu? Vantar þig sönnun fyrir því að mótmæli og byltingar eru hluti sama kerfis, eins og skuggahlið tunglsins? Vantar þig nýtt kerfi? Nýja nálgun? Nýja hugsun? Kanntu að þróa nýtt kerfi? Hvað var þér kennt í skóla, að vera þáttakandi í núverandi hugsun eða … Lesa meira


Með tillann á gikknum

tviburar

Maðurinn er eina spendýrið sem lýgur til um siðferði sitt og beitir evklíðskri rökfræði til sjálfsblekkingar. Sem óbeint sannar að sem tegund erum við á gelgjuskeiði. Því miður er unglingurinn með hlaupið í túlanum og tillann á gikknum. Fyrir þá sem gleymt hafa Rúmfræði 101 (sem er rýmisfræði en ekki rúmafræði) þá er Evklíðsk lína dregin á milli tveggja punkta og er línan óendanleg í tvær áttir. Tvívídd er þegar … Lesa meira


Hvítbláinn er fáninn minn

hvitblain-kort

Mér er sama um hálfdanska fánann þinn, sem var saminn af kóngi til að villa þér sýn frá uppruna þínum. Síðan þetta var hefur Álandseyjum verið gefinn Hvítbláinn. Þjóðveldið er búið að taka hann heim aftur. Þú getur skoðað sögu Hvítbláans á Þjóðminjasafninu. Þú getur séð smá umfjöllun um Hvítbláann í bloggfærslum annarra. Þú getur lesið um skoðun okkar Þjóðveldisfólks. Þú getur kynnt þér söguna á Wikipedia. Skrif eftir Helga … Lesa meira


Löglegur morðingi gengur laus

hvitblain-kort

Frétta uppfærsla: Á Íslandi gengur laus einkennisklæddur morðingi sem verður ekki dreginn fyrir rétt. Vinir hans áttu að fá byssur en það var stöðvað. Nú eru vinir hans að krefjast þess að fá byssur til að vernda þig fyrir hettuklæddu fólki sem býr hinu megin á hnettinum. Stjórnarskrá Þjóðveldis er þannig gerð að borgarar landsins gætu gripið inn í svona nokkuð. Því miður trúir enginn þegna Lýðveldis að hægt sé … Lesa meira


Lifandi Alheimur er persónuleg veröld

tviburar

Lýgi sem er trúað, verður sannleikur. Sannleikur stjórnar huga þínum og hugur þinn stjórnar hegðun þinni. Allar hugmyndir sem þú tekur sem sannleika munu stjórna þér hvort sem þær eru þínar eða annarra. Allar hugmyndir, án undantekninga, eiga mótvægishugmynd, og í sumum tilfellum þriðju og jafnvel fleiri. Frjáls er sá hugur sem trúir öllu og engu eftir því sem hann vill sjálfur. Vilji er eina skýra leiðin til frelsis og … Lesa meira


Lýgi sem er trúað verður sannleikur

img-coll-0007

Í áratugi hefur lýðurinn verið dáleiddur til að leita eftir afþreyingu og að eyða tíma sínum og hugsun í eftirsókn eftir vellíðan og ágóða sjálfsins. Í slíkum spuna hverfur grundvöllur samfélagsins úr augsýn og þar með úr hugsýn. Meðan hugur þinn sér ekki að stjórnarskráin er undirstaða eða sáttmáli þjóðar um hvernig hún mótar eigin samfélag þá ert þú ekki að eyða orku þinni í að móta samfélagið heldur þeir … Lesa meira


Kraftur hinnar fönguðu sálar

img-coll-0237

Til þess að fatta hvers virði þú ert, þarftu fyrst að henda verðgildi sjálfs þín og verða einskis virði. „Ég er ekkert, Guð er allt“ eða „ég er ekkert, lífið er allt.“ Fer eftir trúarlegri heimsmynd þinni. Heilinn í þér er lífrænt reikniverk, og það er vissulega rétt sem margir hafa bent á, að hann er líkari útvarpsmóttakara en framleiðanda. Hann vinnur úr upplýsingum sem hann fær. Hinn mannlegi einstaklingur … Lesa meira


Að leggja moskur að jöfnu við sjálfssprengifólk

tviburar

Nokkuð sem meginmiðlar segja þér ekki, er að múslímaheimurinn er 1.200 milljónir manna og það er alvörufólk með alvöru menningu. Pínuoggulítiðsmávegis öðruvísi en okkar, en hvorki betri né verri en okkar. Við erum bara svo ofmenntuð að við sjáum það stundum betur á okkar hátt en þeirra. Stundum er fólk of upptekið af að leggja moskur saman við sjálfssprengi öfgamenn, sem eru jafn reiðir þeim sjálfum, til að sjá að … Lesa meira


Foringi föllnu englanna fjötraður

img-coll-0484

Þegar ég var sex ára fékk ég mína fyrstu martröð. Hún var ljóslifandi draumur og ég mundi drauminn árum saman. Hann var svo skýr – og átti sér stað í götu í hverfinu heima – að ég eyddi talsverðum tíma næstu árin að ganga um hverfið til að finna götuna aftur en fann hana aldrei. Ég var alltaf sannfærður sem drengur að gatan væri til. Næstu tíu árin efaðist ég … Lesa meira


Sniðgengi er ekki óvirkni

img-coll-0565

Þú vilt að elitan geri eitthvað fyrir þig, því þú gafst henni verðlaust atkvæði? Elítan er ekki land og þjóð, ég er ekki land og þjóð, þú ert ekki land og þjóð. Þjóðin hefur þó selt vald sitt fyrir sama verð. Ég veit hvað ég er að gera fyrir land mitt og þjóð en ég veit ekki hvað þú ert að gera. Meðan ég veit ekki hvaða afstöðu þú hefur … Lesa meira


Gamalt er aðeins gott ef nýtt er verra

tviburar

Nýtt; merkir ný hugsun og ný aðferð. Hún þarf að vera djúp, bjargföst og tær. Hún þarf að standast rýni og grípa hjarta framar hug; sem kveikir ástríðu og ræktar sjálfsnám. Eins og stóri J sagði “þú setur ekki nýtt vín á gamla belgi.” En til að setja nýtt vín à nýjan belg, þarf að framleiða hvorutveggja með alúð og elju. Àst og friður.  


Þjófur kemur í hugarhöll eigandans

img-coll-0270

Endurkoma meistarans – ekki hans sjálfs sem einhvers konungs heldur í anda – gerðist fyrir fjórum áratugum og einu ári skemur. Undirbúningur þess hófst áratug fyrr og voru þá opnuð innsiglin sjö. Þessu var spáð fyrir tveim árþúsundum. Því var ennfremur spáð að endurkoman væri eins og þegar þjófur kemur inn í hús, sem hefur mun dýpri merkingu en fólk fær séð. Því það fyrsta sem þú hugsar er „ég … Lesa meira


Efnahagur iðnríkja blómstrar í stríði

img-coll-0241

Ef Vesturheimshreppur myndi hætta stríðsrekstri og stríðsæsingum myndi hagkerfi þeirra hrynja mánuði síðar. Tvennt gæti þá gerst. Kína yrði hið nýja heimsveldi og Evrópa myndi í glundroða sínum flýja verndarvæng Voðatúns yfir til Pútubónda. Meðan þessar hræringar væru í gangi myndi efnahagskerfi Rauðskjaldar hrynja og með því allir alþjóðasjóðir og seðlabankar iðnríkja. Það yrði magnaðasta heimskreppa allra tíma og í glundroðanum fengi Palestína spes útreið. Svo kannski viltu að Ofurbarði … Lesa meira


Hvergi sést listi yfir tómar íbúðir þjóðarinnar

img-coll-0557

Búinn að heyra í útvarpinu síðustu daga. Búinn að skoða meginvefmiðla, lauslega, búinn að heyra í fólkinu í kringum mig, sem all flest fylgist vel með. Er að reyna að heyra eitthvað annað en það sem mér finnst sjálfum, því ég er alltof pissed off og búinn að tjá mig nóg úr þeim ranni. Ég heyri aðallega þrennt. Heilmikið af fólki segir að við séum að sjá hagvöxt og batnandi … Lesa meira


Hugleiðing um sjálfshvatningu þjóðar

img-coll-0273

Við vitum öll að það er margt að hér hjá okkur – og margt sem er súper gott. Þegar ég horfi á umræðuna – og samræðuna sem er minni en hún er til – þá leita ég sífellt að rótinni; hver er rót vandans. Þá hef ég engan áhuga á hvort það er í stjórnmálunum, bankakerfinu, smáiðnaðinum, menningu og listum, menntakerfinu eða annars staðar, heldur hver sé rótin undir öllu … Lesa meira


Kreddan er útför hinnar lifandi trúar

img-coll-0208

Trú er í samtíma okkar jöðruð (marginalised). Manneskja sem er trúuð er séð sem þröngsýn og skammsýn sem lifi í takmörkuðum og gamaldags heimi. Hún hangi í tilbeiðslu á úrelta eða hálfúrelta hugmynd um yfirskilvitlega veru sem hafi dálítið öfgakenndar mannlegar tilfinningar á borð við litróf afbrýði og fyrirgefningar og margt þar á milli. Enn fremur er sýnin á gildi trúar orðin bjöguð, jafnvel af prestunum sjálfum. Kraftaverk fortíðar séu … Lesa meira


Elítan er sálarlaust skrímsli

img-coll-0474

Meðlimir elítunnar eru ekki fólk heldur sálarlaus skrímsli. Aðeins sálarlaust skrímsli sendir „Fulltrúa valdstjórnar“ til að bera barnafjölskyldur út af heimilum sínum. Aðeins sálarslaus skrímsli leiða heiðarlegt fólk inn í dómssal til þess að rífa af þeim heimilið og færa það opinberri stofnun sem gleymt hefur tilgangi sínum. Elítu pakk sem heldur að fólkið í samfélaginu séu sauðir og kyngi endalaust setningum á borð við „þetta eru lögin“ eða „þetta … Lesa meira


Kjarni allra sjálfsblekkinga

img-coll-0149

Blekkingin sem við lifum í er ofureinföld enda bjuggum við hana til sjálf. Við settum hana þó saman úr legókubbum sem okkur voru gefnir af fólki sem ekki hafði sýn, en við vorum of ung til að spyrja hvaðan kubbarnir komu. Þegar við vorum orðin nógu stór til að sjá í gegnum blekkinguna var barnshjartað enn að líta upp til fólks sem við höfðum þó vaxið uppfyrir. Þetta er kjarni … Lesa meira


Sjálfsvald er hið eina vald

img-coll-0224

Mannkynið er ein risastór fjölskylda. Og sem betur fer sjá það sum ættmennin. Tilvera okkar er fallvölt og aðeins skapandi hugsun, umburðarlyndi og samheldni minnkar veltuna og varnar falli. Allt byggist þetta á hugsun og við höldum oft að skoðanir okkar og rökstuðningur þeirra sé hugsun, því hvorutveggja fer fram í höfðinu. Ennfremur höldum við oft að þær hugsanir sem spretta af tilfinningum okkar sé einnig hugsun því tilfinning vekur … Lesa meira


Rifrildi sjálfsheilagleikans

img-coll-0490

Einu sinni var lítil pláneta í einum ytri rima vetrarbrautar sem nefnd er Mjólkurbraut. Litla plánetan var undirokuð reiði og skorti á sýn. Þeir sem ekki höfðu sýn fengu að ráða öllu og hinir voru reiðir út í þá sem réðu. Þegar þetta var höfðu liðið tvöþúsund hringferðir umhverfis litlu sætu sólina þeirra frá því að merkur maður hafði bent á einfaldar lausnir og verið negldur á spýtu af þeim … Lesa meira


Sekur um málglæp og dómur óþarfur

img-coll-0289

Í dag kom frétt þess efnis að netveitur á landinu eiga að banna aðgang landans að fáeinum vefsíðum. Afsökunin fyrir skertu netfrelsi er grunur um ólöglegt niðurhal. Elítan sér þig hiklaust sekan ar til dómur fellur. Einnig má setja fólk í fangelsi víða á vesturlöndum fyrir að afneita helförinni í orði en ekki fyrir að ljúga því að jörðin sé flöt. Sem er skortur á málfrelsi, sama hvaða rökum þú … Lesa meira


Við erum sjálfsnægari en við trúum

img-coll-0198

Ef maður skoðar kolavinnslu í Appalachia fjöllum, Borneo eða kolahéruðum Kína sést nokkuð sem meginfjölmiðlar sýna helst ekki. Þeir sprengja ofan af heilu fjöllunum og nánast jafna þau við jörðu til að massmoka kolum upp. Þetta er stór iðnaður, að vinna kol og drífa áfram stóriðnað erlendis. Ein virkjun fyrir litla verksmiðju á Bakka við Húsvík er lítill dropi í samanburði. Ég hef fylgst með því sem er í umræðunni … Lesa meira


Dávald að ofan eða draumur að innan

img-coll-0156

Nútímalíf Íslendingsins er álíka spennandi og líf svartra þræla í Bandaríkjunum rétt fyrir þrælastríð. Hljómar kannski langsótt því þeir voru eign annarra manna en við erum það ekki. Þeir voru ómenntaðir en við erum menntaðir. Þeir áttu ekkert og við eigum helling. Þeir gátu ekki ferðast en við getum ferðast. Hvert einasta heimili er skuldsett langt umfram eignir. Þær litlu eignir sem heimilin hafa eru veðsett langt umfram verðgildi. Sum … Lesa meira


Tómleiki hinnar sjálfhverfu sálar

img-coll-0187

Guði sé lof að fólki er sama þó það fái ekki lýðræði, er sama þó fjármunir þjóðar sinnar voru gefnir þrem einkafyrirtækjum og að allar veiðiheimildir voru gefnar tuttugu kvótakóngum. Því annars risi hér samfélag þar sem gagnkvæm og heilbrigð skoðanaskipti endurspegluðu ást á sannleika og heiðarleika en ekki sýndarmennsku, yfirborðsmennsku og sjálfbyrgings. Þá myndi spilling hinnar gráðugu sálar gisna og hverfa í stað þess að hver á fætur öðrum … Lesa meira


Tjáningarfrelsi og rannsóknarréttur múgsefjunar

img-coll-0088

Það sem er áhugavert varðandi lokun léns IS-samtakanna er þetta: Fjöldi fólks, þar á meðal fólk sem annars eru ötulir verjendur tjáningarfrelsis, hefur talað eins og það sé ekki bara sjálfsagt mál, heldur nauðsynlegt að loka svona vefsíðum. Ekki hefur hins vegar útskýrt með skýrum hætti hvaða lög eiga að hafa verið brotin með þessari vefsíðu. Aðeins hefur verið bent á grein í Almennum hegningarlögum að refsivert sé hér á … Lesa meira


Trú er einkamál en gildi eru samfélagsmál

einherji 2

Allir vita líklega að ég er illa smitaður af þeirri skynvillu sem kallast trú. Eins og flestir vita er ekki til lyf við því frekar en ást en samt hallast margir að því að til séu lyf við andstæðum þessara tilfinninga. Það skiptir mig engu máli hvort aðrir trúa einhverju eða engu, og alls ekki hvernig þeir gera það. Mér finnst trú hvers og eins vera hans einkamál frá vöggu … Lesa meira


Svar við spurningu vekur tvær og þannig fæðist flóð

img-coll-0056

Nútímafólk er svo augljóslega reitt og áttavillt að minnir um ástandið rétt fyrir Frönsku byltinguna. Jafnvel stjórnkerfið hefur gleymt hvaðan það sprettur, bæði hið sýnilega og ósýnlega (33 þrep reglubræðra leyndarinnar) að það heldur rétt eins og drottningin forðum að nóg sé að gefa hungruðum smákökur. Reiðin sprettur í dag fram í sífri, jarmi, bauli og öðrum reiðitjáninumg. Það hriktir í kolunum en enginn veit hver skuli snúa sér. Þeir … Lesa meira


Óþekktir vogunarsjóðir og löglegt ránsfé

2014-013

Einu sinni voru örfá ríkisfyrirtæki sem stóðu vel. Svo voru þau gefin í gegnum leikfléttu sem uppkomst og nefndist einkavinavæðing. Þá fóru þau að leika sér með froðubólur þar til þau sprungu með hvelli. . Þá voru þau orðin þrjú en með tífalda veltu ríkisins og þó þau hefðu farið á hausinn þá hefði það verið eðlilegt. Vissulega hefðu það verið stórt áfall fyrir eigendur þeirra en það hefði jafnað … Lesa meira


Kókdrukknuð menning á völtum fótum

img-coll-1327

Oft birta fjölmiðlar fréttir af hreyfingum útlendinga hérlendis. Þetta er tíska síðan þjóðin missti trúna á sjálfa sig. Skiptir engu hver útlendingurinn er ef hann er flottur í tauinu og lófarnir loðnir. Séu þeir óloðnir dugar að hann sé frægur í slúðurblöðum. Kínverjar keyptu sér jörð á norðurlandi og fór það hljótt enda á þeim tíma hálft landið í kvíðakasti yfir hugsanlegri atvinnusköpun í afdal sem enginn fer um nema … Lesa meira


Vísa eftir Bólu-Hjálmar

img-coll-0232

Eitt sinn kom Bólu Hjálmar seinnipart dags til amtmanns á Möðruvöllum, Bjarna Thorarensen, í erindum. Sjá hér um Bjarna, og hér um Hjálmar Amtmaður hafði boðið fyrirfólki til veislu um kvöldið. Því bauð hann Hjálmari að hann mætti vera í veislunni ef hann gæti ort vísu þar sem amtmaður og frú hans kæmu fyrir í hverri línu en án þess að þau væru nefnd. Buxnaskjóni og klæðakúa kjaftalómur og málskrafsdúfa. Fleinahóll … Lesa meira


Skurðgoðadýrkun hefur lítinn styrk gegn hreinni trú

img-coll-0138

Níu milljónir kristinna manna – og kvenna – búa í Egyptalandi og aðal söfnuðurinn þar er jafnframt einn sá elsti í heimi. Hugsanlega sá elsti því Kristnir Egyptar telja að guðspjallamaðurinn Markús hafi stofnað söfnuð þar árið 40. Þegar Konstantin keisari reisti hina Kaþólsku skurðgoðakirkju sem síðar mótaði nær alla kristna söfnuði, þar á meðal hinn Íslenska voru valin og hreinrituðu fjögur rit sem sögðu frá spámanni Guðs að nafni … Lesa meira


Að játa Guð sannleikans í orði og æði

img-coll-0294

Fyrir um það bil sex þúsund árum var par sem gekk í gegnum hræðilega erfiðleika. Elsti sonur þeirra var drepinn af bróður sínum. Sagan nefnir það ekki en margt bendir til þess að þeir hafi verið tvíburar, í það minnsta var stutt á milli þeirra. Þetta var trúað fólk sem datt niður á þá hugmynd að ekki bæri að trúa því sama og flestir trúðu á því landsvæði þar sem … Lesa meira


Hugurinn er háður aðstæðum og innri veröld

Myndin er af Landrover hræi úti í sveit

Síðla vetrar 2013 þurfti ég að vinna úr erfiðu máli og það lá þungt í. Ég neyddist til að færa gamla bílinn minn inn í garð svo hann yrði ekki dreginn daginn eftir. Ég á garðinn en ekki götuna og þar sem búið var að klippa af honum hafði Heilbrigðiseftirlitið sett miða á bílinn. Ég hafði tíu daga til að setja bílinn á númer eða fjarlægja hann að öðrum kosti. … Lesa meira


Að sjá gerist fyrir náð ef maður dregur frá

img-coll-0110

Það eru tvenn meginöfl sem berjast um huga og hjörtu mannkyns. Margir halda að barist sé um áþreifanlega hluti svosem yfirráð yfir löndum og eignum, enda virðist það svo á yfirborðinu sem notað er til að fóðra okkur. Mörgum yfirsést hins vegar að hin raunverulegu átök gerast inni í höfðum okkar sjálfra. Við sjáum oft ekki það sem er hulið á bak við örþunna filmu skilnings okkar. Enginn fæðist í … Lesa meira


Frumskógur hugans villir og tælir

img-coll-0096

Meðan þú horfir á greinarnar á trénu er erfitt að sjá tréð í heild sinni. Meðan þú horfir á tréð í heild sinni er erfitt að sjá hin trén í kring nema sem skuggamynd. Þegar byrjað er að líta á skuggamyndirnar verður skógurinn yfirþyrmandi. Handan við skuggamynd trjánna glittir í fáfarinn stíg og til að komast á hann þarf að brjótast í gegnum beðjur og þungan undirgróður. Maður blóðgast á … Lesa meira


Fyrirboði næsta hruns

img-coll-0127

Fréttir af nýja tíuþúsund króna seðlinum voru uppfullar af tvennu, Jónasi Hallgrímssyni (sem var fórnarlamb hálfdansks stjórnkerfis Íslandselítunnar) og þjóðlegu mynstri. Þegar Íslenzka lýðveldið hampar hinu þjóðlega virðist það gleyma hvernig lýðræði fæddist á Íslandi sama dag og nýbúar á landinu breyttust í þjóð. Því vaknar stóra spurningin: Hverju er þagað yfir? Þegar hagkerfi setur nýja seðla í umferð er það yfirleitt vegna verðbólgu og oft dulinnar. Venjan er, ekki … Lesa meira


Allt er hugmyndum háð

img-coll-0068

Þegar hinum almenna manni er gefinn kostur á að bera ábyrgð og sýna hvað í honum býr mun hann standa sig jafn vel og fræðingar og sem best hugsandi menn. Jafnvel betur því hann á skýrari hagsmuna að gæta. Fræðingar eiga það ennþá til að pissa upp í vindinn, svo mjög að almenningi blöskrar. Gleymum ekki að menntun hins almenna stúdents nútímans er á pari við menntuðustu menn liðinna alda. … Lesa meira


Stutt hugleiðing um réttindi

02c

Sönnun þess að við erum dáleiddir þegnar valdakerfis er augljós, því blekking (illusion) er ávallt ofin úr því sem annars lægi í augum uppi. Ef við hugleiðum andartak öll okkar réttindi; og stígum því næst úr úr rammanum: Hver gefur frjálsu barni náttúrunnar réttindi? Þegn er hugtak sem merkir manneskju sem tilheyrir ríkiskerfi og er undir valdkerfi þess sett. Borgari hins vegar merkir frjálsa manneskju sem á hlut í eigin … Lesa meira


Græðum stjórnlaust

img-coll-0194

Við horfum á þorskinn, álið, ferðamennina og nöldrið þegar við ræðum efnahagsmál. Mig undrar ímyndunarafl vorrar þjóðar. Því engin þjóð í heimi hér, hefur betri menntun. Hún er afbragð annarra þjóða í skapandi hugsun og andlegri dýpt. Tökum því  snúning sem ég hef beðið eftir árum saman. Beðið þess að mér betri menn sjái og rökstyðji betur en ég. Eins og allir vita er ég fyrst og fremst heimspekingur og … Lesa meira


Hið heilaga orðagjálfur

img-coll-0130

Atkvæði þitt í kosningum er ávísun á vald þitt. Þegar þú gengur inn í kjörklefa velur þú hver eigi að höndla ávísun þína næstu fjögur ár. Þú velur fulltrúa þinn, eða handhafa valds þíns, af lista sem var valinn fyrirfram. Þú hefur engin áhrif á hvernig það val fer fram. Þegar þú velur handhafa valds þíns þá hefurðu tvennt til að miða við. Annars vegar sögu þessa handhafa undangengin fjögur … Lesa meira


Hvíti og svartigaldur

img-coll-0121

Þeir sem lesið hafa Orðatal vita að ég henti mér út í dulheimagrúsk í kringum 11 ára aldurinn og hef verið á undarlegu andlegu ferðalagi síðan. Hvar ég iðrast ekki neinna skrefa hingað til en hef þó stigið fleiri feilspor en vert er að rita um. Eitt sem alltaf ruglaðist í mér var hversu mjög hinir ýmsu meistarar og sjálfskipaðir kennarar – sem furðu nokk öfluðu sér ævinlega misvitra lærisveina, … Lesa meira


Daginn eftir hrun

img-coll-0099

Þegar hrunið kom á sínum tíma fæddust mér tvær hugmyndir, sem ég hef áður ritað um. Vissulega veit ég ekki hvort þær hefðu verið framkvæmanlegar. Daginn eftir að guð Geirs blessaði Ísland – því til eru margir guðir og Geir nefndi aldrei hvern þeirra hann ákallaði – hugsaði ég: „Banna skal útflutning á þeim hundruðum stórra vinnutækja sem brátt verða seld úr landi. Þjóðnýta alla fjármögnunarbanka jafnharðan og þeir falla. … Lesa meira


Frelsi frá kvíðaröskun

img-coll-0251

Vorið 2001 fékk ég vægt taugaáfall, sem er svosem ekki í frásögur færandi. Ég var hins vegar lánsamur hvað snerti ráðgjöf því góður vinur tók eftir þessu og benti mér á úrræði. Það er ekki öllum gefið að taka eftir hvað bærist innra með vinum sínum enda höfum við öll grímur. Á þessum árum var aðalstarf mitt að kenna vefsíðugerð og forritun. Ég kunni því vel að fela hvað bærðist … Lesa meira


Hin tigna og frjálsa Íslands sál

img-coll-0131

Öldina sem Íslendingar urðu til var hér krökkt af laxi, silungi, og fleygri veiðibráð. Þá höfðu refir, ernir, smyrlar og fálkar átt hér griðland án samkeppni við manninn en urðu brátt að hopa. Eins og allir vita  hafa ernir verið hundeltir í gegnum aldirnar því þeir bæði taka lömb en geta einnig náð ungabörnum. Eins og með öll stóru rándýrin þá lifa þau erfiðu lífi og eiga þvi erfiðara uppdráttar … Lesa meira


Þjóðveldishátíð 2014

gudjon-img--0091

Það er stutt í þjóðveldishátíð lýðræðis Íslendinga. Í fyrra var haldin sú fyrsta í átta hundruð ár. Hátíð sem er tileinkuð lýðræði, frelsi og sjálfræði. Eins og ljóst er af greinum Þjóðveldisfélagsins er málefnið risastórt. Hvernig við getum yfirgefið Lýðveldið og leyft því að rotna í eigin spillingar haug en jafnhliða endurreist hugsun Þjóðveldis á frelsis vilja Íslensku þjóðarinnar. Við ætlum ekki að gera þetta með byltingu né ófriði. Við … Lesa meira


Einfalt er bezt, nema flókið sé betra

img-coll-0137

Ég skráði mig í sjálfstæðisflokkinn því mér þótti virðing ríkja þar fyrir festu og öfgaleysi. Þar væri virðing borin fyrir skoðunum annarra og málefnaleg rökræða sterk. Ég hélt Sjálfstæðismenn virða lýðræðislega niðurstöðu og samræðu. Kjarni sjálfstæðisflokksins vill sýna samfellda heild út á við. Þó margir félagar séu flokknum ósammála í mörgu virðist samstaðan sterk. Í heildina var ég meira sammála þessum flokki en nokkrum hinna en einnig hrifinn af þessari … Lesa meira


Ef frelsið er falt þá ertu þræll

gudjon-img--0048

Þegar þjóð sundrast má búast við að allt fari norður og niður. Venjan þegar þetta gerist er sú að engin samstaða sé um þjóðarhag og þeir sem stýra honum tapi stórfé. Þegar átt er við þjóðarhag er jafnan átt við efnahagslíf þjóðar. Þeir sem stýra þjóðarhag eru sjaldnast stjórnmálamenn og aldrei þjóðin sjálf. Málpípur stjórnmála vilja segja okkur annað og miðjumoð þeirra er þreytt. Síðast þegar þjóð okkar sundraðist voru … Lesa meira


EES brýtur þjóðarsáttmálann

img-coll-0158

Lestu samantekt EES samningsins og lestu svo stjórnarskrána frá 1944. Lestu svo almenn hegningarlög, og notaðu svo Netið: Athugaðu hverjir samþykktu þennan samning sem er hrein landráð. Ég er á móti því að Lýðveldismafían tróð alþjóðasamningi og valdaafsali upp á þjóð sem krafðist þess að geta kosið um samninginn. Samning sem þar að auki er brot á samningi stjórnkerfis við þjóðina. Er til yfirlit yfir hversu mörg lög frá Brussel … Lesa meira


Festa er bumbum betri

gudjon-img--0045

Margmenni á Austurvelli birtist ekki á þann hátt að gangandi vegfarendur fái hugmynd á gönguferð í miðbænum. Hver einustu fjöldamótmæli, hérlendis sem erlendis, eru skipulögð í grasrót. Það er gert þannig að maður ræðir við mann og eru þeir yfirleitt meðlimir í grasrótarhóp. Þannig var bumbubyltingin fyrir fjórum árum. Búsáhaldabyltingin var skipulögð af fáeinum málefnahópum vinstra megin við línuna. Þetta veit hver sá sem rýnt hefur í hverjir voru helstu ræðumenn, hverjir … Lesa meira


Einelti sigrað á fimm mínútum

gudjon-img--0081

Við lifum í samfélagi aumingjadýrkunar. Engum má líða illa og allir eiga helst að brosa allan daginn. Enginn má benda á neitt sem aflaga fer því þá er hann neikvæður. Undir öllu þessu býr heiftarleg vanlíðan og þúsundir fólks streyma í lausnir – á borð við Ferlið – leitandi að andlegri næringu. Fáir þekkja kyrrð enda er hún bara leiðinleg, og þó þráir fólk kyrrð. Börn skipta um skóla til … Lesa meira


Mín Íslenzka arfleifð

gudjon-img--0027

Forfeður mínir komu til þessa lands, til að lifa frjálsir án afskipta ríkisvalds.  Þeir virtu trúfrelsi og heiður. Þeir stofnuðu héraðsþing í 39 héruðum til að íbúar héraðs gætu tekið beinan þátt í mótun laga og rétta. Þeir völdu árlega fulltrúa héraðsþings til að ríða til Alþingis og móta landslög. Hinn vinnandi maður var sá sem stóð þær raunir sem á hann stóðu. Tungu sína hafði hann í heiðri, forfeður … Lesa meira


Áríðandi vandi

gudjon-img--0221

Maður fyllist vissu þakklæti í garð meginfjölmiðla. Því þeir minna mann sífellt á að á Íslandi býr hamingjusamasta þjóð heims. Smám saman venst maður því að vandi samtímans verður vandi fortíðar og allt mun þetta reddast. Enda gleymt í doða spunans. Það sem er efst á baugi dagsins í dag er gleymt í næstu viku. Erfiðleikar þjóðarinnar hverfa smám saman í skuggann af froðu og þvættingi. Manni er bent á … Lesa meira


Ég vel sniðgengi

img-coll-0798

Ég hef ekki notað Plastkort frá hruni, hvorki Debit né Kredit. Ég nota aldrei heimabanka. Þegar mig vantar eyðslufé sæki ég það í hraðbanka og stöku sinnum í næsta útibú. Það eru þúsundir Íslendinga að beita þessu sniðgengi, sem er ástæða þess að hraðbankar hafa nú færslugjöld. Bankakerfið er enn í bóluvexti og fjölmiðlar þegja. Ef Íslendingjar tækju fé sitt úr bankanum í vikunni, fengju aðeins 10% þeirra reiðufé. Hinir fengju … Lesa meira


Afplánun er auðveld

gudjon-img--0047

Fyrst þegar komið er til afplánunar er mætt á Skólavörðustíg 9 í Reykjavík. Þegar þangað er komið verður maður fyrir léttu áfalli. Aðstæður samrýmast í engu því sem nútíma Íslendingur á að venjast. Húsnæðið myndi kannski teljast lúxus fangelsi í Brasilíu eða Nígeríu. Nú vilja margir góðborgarar að fangar megi dúsa í sem verstum húsakynnum og lýsa þannig sjálfum sér vel. Það er rétt sem Páll Winkel segir í greinastúf á … Lesa meira


Afleiðingar kynferðisofbeldis gætu hjaðnað

img-coll-0122

Ég sat fyrir framan sálfræðinginn og gapti. Hann horfði á móti og leyfði mér að vinna úr því sem hann hafði sagt. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem hann kom mér á óvart enda í fimmta sinn sem ég sat í stólnum hjá honum, og ekki hið síðasta. Í fyrstu heimsókn minni hafði hann sagt mér hluti um sálarlíf sem staðfesti fyrir mér að ég þyrfti fleiri heimsóknir. Ég … Lesa meira


Einmana í mannfjölda

gudjon-img--0084

Allir sem hafa búið í borg vita hvað átt er við þegar sagt er „einsemd í borg“ því engin einsemd er verri en sú að vera einmana í mannfjölda. Þetta vita einnig þeir sem búið hafa í fámenni, hvort heldur þorpi, smábæ eða sveit, því þar er nánd oft meiri. Vissulega finnst mörgum vont í fámenni þegar allir vita allt um alla en þó er það betra en búa í borg og … Lesa meira


Óvart skotið á vont mark

gudjon-img--0016

Það er skrýtin tilfinning að horfa á hugbúnað sem aldrei átti að verða, og spurja sig hvernig hann varð til. „Alpha Pack“ var í upphafi skrifað fyrir mín eigin verkefni sem einfalt verkferlakerfi. Ég hafði í upphafi þörf til að skrá niður hugmyndir. Ég er fyrst og fremst hugmyndasmiður og þar sem ég hef lagt stund á sálfræði, guðfræði og heimspeki, er garðurinn stundum frjór. Reynslan er sú að fyrir … Lesa meira


Áróður virkar ekki á óttalausa

img-coll-0145

Á síðustu öld geysaði stjórnlaus óðaverðbólga tvisvar í Þýskalandi. Tvívegis var hún skotin niður á fáeinum dögum með djarfri aðgerð. Aðgerðinni hefur verið ítarlega líst víða en megin miðlar vilja síður hleypa því inn um lúguna hjá þér. Verðbólga* skiptir þjóðina engu ef hún hefur efni á mat handa börnum sínum og þaki yfir höfuðið. Henni er sama um fjárvald og yfirvald ef hún býr við öryggi. Hins vegar skiptir … Lesa meira