Sekur um málglæp og dómur óþarfur

Í dag kom frétt þess efnis að netveitur á landinu eiga að banna aðgang landans að fáeinum vefsíðum. Afsökunin fyrir skertu netfrelsi er grunur um ólöglegt niðurhal. Elítan sér þig hiklaust sekan ar til dómur fellur.

img-coll-0289Einnig má setja fólk í fangelsi víða á vesturlöndum fyrir að afneita helförinni í orði en ekki fyrir að ljúga því að jörðin sé flöt. Sem er skortur á málfrelsi, sama hvaða rökum þú eyst yfir fólk.

Við vitum að stofnun í Vesturheimshreppi skoðar alla nettraffík, gps staðsetningar og símtöl sem þeim sýnist um allan heim og við vitum einnig að elítan hér sleikir rassinn á Forystusauð Voðatúns, og Nató herjanna sem breyttust nýlega úr varnarbandalagi í árásargjarnan úlfahóp.

En þetta er allt í lagi fyrir þjóðina því hún getur baulað í athugasemdakerfum, sent fáeina villuráfandi sauði að jarma á Austurvelli og svo er líka góð sjónvarpsdagskrá um helgina.

Dómskerfi er hugmynd að réttlæti, málfrelsi er grundvöllur frelsis og sniðgengi spillingarkerfa er eina vald þitt. Kosningaréttur þinn er blekking – og þú veist það – og meðan þú skilmist með plastkortum ertu hlekkjaður þræll – og þú veist það líka.

Hvar ertu? Þarftu áttavita út úr frumskógi sjálfsblekkinga eða er þetta allt í lagi því einhver mun redda þessu fyrir þig? Hefurðu skoðað mengunarástand heimsins nýlega, með því að gúgla og nota menntun þína til að rýna í ástandið? Trúir þú því að barnabörn þín muni lifa af og hafa lýðræði?

Litla gula hænan var bara skáldsaga, hún reddar þér ekki og þú átt skilið þau örlög sem þú ert að stuðla að, nema þú standir upp og sjálfmenntir þig og hefjir skapandi samræðu.

Sem minnir mig á rafrænu skilríkin og Íslandslykil. Heldurðu virkilega að verið sé að smala þér inn í þá rétt þér til heilla? Veistu hve mörgum íbúðum var rænt af okkur síðustu ár? Veistu hve margar fjölskyldur sofa á stofugólfinu hjá ættingjum?

Veistu hve margar fjölskyldur eru á sultarmörkum, eða ertu týnd í spunum meginmiðla sem virðist skítsama um heiður, ábyrgð, afstöðu eða heilindi?

 

 

This entry was posted in Orðastungur and tagged , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.