Rifrildi sjálfsheilagleikans

Einu sinni var lítil pláneta í einum ytri rima vetrarbrautar sem nefnd er Mjólkurbraut. Litla plánetan var undirokuð reiði og skorti á sýn. Þeir sem ekki höfðu sýn fengu að ráða öllu og hinir voru reiðir út í þá sem réðu.

img-coll-0490Þegar þetta var höfðu liðið tvöþúsund hringferðir umhverfis litlu sætu sólina þeirra frá því að merkur maður hafði bent á einfaldar lausnir og verið negldur á spýtu af þeim sem ekki höfðu sýn eftir að þeim sem voru reiðir bauðst að negla glæpon í staðinn.

Allan tímann höfðu báðir hópar rifist um það hvort sá spýtunegldi væri skapari alheimsins eða bara góður maður, eða blekking stjórnenda, eða hvort aðrir sem kenndu hið sama og hann hafði kennt væru synir djöfulsinss sem vilji eyða alheiminum og alls kyns önnur misskapandi rifrildisefni.

Hæst stóð rifrildið þegar plánetan var fjögur þúsund milljón ára gömul. Fimm eða sex sinnum hafði lífkerfi plánetunnar eytt 90% líffvera jarðarinnar af ýmsum ástæðum. Í þetta sinn hafði rifrildishópurinn áttahundruðfaldað mengunarástand veraldar.

Allur hópurinn eins og hann lagði sig var þó svo upptekinn af rifrildum og þá aðallega því hver ætti að laga vandann að enginn tók eftir því að í þetta sinn þyrfti plánetan ekki að sjá sjálf um að byrja upp á nýtt og eyða því gamla.

Þegar þetta er ritað er til þriðji hópurinn, þessi óvinsæli og skrýtni sem ítrekað segir (á ófaglegan og með órifrildislegum hætti), við skulum hætta að taka þátt og byrja frá grunni með autt blað. Spurningin er; þýðir eitthvað að vera hrópandinn í eyðimörkinni?

Þegar naglaspýtumaðurinn var eitt sinn beðinn að þegja þá svaraði hann „ef ég myndi þagna myndu steinar þessir hrópa.“ Átti hann þá við herðagrjót þeirra sem hafa allt á hreinu. Náfrændi hans, sem hafði misst höfuðið af svipuðum ástæðum, hafði eitt sinn verið nefndur Hrópandinn í eyðimörkinni. Átti hann við eyðimörkk sömu herðagrjóta, því eyðimörk er dautt grjót.

 

 

This entry was posted in Orðastungur. Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.