Dáleiddur lýður þekkir ekki eigið vald

Veturinn 2008 til 2009 voru íslenskir borgarar meðhöndlaðir eins og glæpamenn þegar þeir kröfðust lýðræðis og að ríkiskerfið stæði við samning sinn við þjóðina – eða stjórnarskrána.

Nokkrar glerrrúður í húsi með erlendu skjaldarmerki þóttu nógu merkilegar til að sprauta piparspreyi í augun á heiðarlegu fólki sem fór fram á það eitt sem þeim bar: Að Lýðveldið sýndi fólki landsins lágmarks virðingu.

Sumir réttlæta ofbeldi löggæslunnar á þann veg að þeir hefðu aðeins varið sjálfa sig. Sem er þvættingur. Hefðu þeir mætt á svæðið í venjulegum búningum og án ofbeldistóla hefði þeim verið sómi sýndur. Almenn sálfræði hefur löngu sýnt að löggæsla sem mætir í óeirða búnaði – sem við vissum ekki að til væri á okkar landi – espar reiðan lýð upp.

Munum að þegar örfáir ólátabelgir ætluðu að grýta lögregluna voru það borgarar á Austurvelli sem vörðu fólkið í óeirðabúningunum. Íslenska þjóðin þarf ekki óeirðalögreglu, ekki þá, ekki núna og ekki síðar. Það er Lýðveldið – rétt eins og mörg önnur gervilýðræðisríki – sem þarf óeirðalögreglu til að *framfylgja valdi sínu*.

En hvaðan kemur þetta vald? Frá fólkinu í landinu eða vogunarsjóðunum sem voru gefnir bankarnir? Eða frá sýslumönnum sem hirða heimilin af fólki sem ekki getur borgað verðtryggða froðu? Eða frá náttúrvinunum og öldungunum sem sýnt var ofbeldi úti í hrauni síðasta vetur, þegar það eina sem þeir fóru fram á var að dómstólar væru virtir?

Hlýðinn þegn eða virkur borgari?

Sumir gætu sagt að valdstjórnin dragi vald sitt frá heimsku eða afstöðuleysi fólks. Kannski hefur fólk ekki fengið rétta fræðslu. Menn og konur sem hafa notað tíma sinn í sjálfsmenntun á huglægu sviði – eða gildissviði hins andlega – á kannski auðveldara með að tengja punkta fyrir vikið.

Það er viss heimska að vera heimaalinn af þröngsýnu menntakerfi og bitlausu trúarkerfi? Því miður eru margir sem vilja og velja þröng- og skammsýni. Sumir segja að fólk sé fífl, en mér finnst betra máltækið „Fólk er Fyndið.“

Því það er á vissan hátt fyndið að vilja aka fram af hengiflugi með bundið fyrir augu.

 

ps. Tengd frétt af Ferguson látunum var kveikjan að þessari stungu.

 

 

 

This entry was posted in Orðastungur. Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.