Áhorfandi eða virkur þáttakandi

Ef einhver gengur til þín og býður þér eitthvað, hvað hangir á spýtunni? Nú útbýr viðkomandi fyrir þig eitthvað úr téðu einhverju, alveg frítt. Hvaða góðmennska er það? Hvað gengur viðkomandi til? Það er eins með atkvæðið þitt, kjörklefann, og þingið.

Sama má spyrja varðandi Þjóðveldið; hvað gengur okkur til? En ef þú spyrð í alvöru þá hefurðu ekki lesið stjórnarskrána sem við höfum samið. Því hún tryggir þér valdið og krefst þess að þú sért virkur þáttakandi?

Viltu vera virkur þáttakandi eða viltu áfram láta matreiða fyrir þig? Viltu sýna í verki að lýðræði hafi verðmiða eða viltu áfram sýndarlýðræði og útsölur í Smáralind?

Ertu að bíða eftir því að stjórnmála tófurnar reddi þér meiri kaupgetu?

Ertu Mannapi í dýragarði eða Manneskja að smíða virkt samfélag? Við réttum þér ekkert annað en verkfæri. Það er þitt að velja. En við lofum þér einu; hlutleysi er ekki til. Ef þú verður áfram sauður í Lýðveldinu verðurðu nákvæmlega það.

Hvar verður þú þegar Þjóðveldið rís? Þú uppskerð ekkert ef þú sáir engu.

 

 

 

This entry was posted in Orðastungur and tagged , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.