Author Archives: Guðjón E. Hreinberg
Búnir að missa tökin
Fangelsismálastofnun er opinber stofnun. Hún er angi af hinu opinbera kerfi Íslenzka lýðveldisins. Sú Grýla hefur aldrei skilið þegna landsins og stjórnar með boðum og bönnum. Þegar boð og bönn virka ekki er þeim fjölgað eða þau þyngd. Þessi grein var fyrst rituð á blog.is sem gagnrýni á frétt varðandi hertari refsingar á föngum hjá Fangelsismálastofnun Íslenska Lýðveldisins. Sem fyrrverandi fangi og áhugamaður um sálfræði og sjálfshvatningu tel ég mér … Lesa meira
Bongóblíða í dávaldsheimum Lýðveldis
Í vor gekk ég tvívegis inn í banka og spurði um stýrivexti. Í bæði skiptin hváir bankastarfsmaður og segir „hvað er það?“ Í bæði skiptin uppfræddi ég bankastarfsmann um hvað stýrivextir séu. Stýrivestir eru grundvallarvextir allra vaxtaútreikninga í bankakerfinu. Jafnframt benti ég starfsmanni á hvar hægt sé að fletta upp stýrivöxtum en í fyrra tilfellinu kallaði bankastarfsmaður á annan bankastarfsmann sér til aðstoðar. Oft hef ég lent í samskonar undanfarin … Lesa meira
Eldfærin endursótt
Eitt sinn var sagt frá því að gömul norn sendi ungan uppgjafahermann inn í tré að sækja eldfæri. Síðan upphófst allskyns dirrindí fyrir dátann en sögulok fyrir skessuna. Það er eins með Íslenzka lýðveldið. Hvað sem það veltir sér upp úr orðagjálfri milli þingnefnda eða valdahópa ráðuneytanna. Innan þessa valdakerfis er ekki lengur neitt lýðræði, sama hvað háttvirtur þingmaður eða aðrir reyna að kveikja í með ónýtu tundri. Skessan hefur … Lesa meira
Að elska orðagjálfur
Það er oft sem ég las ekki allan textann í fréttum fjölmiðla. Sérstaklega um stjórnmál. Það er svo mikið af faglegu orðagjálfri. Mér verður oft óglatt þegar stjórnmálamenn og þeirra háttvirti orðhengilsháttur reynir að útskýra að þeir hafi staðið við loforðin eins og frekast var unnt – þó það sjáist ekki. Sem minnir á hvernig starfsfólk ráðuneyta og stofnana iðkar ákveðna mállýsku innan tungutaks faglegs orðagjálfurs. Mállýsku sem er betur … Lesa meira
Leiðtoginn er úreltur
Hjarðhegðun er hið náttúrulega úrval spendýra. Við fylgjum sjálfkrafa þeim aðila sem virðist hæfastur til að leiða okkur til betri afkomu. Þetta náttúruval gerist sjálfkrafa innra með okkur og er mjög erfitt að stjórna því með innri rökræðu. Þú vilt ekki vera viljalaust dýr sem lætur ókennda náttúru leiða þig áfram en alveg sama hvað þú reynir, þá sérðu þetta ævinlega eftirá. Hve margir einstaklingar í sögu þinni, hvort sem … Lesa meira
Mannréttindahugtak eða veruleiki
Fyrir sjö heilögum árum síðan var ég venjulegur Íslendingur sem vann mín störf, víkkaði smám saman út þægindahringinn, og undi sáttur við Guð og menn, aðallega Guð. Svo hrundi mín prívat veröld og hluti hennar var lagður í dóm götunnar, sem var sárt. Eins og allir vita getur vont orðið vani þegar skrápurinn þykknar og við vitum að oft þarf að bíta á jaxlinn, setja undir sig hausinn, berja sér … Lesa meira
Uppskriftin að hamingju
Kannastu við alla listana sem við höfum í huganum frá morgni til kvölds og jafnvel í draumum. Hvernig við höfum ímyndir í hausnum og einnig í sálinni sem tákna svo margt sem við hendum oft illa reiður á. Kannastu við hvernig við reynum að greina niður í alls kyns hugarferla og mynstur allt það sem er að í eigin lífi og annarra. Kannastu við hvernig við skilgreinum flísarnar út í … Lesa meira
Stjórnarskrá er sáttmáli þjóðar um lög sín
Fyrst þegar hugmyndin vaknaði að stjórnarskrár drögum jókst hjartsláttur og þyngdist brún. Íslenska lýðveldið hefur notað stjórnarskrá frá 1944 sem samþykkt var á þjóðfundi á Þingvöllum. Síðan hefur mikil umræða farið fram á landinu og sýnist sitt hverjum. Grunnur þeirrar gömlu er hálftíma lesning, er byggð á stjórnlögum sem Danir gáfu og eru barn síns tíma. Ekki fannst mér viturlegt að slást í hóp mér færari og viturri manna. Þó … Lesa meira
Ein hugsun, eitt skref
Það er auðvelt að segja „lífið er fullt af tækifærum“ og minnsta mál að tala við aðra eins og maður viti þetta. En ef þú í leyni hugsar stundum á þá leið að ekkert nýtt sé að gerast í lífi þínu, að þú sért í sömu sporum, að tækifærin séu ekki að koma til þín, þá veistu þetta ekki í raun. Ástæðan er einföld – eins og allt í Ferlinu. … Lesa meira
Bréf frá sjálfsmorðingja
Í fáeinar vikur hefur bók verið að fæðast í hugskotinu – sem betur fer afar stutt – sem fjallar um sjálfsmorð og það samfélagsmein sem það er. Orð mín sem betur fer afar stutt tekur til þess að ég ætlaði aldrei að skrifa hana. Hún fæddist nýlega sem hugmynd. Ég hef aldrei litið svo á að þetta efni sé inni á mínu áhugasviði. Auk þess sem mín bíða verkefni sem … Lesa meira
Viðhaldsdyggðir Þjóðanna
Ég tók mér það bessaleyfi fyrir fáeinum árum að vélrita upp bókina „Viðhaldsdyggðir Þjóðanna“ sem er lítið kver eftir Bjarna frá Vogi. Kverið er gefið út árið 1917 meðan heimsstyrjöldin fyrir geisaði og er því tæplega aldar gamalt í dag. Heimurinn hefur breyst á þeim tíma sem liðinn er, í tæknilegum skilningi og um margt í andlegum skilningi, en þó er mannkynið enn hið sama og þá. Bókin er vistuð … Lesa meira
Þú ert hvatningin
Það kemur viss dagur og hann kemur hjá okkur öllum. Sum hafa áður fengið hann í öðru lífi á öðrum stað í tíma og rúmi. Stundum æfum við hann aftur og aftur og aftur og í hvert sinn erum við sterkari, pússaðri og ríkari. Stundum höfum við þurft að falla, ekki einu sinni og ekki tvisvar heldur jafn oft og við höfum staðið aftur upp. Í hvert sinn segjum við í … Lesa meira
Afstaða sannleikans
Eins og allir vita bjó Gandhi og starfaði í Suður Afríku árin 1893 til 1914 er hann samþykkti að flytja til Indlands þar sem hann hélt áfram baráttu sinni fyrir „afstöðu sannleikans“ sem hann nefndi á Indversku Sathyagraha. Það kann að bera í bakkafullan lækinn að nota tækifærið og segja fáein orð um þessa kraftmiklu afstöðu í dag, í minningu stórmennisins Nelson Mandela. Mér þykir þó upp á Íslensku, að … Lesa meira
Hugarmynstur nútímans
Fyrir meira en tveim árum hætti ég að horfa á sjónvarp með öllu. Reyndar hef ég slakað örlítið á síðustu mánuði og lít á stöku bíómynd, líklega tvisvar til þrisvar í mánuði. Mig langar í kjölfarið að skauta smávegis út á hálan ís með kenningu sem kraumar í mér. Upphaflega átti þetta sjónvarpslausa tímabil aðeins að vara frá ágúst mánuði og til jóla. Ástæðan var einföld, mig langaði að lesa … Lesa meira
Hið heilaga orðagjálfur
Atkvæði þitt í kosningum er ávísun á vald þitt. Þegar þú gengur inn í kjörklefa þá velur þú hver eigi að höndla ávísun þína næstu fjögur ár. Þú velur fulltrúa þinn, eða handhafa valds þíns, af lista sem var valinn fyrirfram. Þú hefur engin áhrif á hvernig það val fer fram. Þegar þú velur handhafa valds þíns þá hefurðu tvennt til að miða við. Annars vegar sögu þessa handhafa undangengin … Lesa meira
Kóngur valdi fánann
Ég elska Ísland og Íslenska þjóð, sem er hið sama í mínum augum og að elska sjálfan mig. Allt það góða og besta í sjálfum mér sprettur af sama meiði og Íslenska þjóðin. Ég er hluti af henni. Allt sem er gott í minni þjóð er líka gott í mér. Það er eins með það sem er óæskilegt. Í mínum augum er ekkert sem er vont eða illt en sumt … Lesa meira
Fimm skref til óhamingju
Fyrir mörgum árum kom út bók á ensku – sem ég held að hafi verið þýdd – og var titilinn svona: „Seven habits of highly effective people.“ Ekki er vonum að spyrja að bókin varð metsölubók. Síðustu ár hefur efni af þessu tagi – eða sjálfshvatningar og sjálfsþróunar efni – verið afar vinsælt á Íslandi. Segja má að við séum fimm til sjö áratugum á eftir Bandaríkjunum hvað þetta varðar, … Lesa meira
Andaverur hins illa
Það má ekki lengur trúa því að ill öfl séu til, hvað þá að þau stjórni fólki, og enn síður að þau ráðist sérstaklega að fólki sem iðkar heiðarleika og heiður. Því ef hið illa er til, og ef það er rétt sem Biblían kennir, að til séu „andaverur vonskunnar í himingeimnum“ (svo ég vitni í Pál postula), þá er það virkt afl sem vinnur gegn einhverju góðu. Hið fyndna … Lesa meira
Skapandi hjátrú
Í Afríku er mikið um veiðþjófnað á þrennum dýrategundum. Kannski eru þær fleiri en ég veit um þessar þrjár: Górillur til að selja á þeim hendurnar. Fílar til að setja tennurnar á píanó. Nashyrningar til að auka kyngetu fáeinna fávita. Helsta lækningin við þessari forsmá er ofbeldi. Górillur eru í útrýmingarhættu (98% sama DNA og við). Nashyrningar og fílar eru einnig í hættu. Svo eðlilega er bannað að veiða þessu … Lesa meira
Opinber hugarhýt
Fjórar spennandi spurningar: Hvað er miklu eytt í tölvukaup á vegum hins opinbera. Hve mikið er eytt í hugbúnaðarkaup á vegum hins opinbera? Hversu mikið af hubúnaðarkaupum hins opinbera er erlendur hugbúnaður? Eftir hvaða stöðlum er farið við val á opinberum hugbúnaði? Er til svar við þessum spurningum? Er einhvers staðar til staðall fyrir gagnageymd Íslenska lýðveldisins? Eru til faglega skilgreindar aðferðir við þróun hugbúnaðar innan stofnana? Hvernig skyldi erlendur … Lesa meira
Fyndinn aldursmunur
Ég skrapp í bankann s.s. venjan er um mánaðmót. Sat ég þar, tíundi í röðinni, og hafði gaman af að horfa á fólk og ímynda mér sögu þess. Þótti mér margir, á öllum aldri, æði hoknir. Inn kom maður, hnarreistur og röskur, leit hann í kringum sig og horfði á fólk. Var hann greinilega vanur að lesa fólk og fljótur að fatta margt. Leit hann örsnöggt í augu mér og … Lesa meira
Boltinn og risinn
Í spádómsbók Daníels er því lýst hvernig heimsveldi hins illa verða mölvuð af sigri hins góða. Þar er heimsveldunum líkt við risa. Lýsing á risanum er eftirfarandi: 32Höfuð líkneskis þessa var af skíru gulli, brjóstið og armleggirnir af silfri, kviðurinn og lendarnar af eiri, 33leggirnir af járni, fæturnir sums kostar af járni, sums kostar af leir. Mismunandi er hvernig menn túlka drauminn. Er þetta betur útskýrt í bók minni „Orðatal um Biblíuna.“ … Lesa meira
Íslenzkur er Hálfálfur
Undanfarið hef ég sífellt betur séð, að við erum ekki tengd. Við Íslendingar sko! Látum vera þó við séum sífellt að rífast. Látum vera að við eyðum 200 milljónum í álstarf frekar en 5 milljónum í ferðastarf. Látum vera þegar við beygjum okkur eftir sápunni þegar banki er í augsýn og að sjaldan er banki úr augsýn. Ekki þarf að nefna pólitíkina. Öllum er ljóst að sú tík þarf meira … Lesa meira
Laumglymur andans
Á milli ellefu og hálfeitt á kvöldin kemur kyrrð. Þetta finnst best í bæjum og þorpum. Hið sérstaka við þetta er að umferðarniðurinn þagnar mun fyrr, eða á milli hálfníu og hálftíu. Fyrst niðurinn úr umferð er löngu horfinn, þegar kyrrin kemur, þá hlýtur að vera annað á ferð. Tvennt kemur til greina að mínu mati. Annars vegar fara flestir til náða á fyrrgreindum tíma. Líklega eru þrír fjórðu mannfjöldans … Lesa meira
Dómur krists
Guð einn veit, því ég tel það ekki, hversu marga ég hef hitt á ævinni sem vita hvað Guð er. Færri þeirra hafa þó sagt mér hver hann er, því fæstir þeirra ræða við hann. Þó hafa þau öll lesið um hann. Sérstaklega þykir mér áhugavert hversu mikið af yfirborðsfíflum þykjast vita hver vilji Guðs er, bara því þau hafa lesið hnausþykka bók sem þau telja að sé orð hans. … Lesa meira
Nýtt Ísland í hnotskurn
Það fyrsta sem þú hugsar við fyrirsögn á borð við „Endurreist Þjóðveldi“ er „afturhvarf til forneskju.“ Þú hefur rétt fyrir þér, og um leið er hugur þinn blekktur. Hugsjónin fyrir endurreist Þjóðveldi er þess eðlis að ekki er hægt að taka afstöðu eftir fyrirsögn eða fimm mínútna tímaritsgrein. Höfum í huga að flest skrif á Vefnum eru í eðli sínu tímaritsgreinar. Þó má vekja spurningar og leyfa lesandanum að svara. … Lesa meira
Ekki gamalt heldur nýtt
Hugmyndin að nýju Íslandi er ekki ný af nálinni. Þessi hugmynd birtist, á því sem næst hverri öld frá landnámi. Við megum ekki gleyma því að Íslenska þjóðin fæddist vegna þess að nýbúar árið 900 vildu nýtt land og nýtt samfélag. Við erum svo upptekin af því að rífast og jagast – um misstór málefni – að við gleymum því hvaðan við komum. Við gleymum því að gildin sem þjóðin … Lesa meira
Menntunar holan
Íslenska þjóðin býr að bestu menntun í heimi – eða svo er sagt. Þó kemur hún illa út úr samanburðar rannsóknum. Læsi virðist fara hnignandi og kerfið er talið dýrt, jafnvel óskilvirkt. Víða heyrast viðtöl við sérfræðinga með ýmsar skoðanir en flestir tala þeir mest um kannanir og stefnur. Minna bólar á einföldum úrræðum til úrbóta, eða betrumbóta. Minna ber á þeim röddum sem ræða um hvað rétt sé gert, … Lesa meira
Litadýrð í blómagarði
Ég var svo lánsamur sem ungur piltur að alast upp í sveit. Ég var einnig svo lánsamur þegar ég var drengur, að komast að því að til var samkynhneigt fólk. Ennfremur var ég svo lánsamur að mér var kennt af fullorðna fólkinu að bera virðingu fyrir fólki sem er öðruvísi en ég sjálfur. Þegar ég var drengur fannst mér þó óþægilegt að til væru drengir sem þættu aðrir drengir sætir. … Lesa meira
Rányrkja opinberra stofnana
Skuldin á bak við Bröttukinn 7 var spunnin eftir vel þekktri uppskrift: Desember 2007 Höfuðstóll 11 milljónir. Eign 6 milljónir. Kaupverð 18 milljónir. September 2010 Skuld 18 milljónir. Eign – mínustala. Matsverð eignar 16 milljónir. Desember 2011 Uppboð fyrir Íbúðalánasjóð (opinber stofnun) á vegum Sýslumanns (opinber stofnun): Hæsta boð, slegið og selt, 3 milljónir. Júlí 2013 Héraðsdómur Reykjaness (opinber stofnun) dæmir leigjanda (áður eiganda) til útburðar vegna 200.000 króna skuld … Lesa meira
Drónar í flugi og hugsun
Valdahóparnir á bak við Bandarísk stjórnvöld tilheyra menningarsýn sem er ekki kristin. Meirihluti þeirra auðmanna eru af Hebreatrú sem trúir því að Palestína sé þeirra fyrirheitna land og það sé loforð frá skaparanum. Í þeirri trú eru allar þjóðir, utan Hebrea þjóðarinnar skríll sem „tilheyrir þjóðunum“. Þjóðirnar eru nefndar Gentiles á ensku sem merkir hina óumskurnu. Síðari þýðingar hinna hebresku ritninga breyttu þessu orði því margir þjóðfélags og trúrarhópar nota umskurn … Lesa meira
Áttavillt hugsun í tölvuveröld nútímans
Árið 1993 kynntist ég tölvum og forritun í fyrsta sinn. Það ár hóf ég útgáfu tímarits um tölvur sem hét ET-blaðið og gaf það út til ársins 1997. Þetta var skemmtilegt tímabil sem kenndi mér margt. Þegar ég hóf útgáfuna voru margir í tölvu- og hugbúnaðar bransanum sem fullyrtu að slík útgáfa væri ekki framkvæmanleg hérlendis. Það hefði verið reynt margoft áður. Mér tókst þó að gefa út 13 tölublöð … Lesa meira
Fjórir leyndardómar hins kristna heims
Orðatal er eina bókin um kristna trú sem útskýrir hvers vegna Djöfullinn eigi létt með að tæla mannshugann. Hún er eina bókin sem fullyrðir að Kristur kirkjunnar sé Andkristur og að boðskapur Jesú sé falinn fólki. Er þar fullyrt að prestastéttin séu „embættismenn trúarbragðanna“ og séu beinlínis fulltrúar andskotans. Fyrir leikmann kunna þessi orð að vera fullsterk og öfgakennd en rauði þráðurinn í Biblíunni er einmitt sá að Djöfullinn Satan … Lesa meira
Orðatal um leyndardóma Biblíunnar
Ég hef nýlega lokið uppkasti að bók sem ég nefni Orðatal. Hún fjallar um Biblíuna út frá sjónarhóli hins kristna heims. Einblýnt er á rauða þráðinn í spádómum hennar og flett ofan af því hvað Jesús var og samsærið sem hvergi er útskýrt annars staðar. Sem stendur er aðeins um uppkast að ræða. Hér og þar eru mismælisvillur, aðallega hvað varðar nöfn, og upptökurnar eru mjög hráar. Því bið ég … Lesa meira
Hið heilaga nú
Hið heilaga nú nýtur mikilla vinsælda síðustu ár. Margir kennarar eru útblásnir af fullyrðingum þess að maður þurfi að lifa í núinu eða tengjast núinu og þar fram eftir götunum. Margir trúa þessum þvættingi. Ég trúði þessu líka hér áður – enda virkar þetta augljóst. Ef þú ert í núinu hefurðu varla áhyggjur af morgundeginum? Varla ertu að dragnast með fortíðina ef þú ert í núinu? Það virðist því augljóst … Lesa meira
Brísíngamen Freyju
Ég leyfði mér að vélrita upp og setja á vefinn bók eftir Skugga (Jochum Eggertsson). Bókin heitir Brísingamen Freyju. Bókin er um margt merkileg og mér finnst að hún verðskuldi að vera aðgengileg. Ég geri mér ljóst að hér eru siðferismörk að veði, því hún er líklega bundin höfundarrétti. Hins vegar er hún nærri hvergi aðgengileg, og efni hennar er stórmerkilegt. Brísingamen Freyju (pdf) má sækja frítt á shop.not.is. … Lesa meira
Letihaugur jólasveinn og uppruni Jólasveinanna
Fyrir fáeinum árum bilaði bíllinn minn í Krísuvík, tæpri viku fyrir jól. Þetta var seint um kvöld og ég utan þjónustusvæðis. Því var um eitt að ræða: Ganga framhjá Kleifarvatni upp í Vatnsskarð og hringja eftir hjálp. Þar sem ég geng í myrkrinu, en þetta var rétt eftir ljósaskipti, heyri ég að gengið er á eftir mér og pískrað. Óttaðist ég mjög hvaða draugur væri að gera mér grikk þarna … Lesa meira
Hljóðbókin „Jákvæða Ferlið“
Þar sem bókin „Ferli hins jákvæða vilja“ var enn ekki tilbúin voru góð ráð dýr. Ég var vissulega búinn að skrifa alla bókina. Hins vegar finnst mér hún of þykk því hún var á fjórða hundrað síður. Mér fannst þá og finnst enn að hún þurfi að minnka um helming. Auk þess er á stöku stað um endurtekningar að ræða, eða umræða sem fer yfir markið (Overkill). Þar sem Ferlið … Lesa meira
Endurreist Þjóðveldi 2013
Hugmyndin að Endurreist Þjóðveldi fæddist óvart. Sem áhugamaður um heimspeki og trúmál hef ég aldrei haft áhuga á stjórnmálum og lítinn á samfélagsmálum. Ef eitthvað er hafði umræða stjórnmála og ýmissa samfélagsmála gert mig fráhverfan þeim vettvangi. Í raun var það þrennt sem varð kveikjan að viðsnúningi mínum. Þegar ég þróaði „Ferli hins jákvæða vilja“ lærði ég hvernig reiður og bitur maður getur umsnúið eigin persónu til jákvæðrar og skapandi … Lesa meira
Raunir Kornelíu
Stutt hljóðbók um afleiðingar kynferðisofbeldis í æsku. Fylgt er eftir ævihlaupi og rakin saga konu sem nefnist Kornelía. Er líf hennar skoðað fram á miðjan aldur. Bókin er eingöngu útgefin sem stutt hljóðbók og er hún frí til lestrar (hlustunar). Bókina má niðurhala frá bókasetri mínu shop.not.is en hún er einnig vistuð á rafrænu Þjóðarbókhlöðu rafhladan.is eða spila beint af media.not.is.
Varðmenn kvótans
Sagan af því þegar kvótakerfið var opið fyrir tölvuárásum og maðurinn sem lokaði holunum var látinn víkja. Að góðborgarar Fiskistofu, eyðilögðu frama þessa samstarfsmanns og fór þar fremstur Árni Múli Jónasson þáverandi Fiskistofustjóri. Allar myndir í bókinni tengjast Fiskistofu með beinum eða óbeinum hætti. Bókin er útgefin á Acrobat sniði (pdf) og einnig sem hljóðbók. Acrobat bókinni má hlaða beint niður í tölvuna þína og prenta út. Acrobat sniðið má … Lesa meira
Tíminn er spírall
Önnur stærsta uppgötvun í hugarlandi mannkynsins er tíminn. Við ráðum ekki við tímann því við getum ekki flýtt honum, hægt á honum né ferðast um hann. Þó dreymir okkur um að geta það. Þegar við nálgumst þá hugmynd, hvort hægt sé að ferðast í tíma, vakna spurningar á borð við hvort við viljum nokkuð vita hvað sé í framtíðinni og hvernig myndi líf okkar vera, eða myndum við yfir höfuð … Lesa meira
Út fyrir garðshliðið
Í dag var ég eitthvað orkulítill og ekkert alltof jákvæður (já það gerist). Ég þurfti að sinna pappírsvinnu á bæjarskrifstofunni og ákvað að fara þangað fótgangandi. Það er jú hressandi „daufum huga“ að ganga daglega? Eftir að hafa viðrað hundana og fengið mér kaffi skellti ég mér af stað í bæinn. Ég þurfti ekki að fara víða en kom við á ýmsum stöðum auk bæjarskrifstofanna, bæði á leiðinni í bæinn … Lesa meira
Sem betur fer svekktur
Allt sem þú hefur heyrt að sé rétt, gæti verið rangt. Allt sem aðrir hafa komið inn í hausinn þinn að “eigi að vera á hinn eða þennan veginn” gæti verið rangt. Vel er hugsanlegt að þitt eigið innsæi viti mun betur hvað máli skiptir, ef þú þorir út fyrir ramma viðtekinnar hugsunar. Allir sem þú lítur upp til, því þeir voru fullorðnir og lífsreyndari þegar þú varst barn, gætu … Lesa meira
Sein í toppstykkinu
Þú veist aldrei hvaðan fólk er að koma. Ég fór inn í búð og stúlkan sem afgreiddi mig – ég var að biðja um ákveðna vöru – átti erfitt með að fatta hvað ég var að biðja um. Þangað til ég talaði hátt og skýrt. Ég hugsaði með mér “er hún eitthvað sein?” Ég stimplaði hana, “hún er hægvirk í toppstykkinu”! Svo þurfti ég eitthvað að spyrja meira og athuga … Lesa meira
Sársaukaflótti
Við lifum í neyslusamfélagi sem elur okkur á hugsanabjögun. Við eigum að leysa öll vandamál, greina þau og afgreiða. Útskýring sé til við öllu og allt megi flokka niður. Fjölmiðlar eru gott dæmi um þetta: Allt er metið í tölum. Við erum hætt að rýna í eigin hegðun og alin á að það sé tabú. Enginn má gagnrýna annan fyrir neitt og stutt í móðgunargirni hjá flestum. Rétt svo má … Lesa meira
Sagan þín er mikilvæg
Á hverjum degi heyrirðu sögu og oft margar. Við heyrum fólk í daglega lífinu segja frá því sem á daga þess drífur. Við heyrum frásagnir af kunningjum vina okkar og vinum ættingja. Við heyrum frásögur í útvarpi og sjáum sögur í sjónvarpi. Dagblöðin segja okkur sögubúta og hver einasta saga á samlegð. Samlegðaráhrif hverrar sögu við allt sem þú veist og hugsar mátast við heimssýn þína og mótar viðhorf þín. … Lesa meira
Óskaplega einmana
Fólk er einmana, líka þeir sem hafa félagsskap. Enda engin furða, enginn hefur tíma til innihaldsríkra samskipta. Í dag eru samskipti mikið í farvegi smásetninga á Facebook og þegar spjallað er saman er það oftast í athugasemdum við sjónvarpið. Kannastu við fólk sem tekur „uppáhalds sjónvarpsþátt“ fram yfir samskipti við góðan vin? Talandi um sjónvarp. Er algengt að fólk ræði saman með sama hætti og í sápunum? Þegar barist er … Lesa meira
Lífskrafturinn
Trú er viðkvæmt umræðuefni í nútímanum og oft flókið. Þegar ég var í „12 sporunum“ hitti ég oft fólk sem sagði við mig „Ég get ekki notað þau, ég þoli ekki allt trúar kjaftæðið.“ Hvað á að segja við mann sem er stoltur af trú sinni á að enginn Guð sé til, svo hann nýti sér mátt trúar? Þú breytir ekki trú annarra, og virðing fyrir annarra trú er Ferlinu … Lesa meira
Kvíði
Brot úr bókinni „Ferli jákvæða viljans“ um úrræði við kvíða: … Sá sem missir allt verður hræddur. Að missa heimili sitt, eða fjölskyldu sína eða starfsframa sinn, eða félagslíf sitt. Að verða fyrir ástarsorg, að missa aleiguna og standa eftir einn. Að verða fyrir einelti í starfi og missa starfið vegna afstöðu fólks til fortíðar sem þú hefur unnið úr og verða fyrir aðkasti víðar af sömu sökum. Vera án … Lesa meira
Sorgarferli getur verið Sorgargjöf
Að syrgja er eitt af því erfiðasta sem við göngum í gegnum. Hvort heldur sé látinn ástvinur, horfið ástarsamband, hlutir sem við áttum og „elskuðum að eiga“ – eða hlutir af okkur sjálfum. Við getum misst heilsu, líkamshluta, eða stöður í samfélagi. Hægt er að syrgja allt sem átt hefur og misst hefur. Jafnvel má ganga svo langt að syrgja skoðanir og tilfinningar sem við höfum kynnst. Ekki nóg með það … Lesa meira
Krabbamein hugans
Eftirfarandi er úr „Veikleiki verður að styrk“ úr bókinni „Ferli jákvæða viljans“ … Ég hef fundið í fáeina daga að ég hef verið daufur í dálkinn. Þó er daufur í dálkinnkannski ekki réttnefni. Segjum frekar orkulítill og magnlaus. Meiri áhugi á að spila leiki frekar en starfa og fundið fyrir kvíða og hjartslætti. Ekki beinlínis verið þunglyndur en haft minni trú á sjálfan mig og verið vondaufur. Ekki haft sterka trú … Lesa meira
Hvað virkar
Þegar ég fór fyrst til sálfræðings var ég að flýja sársauka, eða bara vanlíðan. Ég var þá ungur maður, um það bil þrátíu og fimm ára gamall, og blessunarlega vel makaður í sambúð. Svo liðu fjögur ár og ég lærði margt, bæði um mig og aðra. Eitt af því fyrsta sem ég rakst á var að fólk heyrir ekki það sem sagt er við það. Ótrúlegt ekki satt? Þegar einhver … Lesa meira
Hið einfalda viðhorf
Ferli hins jákvæða vilja er einfalt viðhorf til lífsins: Að áhyggjur, þunglyndi, þróttleysi og vanlíðan sé ávallt spurning um viðhorf. Að vera háður neikvæðri hugsun og vanlíðan er ávallt erfitt. Hið síðara er ekki alltaf augljóst þar sem um hugsun er að ræða og við erum ekki vön að gagnrýna hugsun okkar. Hið síðara er ávallt augljóst því tilfinningar stjórna allri okkar líðan og við erum háð líðan. Oft fer … Lesa meira
Tilgangurinn er enginn
Smám saman mótast tilgangur okkar út frá reynsluheimi. Fyrst mótast hann af skoðunum okkar, oft skoðunum sem við tókum í mót frá umhverfinu. Umhverfið í fjölskyldum okkar, síðar skólum og félagslífi gefur okkur viðhorf og skoðanir sem við nýtum sem vind í seglin, þegar við höldum út í heiminn og leitum okkur frama. Þegar frami finnst fara umhverfisáhrif – núningsáhrif – þeirra sem við lifum af að móta skoðanir okkar … Lesa meira
Ferli hins jákvæða vilja
Nútímalíf er skemmtilega einkennilegt. Þunglyndi er daglegt líf margra. Reiði tröllríður heimilum. Vonleysi er viðvarandi víða. Yfirborðsmennska hefur meira vægi en gömul gildi. Draumar breytast í vonbrigði. Dómharka sjálfsögð en fyrirgefning erfið. Afar okkar og ömmur þurftu bréfaskriftir – sem tóku vikur – til samskipta við ástvini erlendis. Við höfum SMS og email. Fyrir einni kynslóð tók dagleið að ferðast frá Reykjavík til Akureyrar, á vondum vegum sem kallast þvottabretti. Í … Lesa meira
Fangelsi hjartans og Hjólfar hugans
Frelsi er eitthvað sem við öll elskum. Frelsi til að ferðast, frelsi til að trúa, frelsi til að kjósa, frelsi til að eiga okkar eigið. Við viljum vera frjáls og við viljum ekki láta hefta okkur í neinu. Við þolum ekki þegar aðrir binda okkur á klafa og þrengja að okkur. Við þolum ekki þegar við erum blekkt til að veita málstað brautargengi í stjórnmálum og vera lítilsvirt með sviknum … Lesa meira
Að kynnast sjálfum sér
Fyrst þegar ég heyrði þetta sagt – þú þarft að kynnast sjálfum þér – fannst mér það asnalegt. Hreinlega fáránlegt. Því ég þekki sjálfan mig. Ég veit hvernig ég vil hafa morgunkaffið mitt, hvað mér finnst gott í matinn, hvernig sjónvarpsefni ég horfi á og hvaða skoðanir ég hef. Hananú. Ég hlustaði þó á manninn og hann útskýrði fyrir mér að þú getur ekki þekkt aðra fyrr en þú þekkir … Lesa meira
Að hugsa rétt
Tilvitnun úr bókinni „Ferli jákvæða viljans“: … Árið 1940 kom innrás Þjóðverja í Frakkland, Belgíu og Holland. Þeir sigruðu þessi lönd á innan við mánuði og hernumdu þau. Rúmu ári síðar höfðu þeir lagt undir sig Balkanskagann og Grikkland, voru meðan í stórsókn í Norður Afríku. Þeir ógnuðu Bretlandi með kafbátahernaði og loftárásum meðan þeir réðust inn í Rússland og mölvuðu hervél Rússa. Í ársok 1942 réðu þeir yfir Evrópu … Lesa meira
Áhugamál og frami
Ertu í starfi sem veldur þér ánægju? Færðu útrás í áhugamálum? Áttu áhugamál? Maður nokkur sagði „ég þarf ekki áhugamál, því mér finnst gaman í vinnunni.“ Djúpt í árina tekið? Hefur tannlæknir ánægju af vinnunni? Hvað veist þú um það? Áhugamál er allt sem þú hefur áhuga á! Að spila Golf, eða fara á hestbak, nú eða prjónaskapur og sportbílar. Áhugamál eru svo mörg og við höfum öll áhuga á einhverju. … Lesa meira
Draumar og innra líf
Manstu það sem þig dreymir á nóttinni? Eru draumar kannski bara rugl? Hefur þú lent í því að koma einhversstaðar og kannast við að það hafi gerst áður? Getur verið að þig hafi dreymt fyrir því? Getur verið að þú vitir hvernig líf þitt mun fara? Allir hafa upplifað að draumar þeirra rætist. Við höfum öll lent í því að tilveran skammtar oft meira en það sem við látum okkur … Lesa meira
Heilsa
Sama hversu mikið þú vinnur með hugsanir, tilfinningar og viðhorf. Þá skiptir máli hvernig þú hreyfir þig. Sá sem gengur rösklega í tuttugu mínútur daglega getur losað sig við tíu kíló? Þeir sem fara stigann í stað lyftunnar eru kraftmeiri og þreytast síður. Þeir sem leggja bílnum lengra frá vinnunni upplifa minni streytu en aðrir. Flestir sem eru ósáttir við sjálfa sig nenna lítið að hreyfa sig. Hamingjusamt fólk er … Lesa meira
Samfélagslíf
Einmana fólk kvartar yfir að fáir hringi, fáir komi í heimsókn og það eigi fáa vini eða nána kunningja. Þeir sömu eru yfirleitt uppteknir af eigin vandamálum og vanlíðan. Öruggt er að þú finnur fleiri vini ef þú hlustar meira og segir skemmtilega frá. Til er mikið af fólki sem þekkir ekki einmanaleika. Fólk sem á mikið af góðum kunningjum og vinum, eru áhugasamir um sögur annarra, og tala lítið … Lesa meira
Viðhorf og venjur
Hver kannast ekki við þessa tilfinningu? Að vera með fáein kíló í yfirvigt og vilja breyta því ástandi. Vandinn er augljós: Ég borða meira en ég brenni. Lausnin er jafn einföld, að brenna meira eða borða minna. Ef lífið væri alltaf jafn einfalt á borði og í orði myndum við ekki þurfa lausnir eins og Ferlið. Ég hef tekið eftir því að ég borða meira þegar ég er leiður eða … Lesa meira
Útlit og framkoma
Það er ekkert eins vont fyrir manneskju eins og að líta illa út. Nema kannski að lykta illa eða vera leiðinleg. Veistu hvað mikið er af fólki sem eyðir miklum tíma og miklu fé í að líta vel út? Eritt er að hitta og umgangast fólk þegar maður veit af útliti sínu og skammast sín fyrir það. Hefur þú hitt manneskju sem leit illa út í klæðaburði, en þér líkaði … Lesa meira
Trú
Öll kerfi sem vinna með sjálfsrækt vinna með trú. Sum vinna með trú á sjálfan sig, aðrir með trú á æðri mátt, enn aðrir með trú á tilveruna. Ferlið er engin undantekning. Trú er einn kraftmesti þáttur í mannlegu samfélagi. Allir hafa ferðast í borgir sem prýða stórar og fallegar dómkirkjur. Að skoða dómkirkju og spyrja sig hvers vegna þeir tímdu að byggja hana harflar ekki að nokkrum manni. Við vitum … Lesa meira
Tilfinningalíf
Dag einn leið mér illa, sársaukinn var yfirþyrmandi. Ekki man ég hvers vegna. Man hins vegar að ég fór í útivist þennan dag. Ég gekk einhvern spöl í fallegu landslagi en ég tók ekki eftir neinu – bara eigin vanlíðan. Ég stoppaði einhversstaðar og leit yfir farinn veg, bæði minn eiginn og í náttúrunni. Skyndilega vaknaði ég. Það sem olli vanlíðan minni, var bara tilfinning. Tilfinning er bara tilfinning. Tilfinning … Lesa meira
Eftirfylgni
Allir þáttakendur í aðal námskeiði hafa aðgang að eftirfylgni. Eftirfylgni er vikulegir fundir undir stjórn leiðbeinanda. Fundirnir eru stuttir eða tveir tímar að hámarki. Þar er rifjað upp efni frá leiðbeinanda og einnig frjálst efni frá þáttakendum. Einn styrkur Ferlisins er einmitt sá, að fólk sem stundar það bætir sjálft við reynslusarpinn og þekkinguna. Börn eru velkomin á þessa fundi. Öll sjálfshvatningar námskeið ná mestum árangri á fyrstu vikunum, síðan dvína áhrifin. … Lesa meira
Lögmál aðlöðunar
Margir hafa séð myndina The Secret þar sem mest er lagt út frá hugtaki sem á ensku nefnist „Law of Attraction“ sem kennt er víða og við flest þekkjum. Í Ferlinu er þetta lögmál vissulega notað. Hér eru tekin fáein dæmi um hvernig megi skoða virkni þess. Lögmál aðlöðunar: Ef þú hugsar mikið um að þú hefur skort – þá laðarðu að þér skort. Ef þú hugsar mikið um að „þig … Lesa meira
Áhrifavaldar
Maður sagði „ég er vinir mínir.“ Ef þú umgengst fólk sem stundar mikla útivist ferðu fyrr eða síðar í útivist. Ef þú umgengst fólk sem skeggræðir stjórnmál kemstu ekki hjá því að mynda þér skoðun á stjórnmálum. Ef þú umgengst fólk með neikvæð viðhorf … Áhrifavaldar eru fleiri en vinir þínir og fjölskylda. Þeir eru allt sem hefur áhrif á hvernig þú hugsar og hugsanir þínar hafa áhrif á líðan … Lesa meira
Aðalnámskeið
Mikið er til af aðferðum til að vinna bug á alls kyns meinum. Í samfélaginu eru til alls kyns úrræði með alls kyns uppskriftum að betra lífi, meiri hamingju og fleira og fleira. Ferlið er eins konar uppreisn gegn uppskriftum því þegar þú ert að taka þig á er erfitt að muna lista. Ef þig langar í súkkulaði, þá manstu ekki tíu skref til að grennast. Svo þegar þú ert … Lesa meira
Verkfæri
Þú ætlar að breyta venju á borð við fara fyrr að sofa. Svo hefst skemmtilegt í sjónvarpinu og þú gleymir háttatímanum. Svo vaknarðu þreyttur og hugsar „ég fer alltaf seint að sofa og get ekki breytt því“. Margir nota lista í svona vanda. Ferlið hefur ekki áhuga á listum og skipulagi. Þegar þú ætlar að vaka lengur eða fá þér súkkulaði manstu ekki listana. Flóknar útskýringar á flókinni tækni er ekki … Lesa meira
Þunglynda sjónvarpið
Fólk sem upplifir þunglyndi sýnir einkenni þreytu, skorts á ímyndunarafli og minnkaða lífsgleði. Sést hefur að fólk sem horfir daglega á sjónvarp sýnir svipuð einkenni. Nýlega kom í ljós að sé sjónvarp og tölva tekin frá krónískum þunglyndissjúklingum, læknast 40% þeirra á tveim mánuðum. Sumt fólk hefur áhyggjur af að alls kyns rafbylgjur, frá símum, raftækjum, háspennulínum og fleiri galdraverkum, hafi áhrif á huga okkar. Jafnvel ELF bylgjur sem eru … Lesa meira
Tilurð Ferlisins
Höfundur ferlisins heitir Guðjón Elías Hreinberg. Hann var uppalinn við einelti og fjölskyldan sundraðist snemma vegna sjálfsmorðs föðurins. Á fullorðins árum var hann lengi að finna sinn farveg og flæktist milli starfa. Hann var oft þjakaður af þunglyndi og eirðarleysi. Hann átti erfitt með að lifa með miðilshæfileikum og velktist oft í trúmálum vegna þess. Meðvirkni lék hann grátt í samböndum. Þar kom að innibyrgð reiði og vonleysi leiddi til … Lesa meira
Um Ferlið
Tilveran er einföld, lífið stutt, og gaman að vera til. Eða það finnst flestum. Þó er algengt að fólk lifi við vanlíðan og ýmis konar andlega kvilla s.s. þunglyndi, depurð og kvíða. Ennfremur sést oft að ótti ræður ríkjum og þá svo bældur að sá sem stjórnast af ótta er e.t.v. ekki meðvitaður um það. Sjálfsvanmat og skortur á sjálfsvirðingu orsakar árekstra og frekari vanliðan. Ferli hins jákvæða vilja er … Lesa meira
Fjörbaugsmaður og landvættir
Var að lesa mér til um orðið „Fjörbaugsmaður“ og fann grein frá 1907. Óvart var mér – sem les ekki ljóð – litið á langt kvæði á síðunni og rakst þar á hendingu sem varð mér samstundis kær. Mér hafa landsvættir verið hugleiknir undanfarið ár. Skoðun mín er sú að fjallkonan sé landvættur sem tengi aðra landvætti við þjóðarsálina, okkur. Ég sé vættina sem feiknamikinn landvilja og orku sem taka … Lesa meira
Hinn dugandi maður
Hitt hef ég mann sem hafði lítið að gera á vinnustað. Hann tók til þess ráðs að ganga mikið um vinnustaðinn með klemmuspjald. Í hvert sinn sem hann var tekinn tali lauk hann samtalinu á orðunum „best að þjóða, svo manni verði eitthvað úr verki.“ Fljótlega tók fólk að ráðleggja honum að taka það rólega, hann legði of mikið á sig. Hver sá sem starfað hefur á hjá ríkisstofnun hefur … Lesa meira
Félagsleg frjálshyggja
Afstaða til stjórnmála sem eru langt til hægri og vinstri. Þó eins langt frá miðju og hægt er að fara. Bæði hægri og vinstri eru úrelt hugtök. … þessi grein er minnis glósa fyrir grein sem ég hef ekki enn tíma til að skrifa …
Sannleiks og sáttanefnd
Sannleiks og sáttanefnd, fyrir gerendur og þolendur kynofbeldis, gæti orðið farvegur fyrir gríðarlega heilun og bata fyrir allt samfélagið. Þar getur manneskja stigið fram og segir „ég kem með þessa játningu til að undirstrika að ég er veikur maður og ég þarf hjálp“. Hún hefur vissulega unnið öðrum einstaklingum tjón og skaða. Sjálfur er ég fórnarlamb og myndi vilja opna fyrir farveg sannleiks og sáttanefndar. Þar sem gerendur jafnt sem … Lesa meira
Fjölmiðla uppeldi
Heimurinn okkar – já okkar – er mjög hraðvirkur. Bréf sem eitt sinn var vikur á leiðinni – og tók enn fleiri vikur að rita svar við – og svo fleiri vikur í svarleið, fer nú rafrænt frá einum til annars á sekúndubroti. Þó veröldin hafi breyst hefur mannlegt eðli haldið sér. Karlar í mið Evrópu fyrir tvö þúsund árum flökkuðu um skóga og fjalllendi í leit að veiðibráð. Aðrir … Lesa meira
Heimskerfi óttans
Flest trúarbrögð kenna okkur að heimurinn sé á valdi hins vonda. Flestar heimspekikenningar taka undir þetta. Margar stjórnmálahreyfingar eru sama sinnis. Skoðanahópar, bækur, kennslustefnur, og annað hafarí af viðhorfum elur okkur á því í gegnum söguna að stjórnkerfi veraldar, að trúarbragðakerfin og alla jafna allir sem ráði, séu hluti af samsæri illrar orku, illra anda, eða hvaðeina sem vont er. Á sömu stundu trúa því flestir að það sem þú … Lesa meira
Benjamín, spámaður Guðs
Þegar ég heyrði fyrst um Benjamín H. J. Eiríksson var það í lítilli frásögu innan kunningjanetsins. Ég hef þá verið liðlega tvítugur. Spjallið var á þá leið að hann hefði verið merkur hagfræðingur, en hefði geggjast og áliti sig vera Jesú endurholdgaðan. Ég var meðlimur Votta Jehóva á þessum tíma og að sjálfsögðu var þar litið niður á alla sem ekki voru sömu trúar og þeir. Í dag er ég … Lesa meira
Geld þekking
Þú þröngvar ekki fólki til að hugsa, en þú getur tælt hugsun annarra. Því meira sem þú útskýrir hugsun fyrir öðrum manni, því meir mun hann streitast gegn huga þínum. Gefir þú hugsun þína í skyn – sem er djúp list- leggur hann saman orð þín. Þannig finnur hann á eigin spýtur innihald hugsunar þinnar og öðlast innblástur. Þannig virkar öll hugsanaþróun. Því sá sem öðlast innblástur bætir við sinni … Lesa meira
Eiðsvarinn offiser
Ég hef skoðað sögu Bradley Manning og sögu Julians Assange. Enda ávalt gert mér far um að lesa um málefnin og kynna mér þau. Ég vil vita meira en fjölmiðlar matbúa mér. Þessi maður var eiðsvarinn foringi í her og misnotaði aðstöðu sína. Sértu eiðsvarinn, þá sverðu við heiður þinn. Nú er heiður úreltur á sjónvarpsöld en þó held ég að hann hafi enn merkingu. Ef maður er eiðsvarinn foringi … Lesa meira
Mín veröld sem var
Þegar ég var krakki átti ég annan heim og fór þangað oft. Þar var ég stundum landkönnuður að skoða ókunn lönd og ég lék mér þannig leiki. Ég útbjó mig til landkönnunar með tjaldi og ýmsum græjum og gat gleymt mér tímunum saman á ferðalögum. Herbergið mitt breyttist stundum í ókunnar borgir og undraheima af ýmsum toga. Þegar ég varð unglingur breyttist þessi veröld. Þá fór ég í krossferðir eða … Lesa meira
Lýsing er í minni veröld þjófur
Þegar Lýsing tók af mér bílinn streittist ég á móti sem best ég mátti. Ég hafði borgað í bílnum 60% af láninu.Því miður gat ég ekki lengur staðið í skilum eftir að Fiskistofustjóri eyddi frama mínum. Nú tekur Lýsing bílinn og finnur eitthvað í honum til að gera við. Vissulega þurfti bíllinn viðhald og reyndar hefði ég gert við hið sama og hafði ætlað mér það. Var ég búinn að … Lesa meira
Vefur Fiskistofu útgefinn
Þessi grein er er kaflabrot úr bók minni „Varðmenn kvótans – Fiskisaga af einelti:“ Það var ekki óalgengt að ég ynni fram á kvöld þær vikur sem ég vann mig í gegnum mesta álagspunktinn. Það var síðustu vikurnar áður en þáverandi Sjávarútvegsráðherra opnaði nýja vefinn með pompi og prakt, óvitandi að hann var að sýna gömlu fötin keisarans eftir litun. Skömmu áður en eineltið náði hámarki var haldinn blaðamannafundur hjá Fiskistofu með … Lesa meira
Hikandi ég frekar en ég án hlutverks
Einu sinni kom Peter Sellers, sá ástsæli gamanleikari, í viðtalsþátt. Spyrillinn hafði orð á því að Sellers hefði tekið skýrt fram við sig, að hann myndi ekki koma sem hann sjálfur. Peter Sellers var þekktur fyrir þetta viðhorf, og útskýrði að ég held aldrei hvers vegna hann var svo harður á þessu. Á hverju sem tautaði og raulaði var hann fyrst og fremst leikari og þverneitaði á nokkurn hátt að … Lesa meira
Aldur jarðar
Alheimurinn er talinn vera 13.77 milljarða ára. Það útleggst sem 13.770.000.000 ár! Jörðin er talin vera 4,54 milljarða ára, sem úttleggst sem 4.540.000.000 ár! Jörðin hefur því lifað í 32% af aldri alheimsins! Sólin okkar er talin um 60.000.000 árum eldri en jörðin, sem gerir hana 4,6 milljarða ára. Tja, jafngamlar! Sólin er bara 22ja ára, þó er hún miðaldra. Þannig að við höfum allavega milljarð ára til að finna og … Lesa meira
Sniðganga sem úrræði
Við þekkjum nöfn á borð við Gandhi. Krúttlegur lítill kall á lendaskýlu sem var Indverji. Flestir vita að hann er frægur, og sumir að hann var pólitískur eða andlegur leiðtogi. Einhverjir hafa séð bíómyndina og vita þetta aðeins nákvæmar s.s. að hann var lögfræðimenntaður frá London. Enn færri muna eftir að hugmyndir hans og aðferðir – eða orðfæri – þjálfaði hann í Suður Afríku sem var fasistaríki innan Breska Heimsveldisins. … Lesa meira
Rafmagns kostnaður
Um svipað leiti og jakkalakkar orkuveitunnar hækkuðu hitann hækkaði rafmagnið. Maður spurði sjálfan sig hverrar þjóðar þessi kvikindi væru. Efnahagur landsins í molum, þeirra eigin skuldsetning fram úr hófi fáránleg, og ég ríkisborgarinn skyldi borga brúsann og stillt upp við vegg til þess. Þar sem ég hafði þegar ákveðið að lækka eigin hitakostnað, með smá áreynslu og árvekni, þá var um aðeins eitt að ræða. Borgaraleg mótstaða! En hvernig lækka … Lesa meira
Hitakostnaður
Fljótlega eftir hrun hækkaði hitinn. Í fjölmiðlum höfðu reglulega birst fréttir af skuldum hitaveitunnar – eða orkuveitunnar – og að erlendu lánin þyrfti að greiða. Ljóst var hver ætti að greiða! Ekki þeir sjálfir! Svo kom að því að hitinn hækkaði, svo sem búast mátti við. Ekki ætluðu Jakkalakkar að axla ábyrgð. Ekki voru þeir að missa störfin sín, lækka í launum, eða á annan veg í hættu. Ég staldraði … Lesa meira
Flókin veröld
Við lifum í veröld sem er bæði flókin og einföld. Það er auðvelt að finna sér vinnu ef þú ert tilbúinn að vinna í hverju sem er, en flókið ef þú gerir kröfur. Að sama skapi er einfalt að móta sér viðhorf til nútímans ef þú fylgir fréttum, en ef þú lest þér til og kynnir þár málin flækist myndin. Það er til hellingur af efni sem varpar hulunni af … Lesa meira
Beðmál og næmi
Hefurðu horft á „Sex and the City“? Flottir og vinsælir sjónvarpsþættir um fallegar konur sem búa í New York. Þær eru allar taugaveiklaðar, kynþokkafullar og eftirsóknarverðar ungar konur. Í það minnsta á skjánum. Ég sá þessa þætti fyrst fyrir tólf árum og ég horfði. Er til karlmaður sem ekki horfir á sjónvarpsþátt sem sýnir fallegar þokkagyðjur? Þær eru vel til fara, vel vaxnar, falleg andlit, galtómar og taugaveiklaðar. Jæja ein … Lesa meira
Hin neikvæða pjulla
Lífið hefur húmor, Guð hefur húmor. Góðir menn hafa húmor. Femínistar hafa húmor á óskalista framtíðarnámskeiða í réttviðhorfaskólanum, en ekki ofarlega í forgangi. Húmor skiptir þannig máli hjá öllum. Kynlíf hefur alltaf átt sín eigin lögmál og rík að kímni. Enda er kynlíf háalvarlegt fyrirbæri sem náttúran notar til að viðhalda sjálfri sér. Eitt af því sem er skemmtilegt við kynlíf er að það krefst vissrar greindar. Þegar þú spyrð … Lesa meira
Ótti við Guð
Jesú sagði á sínum tíma „hver sá sem trúir á mig mun aldrei að eilífu deyja.“ Þetta eru mögnuð orð og gott að trúa þeim. Þeir sem trúa þeim trúa að þeir muni lifa að eilífu. Vera alltaf til, og að það kosti ekki neitt. Viltu fá allt fyrir ekkert? Jesú sagði einnig „hver sá sem vill bjarga lífi sínu mun glata því og hver sá sem fórnar því mun … Lesa meira
Hver vill Grýlu eiga
Í grunnskólanámi hér á landi er kennt að Noregskonungur vildi eignast Ísland. Í þeirri frásögu kemur fram meðal annars að Noregskonungur bað Alþingi Íslendinga að gefa sér Grímsey. Íslendingar vildu ekki gefa Noregskonungi Grímsey, enda gæti hann komið þangað hulduher sem síðan gæti hertekið Ísland. Það er gaman að svona grýlum en því þetta er rugl. Noregskonungur hefði hvenær sem hann vildi getað sent hingað hulduher. Að endingu eignaðist Noregskonungur … Lesa meira
Lýðræði tilfinninga eða rökhugsunar
Þeir sem bera virðingu fyrir vilja lýðsins, hafa ekki litið upp úr bók allt sitt líf. Lýðurinn er í eðli sínu fljótfær og grunnhygginn. Ekki fólkið í lýðnum, heldur hópsálin. Þetta er einfalt að sannreyna. Næst þegar þú ert í matarboði, partýi, eða annars konar samkvæmi, skaltu reyna eftirfarandi: Reyndu að snúa samræðum frá Desperate Houswives yfir í gildi þess að slökkva á sjónvarpstækjum og iðka kyrrðina við samræður, bóklestur … Lesa meira