Kynþokki er hugarástand

Við erum alin upp við að kynþokki sé mest bundinn við ákveðin aldursskeið og útlit, hvort heldur líkamsbyggingu eða klæðnað. Reynslan hefur þó kennt flestum, held ég, að eitthvað annað ráði för, í það minnsta að hluta.

Allt okkar líf, frá vöggu til grafar, snýst um að við lifum lífinu á þann besta hátt sem við eigum völ á hverju sinni. Stundum þarf að streitast við að eiga meiri völ en minni, því lífið hefur ýmsar hindranir og setur manni mörk.

Stundum er hindrunin utan frá og stundum innan frá. Stundum þarf maður að sætta sig við mörk sín og stundum að víkka þau. Lausnirnar eru vafalaust jafn margar fólkinu, en góð ráð eru gulli betri. Stundum virka einföldu ráðin best og stundum blasa þau ekki við fyrr en bent er á þau.

Reynslan hefur í það minnsta kennt mér að snoppufrítt fólk er ekki alltaf fallegt fólk og limafagurt fólk er ekki alltaf kynþokkafullt. Einnig að fólk bregst mismunandi við manni eftir því hvernig maður er stemmdur hverju sinni og að það getur breyst jafnhratt og Íslenskt veðurfar.

 

 

This entry was posted in Orðastungur and tagged , , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.