Mikilvægi drauma og dagdrauma

Þegar við vorum börn gátum við búið til alls kyns draumaheima og spunnið dagdrauma sem urðu að leikjum og stórum ævintýrum. Svo kom veruleikinn og eyddi draumum okkar og við seldum þá fyrir eitthvað sem við vissum ekki hvort væri þess virði.

Þegar draumarnir hverfa og veruleikinn verður grár, er stutt í að kvíðinn og steinrunnar hugsanir yfirtaki tilfinningalíf okkar og rammi okkur inni í fylgsnum sem við hefðum aldrei valið. Smám saman sættum við okkur við ímynd ástar, sem er meitluð eftir forskriftum sem við sjaldan gefum okkur tíma til að kryfja.

Þegar við frelsumst úr viðjum þess veruleika sem hindrar okkur, skiljum við að lausnin er oft sú að endurvekja barnið en um leið að gefa því vald yfir heim hins fullorðna. Þetta er list sem sjaldan gefst fyrir lítið; og enn sjaldnar skilst fólki hversu einföld hún er.

 

 

 

This entry was posted in Orðastungur and tagged , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.