Tag Archives: Sjálfshvatning

Að læra á notaða saumavél er ekkert grín

saumavel-s22

Fyrir rétt rúmlega tveim árum keypti ég notaða „Singer 22“ saumavél í endurvinnslunni á 5’000 krónur. Viku síðar fór ég á frítt saumavéla-námskeið á vegum Rauða krossins. Þá kom strax í ljós að ekki var hægt að nota saumavélina, svo ég skutlaði henni í viðgerð (sem kostaði 11’000 krónur) og lærði á eina af saumavélum Rauða krossins. Þegar saumavélin kom heim úr viðgerð (en það kostaði Dísel olíu að skutla … Lesa meira


Mikilvægi drauma og dagdrauma

tviburar

Þegar við vorum börn gátum við búið til alls kyns draumaheima og spunnið dagdrauma sem urðu að leikjum og stórum ævintýrum. Svo kom veruleikinn og eyddi draumum okkar og við seldum þá fyrir eitthvað sem við vissum ekki hvort væri þess virði. Þegar draumarnir hverfa og veruleikinn verður grár, er stutt í að kvíðinn og steinrunnar hugsanir yfirtaki tilfinningalíf okkar og rammi okkur inni í fylgsnum sem við hefðum aldrei … Lesa meira


Kynþokki er hugarástand

myndband

Við erum alin upp við að kynþokki sé mest bundinn við ákveðin aldursskeið og útlit, hvort heldur líkamsbyggingu eða klæðnað. Reynslan hefur þó kennt flestum, held ég, að eitthvað annað ráði för, í það minnsta að hluta. Allt okkar líf, frá vöggu til grafar, snýst um að við lifum lífinu á þann besta hátt sem við eigum völ á hverju sinni. Stundum þarf að streitast við að eiga meiri völ … Lesa meira


Fjórir vættir, fjórar höfuðáttir, fjögur frumefni

img-coll-0815

Ég las stutta hugleiðingu í fjölmiðli fyrir fáeinum árum þar sem yfirskriftin var einföld; Bænin. Eins og allt trúað fólk á ég persónulegt samband við bænina sjálfa en ekki endilega við vættinn sem beðið er til. Þessi fullyrðing kann í fljótu bragði að virðast frekar djörf og því krefst hún útskýringa því hún er flókin. Trúað fólk biður reglulega og óreglulega. Sumir hafa vanið sig á að fara með kvöldbæn … Lesa meira


Ímyndir og hlutverkaleikir

img-coll-0682

Ferli hins jákvæða vilja byggist umfram allt á tvennu. Annað er að ekki þurfi að muna langar og flóknar útskýringar frá einhverjum mislukkuðum gúrú eða uppskriftir í mörgum skrefum, heldur sé skrefið aðeins eitt. Hitt er að endurvirkja sinn eigin sköpunarkraft. Hluti þeirra aðferða sem Ferlið notar til að hjálpa manni að finna þennan kraft,  verða hvati til umbreytingar frá kvalafullu lífi til sjálfskrafts og sköpunar. Þær byggjast á að … Lesa meira