Efnisflokkur: Heimssýn og trú

Hugleiðingar um allt milli himins og jarðar. Heimspeki er skilgreind sem „vinur þekkingar“ og er henni ekkert óviðkomandi. Trú er sannfæring um það sem eigi er auðið að sjá og byggt á innsæi og andagift.

Nútími lýtur eigin lögmálum og stundum sagður stjórnast af anda sem oft er persónugerður stundum sem hinn vond. Einnig má sjá sjálfan sig sem aðferð samtímans til að umbreyta sjálfum sér.

Lýðræði

250px-Election_MG_3455

Þeir sem bera virðingu fyrir vilja lýðsins, hafa ekki litið upp úr bók allt sitt líf. Lýðurinn er í eðli sínu fljótfær og grunnhygginn. Ekki fólkið í lýðnum, heldur hópsálin. Þetta er einfalt að sannreyna. Næst þegar þú ert í matarboði, partýi, eða annars konar samkvæmi, skaltu reyna eftirfarandi: Reyndu að snúa samræðum frá Desperate Houswives yfir í gildi þess að slökkva á sjónvarpstækjum og iðka kyrrðina við samræður, bóklestur … Lesa meira


Fullnæging

023

Þegar karlmaður fær fullnægingu hverfur vitund hans um stund. Hann finnur fyrir konunni sem vekur hann, finnur fyrir sjálfum sér, og gleymir sér um stund. Eftir að hann lýkur sér af svífur á hann höfgi, og um stund er hann öruggur í örmum konunnar. Oft vakir konan um stund meðan höfgin svífur á karlinn. Væru þau úti í náttúrunni, eins og þetta var um árþúsundir, vakir hún meðan hann safnar … Lesa meira


Gamli leikskólinn

old and young hands

Það sem ungur nemur, gamall temur. Þetta er nútímanum gleymt. Í mörg hundruð ár lærðu börn af gamla fólkinu. Gamla fólkið bjó oft heima hjá sínum eigin uppkomnu, vann ýmiss konar handverk og gætti yngstu kynslóðar. Þannig var þetta í sveitum á Íslandi og einnig í evrópskum borgum. Þannig er þetta enn víða um heim. Í dag setjum við gamla fólkið á elliheimili, börnin á leikskóla, minnkum fjölskylduna niður í … Lesa meira


Hagfræðingar

200559944-001

Fyrir um það bil öld voru allir á sama máli um eitt. Hagfræðingar eru fólk sem ekkert þýðir að ráða til starfa af neinu tagi. Svo slíkt fólk er sent í menntun sem engu skiptir. Þetta gleymdist! Nû starfa hagfræðingar víða í áhrifastöðum meðal annars í stjórn fjármála þjóðarinnar. Fátæklegt fólk á háum launum sem ákveður fyrir þig, hvað þú átt að borga: Meðal annars í vexti af lánunum þínum … Lesa meira


Andleg fróun

794px-Brunostatue

Að fróa sjálfum sér er göfug og falleg athöfn í lífi sérhverrar manneskju. Hins vegar mikið feimnismál á sama tíma. Það er hverri manneskju feimnismál, að þurfa frekar að fróa sjálfri sér en finna sér mótleikara: Eins og enginn myndi vilja leika með manni, er ávísun á að vera lúser. Við erum apategund sem nefnist „Homo Sapiens Sapiens“. Já við erum dýr – en okkur finnst við ekki vera dýr. … Lesa meira


Ég hugsa, ég skynja

img-coll-0002

Ég las einu sinni bók sem heitir „Orðræða um aðferð“ eftir Belgísk-Franskan heimspeking, hvers nafn skiptir ekki máli hér. Bókina las ég á Íslensku en hún er fáeinna hundrað ára gömul og mjög virt. Nafn hennar á frummálinu man ég ekki lengur. Mér þótti bókin vera helber vitleysa, en ég var líka hrokafullur fyrir tuttugu árum, eða svo. Úr þessari bók er vel þekktur frasi sprottinn sem hljóðar svo: „Ég … Lesa meira


Nafn Guðs

img-coll-0052

Almennt heldur fólk að nafn guðs sé Drottinn, og að drottinn sé Jesú. Enn aðrir halda það sama en rita guð sem Guð. Svo er til fólk sem veit að í gamla testamenti var nafn Guðs ritað YHVH, sem sumir túlka sem Jahve en aðrir sem Jehóva. Vafalaust eru til aðrir framburðir. Sjálfur trúði ég þvi áratugum saman að þetta skipti öllu máli; að vita hið rétta nafn Guðs og … Lesa meira


Uppgjör

1998-safn-039

Fortíð mín er óskrifað blað og framtíðin þegar rituð. Bíddu nú við, þetta er ekki alveg rökrétt. Ég hef lifað sem fangi fortíðar svo langt sem ég sé inn í hana. Ég hef mótað viðhorf dagsins í dag eftir því sem fólki finnst og verið fangi væntinga minna um viðurkenningu annarra. Svo vaknaði ég upp, og gerði upp fortíðina. Ég gerði litla sögu um atriði sem skiptu mig miklu, og … Lesa meira