Efnisflokkur: Heimssýn

Hugleiðingar um allt milli himins og jarðar. Heimspeki er skilgreind sem „vinur þekkingar“ og er henni ekkert óviðkomandi. Trú er sannfæring um það sem eigi er auðið að sjá og byggt á innsæi og andagift.

Nútími lýtur eigin lögmálum og stundum sagður stjórnast af anda sem oft er persónugerður stundum sem hinn vond. Einnig má sjá sjálfan sig sem aðferð samtímans til að umbreyta sjálfum sér.

Beðmál og næmi

img-coll-0895

Hefurðu horft á „Sex and the City“? Flottir og vinsælir sjónvarpsþættir um fallegar konur sem búa í New York. Þær eru allar taugaveiklaðar, kynþokkafullar og eftirsóknarverðar ungar konur. Í það minnsta á skjánum. Ég sá þessa þætti fyrst fyrir tólf árum og ég horfði. Er til karlmaður sem ekki horfir á sjónvarpsþátt sem sýnir fallegar þokkagyðjur? Þær eru vel til fara, vel vaxnar, falleg andlit, galtómar og taugaveiklaðar. Jæja ein … Lesa meira


Hin neikvæða pjulla

022

Lífið hefur húmor, Guð hefur húmor. Góðir menn hafa húmor. Femínistar hafa húmor á óskalista framtíðarnámskeiða í réttviðhorfaskólanum, en ekki ofarlega í forgangi. Húmor skiptir þannig máli hjá öllum. Kynlíf hefur alltaf átt sín eigin lögmál og rík að kímni. Enda er kynlíf háalvarlegt fyrirbæri sem náttúran notar til að viðhalda sjálfri sér. Eitt af því sem er skemmtilegt við kynlíf er að það krefst vissrar greindar. Þegar þú spyrð … Lesa meira


Ótti við Guð

AngryJesus

Jesú sagði á sínum tíma „hver sá sem trúir á mig mun aldrei að eilífu deyja.“ Þetta eru mögnuð orð og gott að trúa þeim. Þeir sem trúa þeim trúa að þeir muni lifa að eilífu. Vera alltaf til, og að það kosti ekki neitt. Viltu fá allt fyrir ekkert? Jesú sagði einnig „hver sá sem vill bjarga lífi sínu mun glata því og hver sá sem fórnar því mun … Lesa meira


Hver vill Grýlu eiga

vikings

Í grunnskólanámi hér á landi er kennt að Noregskonungur vildi eignast Ísland. Í þeirri frásögu kemur fram meðal annars að Noregskonungur bað Alþingi Íslendinga að gefa sér Grímsey. Íslendingar vildu ekki gefa Noregskonungi Grímsey, enda gæti hann komið þangað hulduher sem síðan gæti hertekið Ísland. Það er gaman að svona grýlum en því þetta er rugl. Noregskonungur hefði hvenær sem hann vildi getað sent hingað hulduher. Að endingu eignaðist Noregskonungur … Lesa meira


Nafn Guðs

img-coll-0052

Almennt heldur fólk að nafn guðs sé Drottinn, og að drottinn sé Jesú. Enn aðrir halda það sama en rita guð sem Guð. Svo er til fólk sem veit að í gamla testamenti var nafn Guðs ritað YHVH, sem sumir túlka sem Jahve en aðrir sem Jehóva. Vafalaust eru til aðrir framburðir. Sjálfur trúði ég þvi áratugum saman að þetta skipti öllu máli; að vita hið rétta nafn Guðs og … Lesa meira


Uppgjör við vindmyllur vonskunnar

1998-safn-039

Fortíð mín er óskrifað blað og framtíðin þegar rituð. Bíddu nú við, þetta er ekki alveg rökrétt. Ég hef lifað sem fangi fortíðar svo langt sem ég sé inn í hana. Ég hef mótað viðhorf dagsins í dag eftir því sem fólki finnst og verið fangi væntinga minna um viðurkenningu annarra. Svo vaknaði ég upp, og gerði upp fortíðina. Ég gerði litla sögu um atriði sem skiptu mig miklu, og … Lesa meira