Ef Amma væri hóra myndi ég afneita hinu augljósa

Ef veruleiki okkar, sem virðist ítrekað vitfyrrtari með hverjum mánuðinum sem líður, er byggður á mýtum sem við erum hætt að sjá, þá erum við í miklum vanda sem bæði mannkyn og þjóð, að ekki sé minnst á einstaklingana.

Þegar Jesús sagði Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið, þá meinti hann eitthvað sem er týnt í túlkun: Ég er Sjálfið en ekki egóið. Hann átti sumsé ekki við Ég Jésús heldur Ég Sálin. Í þessu ljósi hljómar setningin rétt og hún gengur upp. Sálin er vegurinn, sannleikurinn og lífið.

Séð í þessu ljósi, en fyrir suma tekur tíma að kveikja á hugsanalampanum, þá má bæta við: Ef þú velur þér sannleika þá mun eigandi þess sannleika stýra heimssýn þinni og trú.

Þegar við skiljum að það sem stjórnar lífi okkar ætti að vera okkar eigin uppljómaði vilji og sjálfsábyrgð, þá er stutt í það að ekki sé hætt að blekkja okkur sem einstaklinga eða hópa. Þá er stutt í að við skiljum kjarnann í Endurreist Þjóðveldi.

Kjarna sem er í raun ofureinfaldur þó ég hafi þurft mörg orð í að útskýra hann. Ef þú hlýðir ekki, þá er þér ekki stjórnað. Ef þú trúir aðeins eigin sannleika, þá vaknar samfélagsmeðvitund hjá þér og sýn þín á sterkari gildi vex. Ef þú iðkar samræðu og sækir eftir bæði upplýsingu og uppljómun, þá breytir þú heiminum.

Því þú – sjálfið þitt – er sannleikurinn, vegurinn, og lífið, en ekki steypubullið sem meitlararnir hafa hellt inn um eyrun þín eða skuggamyndirnar sem þeir fleyta framhjá augunum þínum, eða mýturnar sem þeir töfra þig með.

 

 

 

This entry was posted in Orðastungur and tagged , , , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.