Ef Amma væri hóra myndi ég afneita hinu augljósa

Ég lími hér inn fáein myndskeið, öll utan eitt eftir sjálfan mig. Mín eigin eru hugleiðingar í júlí og ágúst 2015 um líðandi stund á landinu okkar.

Í einu þeirra útfæri ég hugmynd, sem Axel Pétur Axelsson hjá FrelsiTV hefur varpað fram, á minn eigin máta. Ég hef fengið jákvæð viðbrögð í tenglsanetinu með þessi myndskeið en þau eru með dálítið öðru sniði en þau sem ég hef látið frá mér síðustu þrjú árin. Þó er grunnhugsunin sú sama og áður:

Ef veruleiki okkar, sem virðist ítrekað vitfyrrtari með hverjum mánuðinum sem líður, er byggður á mýtum sem við erum hætt að sjá, þá erum við í miklum vanda sem bæði mannkyn og þjóð, að ekki sé minnst á einstaklingana.

Þegar Jesús sagði Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið, þá meinti hann eitthvað sem er týnt í túlkun: Ég er Sjálfið en ekki egóið. Hann átti sumsé ekki við Ég Jésús heldur Ég Sálin. Í þessu ljósi hljómar setningin rétt og hún gengur upp. Sálin er vegurinn, sannleikurinn og lífið.

Séð í þessu ljósi, en fyrir suma tekur tíma að kveikja á hugsanalampanum, þá má bæta við: Ef þú velur þér sannleika þá mun eigandi þess sannleika stýra heimssýn þinni og trú.

Ég vil því vekja sérstaka athygli á myndskeiðinu sem er hengt inn hér neðst, en það er frá hinum snalla Alfred Lambremont Webre sem óþarft er að kynna fyrir þeim sem fylgjast með jaðarmiðlum og jaðarumræðum. Viðtal hans við Ole Dammegard er tær snilld, og það sem Ole hefur að segja setur margt í hinum myndskeiðunum í áhugavert samhengi.

Ég hengi myndskeiðin inn í þeirri röð sem ég gerði þau, því visst samhengi er í þeim. Þau eru flest frekar löng.

 

 

 

HIV maðurinn og fórnarlömbin
httpv://www.youtube.com/watch?v=Yx7dU4-NA2Q

 

 

Nauðgunarþöggun og Stórhátíðir
httpv://www.youtube.com/watch?v=21JaMF__zVw

 

 

HIV málið og Nauðganaþöggun
httpv://www.youtube.com/watch?v=f9Uz73OomDY

 

 

Ole Dammegard exposes 2-5 police shooters kill 69-86 youths in 2011 Norway false flag by NWO ops
httpv://www.youtube.com/watch?v=5Xv75UhnaSI

 

 

Þegar við skiljum að það sem stjórnar lífi okkar ætti að vera okkar eigin uppljómaði vilji og sjálfsábyrgð, þá er stutt í það að ekki sé hætt að blekkja okkur sem einstaklinga eða hópa. Þá er stutt í að við skiljum kjarnann í Endurreist Þjóðveldi.

Kjarna sem er í raun ofureinfaldur þó ég hafi þurft mörg orð í að útskýra hann. Ef þú hlýðir ekki, þá er þér ekki stjórnað. Ef þú trúir aðeins eigin sannleika, þá vaknar samfélagsmeðvitund hjá þér og sýn þín á sterkari gildi vex. Ef þú iðkar samræðu og sækir eftir bæði upplýsingu og uppljómun, þá breytir þú heiminum.

Því þú – sjálfið þitt – er sannleikurinn, vegurinn, og lífið, en ekki steypubullið sem meitlararnir hafa hellt inn um eyrun þín eða skuggamyndirnar sem þeir fleyta framhjá augunum þínum, eða mýturnar sem þeir töfra þig með.

 

 

 

This entry was posted in Myndskeið and tagged , , , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.