Eigendur valdsins elska áttavilltar sálir

Að standa fyrir eitthvað sem er manni sjálfum meira, er tilfinning sem ristir jafn djúpt og ást og hatur. Fyrsta skrefið til afstöðu eru skoðanir okkar og næsta skrefið er tjáning þessara skoðana með orðum. Þriðja skrefið er afstaða.

Þegar ég upplifði þetta á sjàlfum mér opnuðust augu mín fyrir þeim blekkingavef sem spunninn er utanum huga okkar frá vöggu til grafar. Tökum dæmi af skemmtiefni sem dáleiðir okkur daglega til að gefa vald þriðja skrefsins til annarra og vera sjálf rótföst í öðru skrefi.

Ekki nóg með það, heldur er okkur kennt að nota eigið egó til að þræta okkur föst þar og ekki nóg með það, heldur er spilað á girndir okkar þar til við eyðum um efni fram og glötum þannig hreyfigetu okkar og frelsi.

Þetta hafa eigendur valdsins, skuggavaldið sem stjórnar elítunni skilið um aldir.

 

 

This entry was posted in Orðastungur and tagged , , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.