Gamli leikskólinn

Í mörg hundruð ár lærðu börn af gamla fólkinu. Gamla fólkið bjó oft heima hjá sínum eigin uppkomnu, vann ýmiss konar handverk og gætti yngstu kynslóðar. Þannig var þetta í sveitum á Íslandi og einnig í evrópskum borgum. Þannig er þetta enn víða um heim.

Það sem ungur nemur, gamall temur. Þetta er nútímanum gleymt.

Í dag setjum við gamla fólkið á elliheimili, börnin á leikskóla, minnkum fjölskylduna niður í „litla kassa“ eða neytenda umbúðir og sækjum okkar vinnu eftir samfélagsuppskrift. Erum við glöð? Er samfélagið glatt eða reitt?

Okkar vestræna samfélag er fyrsta samfélagið í veraldarsögunni sem hefur allt til alls, en engan tilgang og lítið innihald. Nútímafólk telur sig upplýst – eftir margra ára setu í skóla við innrætingu – en innihaldsríkar samræður snúast oft meira um sjónvarpsþætti og flata dægurtónlist frekar en raunverulega þekkingu, hvað þá vitræna visku. Vit myndast þegar þekking úr ólíkum þáttum er tengd saman og viska er römmuð inn með reynslu.

Í samfélagi Félagslegrar frjálshyggju væri þetta sett upp á annan veg.

Leikskólar og elliheimili væru sameinuð í samræmdar stofnanir. Þar gæti eldri kynslóðin sinnt handverki og jafnframt litið til með börnum. Sagt sögur og kennt og þannig notið þess í ellinni að hafa börn næstu kynslóðar nærri sér. Þar nytu börnin tengsla við söguna, fengi skilning á mannlífi og jafnvægi náttúrunnar og tímans.

Þannig var samfélagið  í þúsundir ára. Þannig myndum við heila samfélag okkar og skapa framtíðinni bæði tilgang og innihald.

 

This entry was posted in Orðastungur and tagged , , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>