Leikfléttur og dávald fjölmiðla og elítu

Borgin gerir fasistasamning við löggukonu sem er þekkt fyrir hreðjaverk. Borgin ræður aðra löggu til að vera yfir stofnuninni sem mun starfa með valkyrjunni. Meðan þjóðin eltir lekaspuna fjölmiðlanna dáleidd og stjörf.

Ef þetta er orðað jákvætt, hvernig hefði neikvæða færslan verið?

Sjáðu nú til. Á okkar magnaða landi búa tvær þjóðir, sú Íslenzka og sú Íslenska. Önnur þeirra er innihaldslaus og merkingarsneyddur umskiptingur.

Lögreglan (stofnun) segir okkur að maðurinn hafi verið hættulegur. Til vara að hann hafi verið veikur. Ríkissaksóknari (stofnun) segir okkur að Lögreglan hafi unnið faglega. Fjölmiðlar elítunnar segir lepur þetta í okkur; en enginn stígur fram og segir neitt óþægilegt.

Íslenska ríkið (stofnun) hefur nú drepið einn borgara sinna með skotvopni. Það er morð. Stofnanir hver um aðra þvera réttalæta hver aðra. Það er spuni og móðgun við fólk.

það eru til tugir aðferða til að stöðva mann með haglabyssu. Í því á sérsveit að vera þjálfuð. Hvaða ástæðu þarf valdstjórnin að nota til að skjóta þig? Hvers vegna vill hún fleiri byssur? Hvers vegna notar hún eigin stofnanir til að réttlæta sig?

Hvers vegna ertu að elta spunana í fjölmiðlum þegar þetta er hinn eini spuni. Valdstjórnin hefur svikið samning sinn við þjóðina. Veistu hvað slíkur samningur heitir? Hver er morðinginn úr Hraunbænum? Hver gaf honum skipun? Hvar er útlegðardómstóllinn?

Taktu vel eftir orðalaginu „lögregla varð Sævari að bana“ sem lesist „lögregla myrti Sævar.“

Hvers vegna hlýðir þú svona valdstjórn? Svör takk! Ekki frá valdstjórninni, ég hef heyrt þau. Ertu með þessu kerfi eða á móti því? Ætlarðu að gera eitthvað í því (og þá friðsamlega) eða blogga? Mundu að það að vera Íslendingur er afstaða.

 

 

This entry was posted in Orðastungur and tagged , , . Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.