Tvö léttvæg erindi

Í gær þann 21. október 2021 skrifaði ég tvö erindi. Var ég í þann mund að rita greinina “Náttúra frumspekinnar” sem var vistuð hér á vefinn rétt í þessu. Var greinin rituð með opinbera birtingu í huga.

Fyrra erindið var til mbl.is og hið síðara til frettabladid.is. Nú sólarhring síðar hefur hvorugu erindinu verið svarað. Skulu þau bæði birt hér fyrir neðan.

Fyrra erindið:

Góðan dag “mbl.is

Við aðgerðina greinaleit á mbl.is sýnist mér að tvö erindi mín frá því í febrúar og mars á þessu ári séu óbirt og túlka ég það svo að þeim hafi verið  hafnað. Dreg hér með bæði erindin til baka.
Getur menningin gufað upp? 8.3.2021 8.3.2021 Nei
Tvær leiðréttingar og ein skýring 7.2.2021 9.2.2021 Nei
Bestu kveðjur, og gangi ykkur allt í haginn
Guðjón E. Hreinberg

Hitt erindið:

 

Góðan dag Fréttablaðið

Ef mig langar til að skrifa lesendabréf/grein (og ef ég er ekki bannaður fyrir öfgaskoðanir), á hvaða formi þyrfti slíkt að vera (s.s. slög) og hvaða upplýsingar og/eða mynd þyrftu að fylgja með?
Bestu kveðjur
Guðjón E. Hreinberg

Í dag, sólarhring síðar, hefur hvorugu erindinu verið svarað.

Góðar stundir.

 

 

This entry was posted in Orðastungur. Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.