Afgreiðslan “samsæriskenning” er sjálfshöfnun

Ein kenningin er sú að heimsstyrjaldir eru sannanlega sviðsettar, ef minni styrjaldir eru ræstar með samsærum, ef byggingar á borð við World Trade Center eru sprengdar innanfrá og lygasaga sviðsett, hvað þá ef heil siðmenning er rústuð með plágu-lýgi;

Ef jafnvel trúarbrögðin eru ein allsherjar spennusaga til að töfra sjálfsmátt þinn inn í hugmyndaspuna sem veikir þig innan frá, eða stjórnmál borgar þinnar eða þjóðríkis sviðsettar lygasögur.

Kannski er þetta bara kenning en þeir sem halda henni fram hafa flestir hverjir afar sannfærandi rök sem benda til þessa og jafnvel staðreyndir sem grafnar hafa verið upp sem sýna þessa útgáfu í meira sannfærandi ljósi en sú útgáfa sem “kerfisfólkið” segir okkur.

Hvernig sem þú veltir þessum rúbíks teningi þá er ein staðreynd sem hrópar framan í þig, því ég hef velt þessu fyrir mér lengur frá fleiri flötum en flestir aðrir og grafið dýpra ofaní sumar af sögunum (báðum megin borðsins): Almenningur sem afgreiðir þetta sem “samsæris kenning” og neitar að líta á sönnunargögnin, á afleiðingarnar af skeytingarleysi sínu skilið.

 

This entry was posted in Orðastungur. Bookmark the permalink.

Um Guðjón E. Hreinberg

Heimspekingur með áhuga á Stjórnmálum, Guðfræði, Heimspeki, Sálfræði, og Hundaþjálfun. Haldinn þeirri Íslensku sérvisku að skrifa um áhugamálin.

Comments are closed.