Það er rétt sem Donald Trump hefur bent á, að hugsa út fyrir rammann, er klisja í hugum flestra, en þegar fólk kann þá list að fara hæfilega út fyrir rammann gerist oft dýrmæt sköpun sem aðrir geta hagnýtt.
Eitt hið furðulegasta sem ég hef lent í, er þegar fólk sem berst gegn einelti er tilbúið að leggja mann í harkalegt einelti og persónuníð vegna hugmynda sem hristi upp í rammanum hjá þeim. En besta leiðin til að hrista af sér afleiðingar eineltis er einmitt hæfileikinn til að snúa á eigin hugsun.
Einelti er ímyndað vandamál
Lykt gefur dýrmæt skilaboð
Að setja sér markmið sem nást
Margt í aðferðum Ferlisins snýst einmitt um að endurvekja hæfileikann til að sjá og rýna í það sem við erum hætt að taka eftir í daglegum venjum, eða umhverfi samfélagsins eða hverju því sem í eigin huga er orðið of daglegt eða venjulegt til að við tökum eftir, og rýna í það frá nýjum sjónarhólum, annaðhvort til að storka það út eða umbreyta því.
Þar felst einmitt styrkur þeirra sem skara framúr, að þeir umbreyta eigin veikleika í styrk.